Tuesday, March 31, 2009

Marley and Me - Hundepísk kómedía!



Það gerðist eitt kvöld. Ég fékk leynilegt símtal frá aðila sem vildi ekki gefa upp nafn sitt. Þessi aðili sagðist geta boðið mér upp á tilboð lífs míns gegn ákveðnum skilmálum sem ekki verða nefndir hér. Hann átti s.s. tvo boðsmiða á stórmyndina Marley and Me sem verið er að sýna í bíóhúsum þessa dagana og skellti ég mér auðvitað.
Ég gekk inn í bíóhúsið með spennu í bland við hræðslu í hjarta. Og svo byrjaði myndin bara. Myndin fjallar um parið John og Jennifer Grogan sem er að reyna að fóta sig í lífinu. Þau gifta sig og flytja til Flórída. Þar fá þau bæði störf sem blaðamenn og lífið leikur við þau. Eftir nokkurn tíma fer Jennifer að langa í barn og John respondear eins og hinn venjulegi karlmaður myndi alltaf gera og kaupir hund, classic! En jæja þau fara og velja hund og þar sem að þau eru ung og fátæk þá velja þau sér ódýrasta hundinn (skil nú ekki alveg af hverju hann var ódýrastur, en kannski sá hundasölukonan það fyrir að hann myndi sökka) og nefna hann í höfuðið á Bob nokkrum Marley. Það kemur þó í ljós að Marley er algjörlega ofvirkur hundur sem að engin leið er að hemja.

Marley reynist vera koltrilltur hundur!

Myndin segir svo frá lífi fólksins með hundinum Marley. Í rauninni gerist ekkert í myndinni. Hún segir bara í stuttu máli frá lífi fjölskyldu í Bandaríkjunum. Þau eignast börn, þau flytja, þau fá nýja vinnu og alltaf er hundurinn Marley með. Þetta concept er sjúklega óferskt og hugmyndasnautt en virðist þó virka ágætlega. Það eru nefnilega endalaust margar fjöldkyldur í heiminum sem eiga hund og það eru einmitt þær sem eru að fylla allar sýningar af Marley and Me úti um allan heim.

Owen Wilson leikur aðalhlutverkið í myndinni og sýnir hann algjörlega nýja hlið á sér…NOT! Kallinn leikur sama karakter og í öllum hinum myndum sínum þótt að hann sé kannski hundaeigandi í staðinn fyrir lúðalegan löggumann. Mótleikari hans er Jennifer Aniston úr Friends en það mætti kannski segja að hún væri búin að ná lengst af Friends sexmenningunum hvað það varðar að losna undan Friends hlutverkinu og fá hlutverk í einhverju öðru. Aðalleikararnir í myndinni eru því útbrunnir grínleikarar. En við hverju á maður að búast þegar maður fer á mynd sem er um hund. Það mætti kannski segja að hundkvikikindið sé bara besti leikari myndarinnar, þar sem hann leikur hund á öllum æviskæðum. Bæði ungan, trilltan og graðan hund og gamlan og latan hund. Epískur leikur hjá hundinum!

Owen Wilson og Jennifer Aniston stóðu sig eins og við mátti búast...

Sýningin sem ég fór á var greinilega sérstök sýning fyrir hundaeigendur. Allir voru gríðarlega spenntir og í hléi voru sagðar ótal sögur af hundum. Ég hef hins vegar aldrei átt hund og fann því ekki til neinnar samkenndar. Það mætti því segja að þetta væri besta mynd í heimi, ef þú elskar hundinn þinn geðveikt mikið. Annars eiginlega bara ekki. Því mæli ég eindregið með Marley and Me fyrir ungar stelpur, Hundafjölskyldur og Guðrúnu Önnu sem hefur mikið dálæti á slæmum myndum.

2 comments:

Siggi Palli said...

4 stig.

terro said...

Ég sá þessa mynd fyrir stuttu með konunni og það var einsog við var að búast. Henni fannst myndinn algjörlega frábær en ég var svona á báðum áttum því ég bjóst við gamanmynd þar sem Owen væri í hlutverki aulans sem ekkert getur gert rétt. En hann Sýndi á sér svoldið aðra hlið.
Over all var þetta ágætis ræma.
http://www.owenwilson-tribute.com