Thursday, December 4, 2008

Die Fälscher – The Counterfeiters



Ég geri það stundum að ég fer inn á rottentomatoes.com og renni í gegnum myndir sem nýlega eru komnar út. Vel síðan nokkrar myndir sem fá góða dóma og niðurhala þeim (að sjálfsögðu af síðum þar sem að ég get greitt fyrir þær). Die Fälscher var ein af þeim. Ég hef ætlað að blogga um hana í langan tíma en það hefur alltaf dottið upp fyrir.

Myndin er þýsk og kom út árið 2007. Það árið hlaut hún óskarsverðlaunin sem besta erlenda myndin. Handitið að myndinni er unnið upp úr bókinni The Devil’s Workshop eftir Adolf Burger og vann Stefan Ruzowitzky það. Sagan er byggð á raunverulegum atburðum og að mínu mati gerir það myndir ávallt áhrifameiri.

Sagan segir frá seinni heimsyrjöldinni, helförinni og misþyrmingu gyðinga. En á nokkuð annan hátt en myndir á borð við Schindlers list. Hér fáum við að sjá hvernig Þjóðverjarnir nýttu sér mannaflið sem þeir hertóku á fleiri vegu en að láta það vinna skítavinnu. Myndin segir frá einum hluta útrýmingarbúða þar sem að alræmdir falsarar og prentarar voru látnir vinna fyrir Nasistana að því að falsa peninga og önnur gögn.

Myndin segir frá manni að nafni Salomon Sorowitsch sem var talinn einn besti falsari síns tíma. Hún hefst á því að áhorfandanum er sýndur Salomon áður en ósköpin ganga yfir. Hann lifir þá góðu lífi með nóg af (fölsuðum) peningum á milli handanna. En síðan er hann handtekinn fyrir fölsunina og uppruna sinn og færður í útrýmingabúðir. Eftir nokkra veru þar uppgötva yfirmennirnar þar þó hæfileika hans og hann fer að fá ýmis verkefni við málarlist en að lokum er hann fluttur á sérstakt svæði þar sem öll fölsunarstarfsemi Nasistanna fer fram og honum er gefið að hafa yfirumsjón með fölsun á gjaldmiðlum andstæðinganna, pundinu og dollaranaum. Þetta gerðu Nasistarnir bæði til þess að fjármagna heraðgerðir sínar og til þess að leggja hagkerfi andstæðinga sinna í rúst. Myndin segir svo frá því á átakanlegan hátt hvernig Salomon og samstarfsfélagar hans takast á við þetta erfiða verkefni. Því þeir standa í rauninni frami fyrir vali á milli þess að kosta herfarir Nasistanna eða koma í veg fyrir velgengni þeirra með því að falsa ekki gjaldmiðlana.

Salomon Sorowitsch er aðalpersóna myndarinnar og er hann leikinn af Karl Markovics sem fer með hlutverkið af stakri prýði. Sorowitsch er eins og áður segir einn fremsti smyglari síns tíma. Hann hugsar ekki mikið út í það hvað hann er að gera heldur vinnur hann bara vinnuna sína til þess að halda lífi. Það þarf aðra til þess að benda honum á hversu mikil áhrif hann getur haft á framgang stríðsins með því að stoppa fölsunina og áttar hann sig undir lokinn.

Salomon Sorowitsh að störfum, það fór nú í gegnum huga manns nokkrum sinnum í myndinni að ekki væri slæmt að hafa sömu hæfileika og hann í fölsun :)

Ekki er um neinar aðal-aukapersónur að ræða í myndinni en sá karakter sem ég tel að mikilvægast sé að nefna er maður að nafni Adolf Burger, leikinn af August Dieh sem er með Salomon í fölsunarbúðunum. Fyrst um sinn kemur hann manni fyrir sjónir sem frekar leiðinlegur gæji, hann vill koma í veg fyrir að fölsunin gangi upp á meðan allir hinir hugsa bara um að halda lífi. En eftir því sem líður á myndina fer maður að skilja að hann er sá eini af föngunum sem áttar sig á því hversu hrikalegan hlut þeir eru að gera. Hann kemur í lokinn út sem aðalhetja myndarinnar eftir að hafa hindrað framleiðslu á dollaranum í langan tíma og þannig hindrað Nasistana á marga vegu.

Hetja sögunnar: Adolf Burger

Myndin er ein af fáum þýskum myndum sem segja frá Helförinni og þeim ömurlegu hlutum sem fóru fram á þessum tímum. En Þjóðverjar virðast þó vera farnir að horfast meira í augu við þessa skuggalegu fortíð sína. Hún sýnir okkur nýja hlið á starfsemi Nasistanna og verð ég að viðurkenna að margir hlutanna sem Nasistarnir framkvæmdu vekja mikla athygli mína. Tilraunir sem þeir framkvæmdu á fólki voru mjög oft ógeðfelldar en skiluðu sér þó á ýmsan hátt til læknisfræðinnar. Þótt læknunum sem fengu það verkefni að gera Gyðingakonur ófrjóar og voru að bora í þær og ríða þeim til skiptis til að athuga niðurstöðurnar hafi ekki tekist ætlunarverk sitt komust Nasistarnir að ýmsu um heilastarfsemi og annað sem ómetanlegt var fyrir læknisfræðina. Á sama hátt finnst mér sú hugmynd að prenta seðla til þess að rústa hagkerfi andstæðinga sinna í stríði alveg eitursnjöll og sýna hversu rosalegan metnað Nasistarnir höfðu í þessu stríði.

Greinilegt er að Þjóðverjar kunna að búa til bíómyndir því að öllum tæknilegum atriðum er vel staðið. Allt frá handriti til leikara. Upphafs- og lokaatriði myndarinnar ramma hana skemmtilega inn en þar situr Salomon á ströndinni eftir allt og hugsar til baka.

En þó myndin sýni okkur þessa nýju hlið þá er hún ekki frábær og á langt í land með að komast á sama stall og Der Undergang og Schindlers lis. Hún er einfaldlega ekki að sýna áhorfandanum mikið nýtt og ferskt heldur bara sömu söguna af þessum slæmu atburðum í aðeins öðrum búningi.