Tuesday, March 31, 2009

As Good As it Gets

http://en.wikipedia.org/wiki/Penis

The Shining



Um daginn var ég staddur uppi í sveit. Það var myrkur úti. Þá ákvað ég að horfa á The Shining.

Myndin kom út árið 1980. Hún er gerð eftir samnefndri bók Stephens King og henni er leikstýrt af Stanley Kubrick. Eftir að hafa fengið þessar upplýsingar ætti maður nánast að geta fullyrt að myndin sé góð, sem hún jú er.
Sagan segir frá ungum rithöfundi, Jack Torrance að nafni sem tekur að sér það starf að sjá um sumarhótel lengst uppi í óbyggðum yfir vetrartímann á meðan enginn dvelur þar vegna slæmra veðurskilyrða. Jack flyst á hótelið ásamt konu sinni, Wendy Torrance, og syni þeirra, Danny. Jack telur að dvölin muni henta honum gríðarlega vel vegna starfa hans sem rithöfundur en þegar líða tekur á veturinn reynist hún vera erfiðari en hann hélt. Jack sturlast algjörlega og reynir á endanum að drepa fjölskyldu sína.
Overlook hótelið, ekki staður til að vera einn á yfir vetur...

Jack Nickolsson leikur Jack Torrance. Jack er eins og fyrr sagði rithöfundur í leit að friðsælum stað. Hótelstjórinn varar hann þó við því að nokkrir fyrrum vetrarverðir hafi sturlast og einn hafi m.a. drekið tvíburadætur sínar og konum með exi. Jack telur að ekkert slíkt geti komið fyrir hann en það kemur fyrir ekki. Einangrunin hefur greinilega sín áhrif á hann eins og aðra með þeim afleiðingum sem ég hef sagt frá. Jack Nickolson stendur sig meistaralega vel í hlutverki Jacks og túlkar breytinguna á heilbrigðum manni yfir í að verða geðsjúkur einkar vel, enda kannski reynslunni ríkari eftir að hafa leikið í One Flew Over the Cuckoo's Nest.

Shelly Duvall leikur Wendy Torrance. Wendy er ótrúlega saklaus karakter og er greinilega minni manneskjan í sambandi sínu við Jack Torrance þar sem að hann ræður öllu. Annars er Wendy leiðinlegasti karakter myndarinnar að mínu mati, það er eitthvað við hana. Alltaf vælandi.

Danny Lloyd leikur Danny Torrance sem er frekar merkilegur karakter. Danny er nefnilega skyggn og fáum við að sjá mörg óhugnalegustu atriðin í gegnum hann. Danny hefur alltaf slæma tilfinningu fyrir hótelinu og vill helst ekki fara þangað.

Scatman Crothers leikur kokk hótelsins, Dick Hallorann. Hann er líka skyggn og áttar sig á því að Danny sé það. Hann segir Danny að hann kalli fyrirbærið “to shine” og þaðan hlýtur sagan nafn sitt. Hallorann er þessi sívinsæll pottþétti niggari sem er reddar málunum. Crothers hlaut verðlaun fyrir frammistöðu sína í myndinni.

Blámaðurinn sem reddar hlutunum í bláum jakka

Shining er ein af frægustu myndum sem gerðar hafa verið og ekki er það skrítið. Hún er stútfull af flottum atriðum og ógleymanlegum kvótum. Má þar nefna atriðin þegar Danny endurtekur orðið REDRUM aftur og aftur á mjög krípí hátt, atriðið þegar Jack brýst í gegnum hurð þegar hann reynir að ná til eiginkonu sinnar, gæjist í gegn og segir: “Here’s Johnny!” og svo öll atriðin þar sem að við fáum að sjá sýnir Dannys. Frægust þeirra eru atriðin þegar blóðfoss kemur út úr lyftunni og þegar Danny mætir tvíburasystrunum á göngum hótelsins sem biðja hann um að koma að leika við sig. Algjörlega ógleymanleg atriði sem eru löngu orðin ódauðleg í kvikmyndasögunni.




The Shining er mjög áhugaverð mynd. Skemmtileg saga og óþægileg en þó ógleymanleg atriði mynda mynd sem verður alltaf klassíker í hrollvekjubransanum.

The Aviator



Um helgina horfði ég í annað sinn á myndina The Aviator með Leonardo DiCaprio í aðalhlutverki. Myndin sem er leikstýrt af Martin Scorsese kom út árið 2005 og hlaut hún þá 5 óskarsverðlaun.

The Aviator er í raun ævisaga Auðmannsinns og flugáhugamannsins Howard Hughes. Þegar Howard var ungur strákur átti hann sér stóra drauma eins og flestir litlir strákar. Hann ætlaði að gera flottustu bíómyndirnar, fljúga hraðskreiðustu flugvélunum og vera ríkastur í heimi. Ólíkt mörgum ungum drengjum með óraunhæfar væntingar þá tókst honum nánast að gera alla þessa hluti. Hughes erfði gríðarlega mikla peninga þegar foreldrar hans létust og í stað þess að nýta þá á skynsamlegan máta þá notaði hann þá bara í þá hluti sem honum þóttu skemmtilegir.

Myndin hefst við tökur á flugvélamynd Howards: Hell’s Angels. Við gerð hennar braut Howard allar fyrirfram skrifaðar reglur og var með 25 myndavélar á tökustað sem þótti fáránlegt á þessum tíma. Einnig eyddi hann gríðarlegum fjármunum í það að vera með stóran herflugvélaflota á leigu í einhver ár því að aðeins var hægt að taka upp í skýjuðu veðri (án skýjanna sást ekki hversu hratt flugvélarnar fóru). Á sama tíma og frumsýna átti myndina, sem þá var orðin dýrasta mynd sögunnar, komu kvikmyndir með hljóði til sögunnar. Howard kom því í veg fyrir frumsýninguna og réðist í það stórtæka verkefni að talsetja alla myndina sem kostaði gríðarlega peninga ofaná. Að byrja myndina á þessu sýnir vel hversu stórtækur Howard var og því tilvalið. Myndin stiklar svo á stóru í lífi Howards.

Þú þarft að vera fokking mikill spaði til að ferðast um á sjóflugvél

Ástríða hans í lífinu var flugið og því fjallar meginpartur myndarinnar um það. Hughes gerði marga merka hluti tengda því, sló meðal annars mörg flughraðamet og hannaði stærstu flugvél sem smíðuð hefur verið. Hún var hins vegar smíðuð úr timbri vegna stríðsaðstæðna og flaug aðeins einu sinni.
Howard var mjög sérstakur maður eins og oft vill vera með snillingana. Hann var haldinn hreinlætisáráttu sem ágerðist með aldrinum og varð hann að lokum hálfgeðveikur. Einnig hafði hann mikla fullkomnunaráráttu sem nýttist þó vel við hönnun flugvéla. Þrátt fyrir þetta var Howard mikið kvennagull og var á tímabili giftur kvikmyndastjörnunni Katharine Hephurn.

Aðalleikarinn Leonardo DiCaprio skilar solid frammistöðu í þessari mynd og persónulega finnst mér hann oftast standa sig vel í þeim myndum sem hann leikur í. Cate Blanchett leikur Katharine Hephurn í myndinni og hlaut hún óskarsverðlaunin fyrir leik í aukahlutverki fyrir frammistöðuna. Fleirri frægir leikarar prýða myndina og má þar nefna Kate Beckinsale sem leikur eina af kærustum Howards, John C. Reilly sem fer með hlutverk fjármálastjóra Howards sem fylgir honum í gegnum allt og Alec Baldwin sem leikur Juan Trippe, forstjóra Pan Am og aðal andstæðing Howards. Leikarahópurinn í myndinni er því gríðarlega vandlega valinn og skilar það sér einfaldlega í góðum leik. Því eins og málshátturinn segir: Ráddu góða leikara og fáðu góðan leik bara!

Howard Hughes og Katherine Hephurn á góðri stundu

Sagan gerist á tímum seinni heimsstyrjaldar og er stemmingin í takt við það. Ótrúlega vel tekst að skapa þessa stemmingu með góðum sviðsmyndum, raunverulegum búningum og öllu tilheyrandi. Alltaf gaman að komst inní slíka stemmingu að mínu mati og skemmir tónlistin eftir Howard Shore ekki fyrir því. Merkilegast finnst mér alltaf við svona myndir að sjá allan gamla búnaðinn og flugvélarnar sem virðast fljúga fullkomlega þrátt fyrir aldur. Aðrir tæknilegir hlutar eins og lýsing klipping og hljóð myndarinnar voru barasta góðir eins og við má búast af mynd af þessari stærðargráðu og tók ég sérstaklega eftir því að í nokkrum atriðum myndarinnar mátti sjá nokkuð spes litasamsetningu og lýsingu í takt við það sem skapaði skemmtilega stemmingu. Helsti galli myndarinnar fannst mér vera tölvuteiknuð atriði í miklu magni sem stundum voru ekki alveg nógu samfærandi. Það er samt kannski nokkuð hörð gagnrýni þar sem að ekki var hægt að endurbyggja stærstu flugvél sögunnar úr timbri og líklegast hefur allri bestu tækni verið beitt við vinnsluna.

Ég hef mjög gaman af myndinni The Aviator um Howard Hughes. Mér finnst ótrúlega gaman að fylgjast með þessum unga og efnilega uppfinningamanni sem fékk þetta stóra tækifæri í lífinu til að gera í rauninni hvað sem hann vildi, þótt áhugi minn á flugi og verkfræði spili kannski þar inn í. Helsti galli myndarinnar finnst mér vera lengd hennar en hún er 170 og langdregin á köflum. Allt í allt er þetta þó mjög skemmtileg mynd sem hvetur mann til að láta drauma sína rætast.

Langaði að láta þessa mynd fylgja en hér má sjá stærstu flugvél sem smíðuð hefur verið, Hercules Howards Hughes, henni var þó aðeins flogið einu sinni.

Marley and Me - Hundepísk kómedía!



Það gerðist eitt kvöld. Ég fékk leynilegt símtal frá aðila sem vildi ekki gefa upp nafn sitt. Þessi aðili sagðist geta boðið mér upp á tilboð lífs míns gegn ákveðnum skilmálum sem ekki verða nefndir hér. Hann átti s.s. tvo boðsmiða á stórmyndina Marley and Me sem verið er að sýna í bíóhúsum þessa dagana og skellti ég mér auðvitað.
Ég gekk inn í bíóhúsið með spennu í bland við hræðslu í hjarta. Og svo byrjaði myndin bara. Myndin fjallar um parið John og Jennifer Grogan sem er að reyna að fóta sig í lífinu. Þau gifta sig og flytja til Flórída. Þar fá þau bæði störf sem blaðamenn og lífið leikur við þau. Eftir nokkurn tíma fer Jennifer að langa í barn og John respondear eins og hinn venjulegi karlmaður myndi alltaf gera og kaupir hund, classic! En jæja þau fara og velja hund og þar sem að þau eru ung og fátæk þá velja þau sér ódýrasta hundinn (skil nú ekki alveg af hverju hann var ódýrastur, en kannski sá hundasölukonan það fyrir að hann myndi sökka) og nefna hann í höfuðið á Bob nokkrum Marley. Það kemur þó í ljós að Marley er algjörlega ofvirkur hundur sem að engin leið er að hemja.

Marley reynist vera koltrilltur hundur!

Myndin segir svo frá lífi fólksins með hundinum Marley. Í rauninni gerist ekkert í myndinni. Hún segir bara í stuttu máli frá lífi fjölskyldu í Bandaríkjunum. Þau eignast börn, þau flytja, þau fá nýja vinnu og alltaf er hundurinn Marley með. Þetta concept er sjúklega óferskt og hugmyndasnautt en virðist þó virka ágætlega. Það eru nefnilega endalaust margar fjöldkyldur í heiminum sem eiga hund og það eru einmitt þær sem eru að fylla allar sýningar af Marley and Me úti um allan heim.

Owen Wilson leikur aðalhlutverkið í myndinni og sýnir hann algjörlega nýja hlið á sér…NOT! Kallinn leikur sama karakter og í öllum hinum myndum sínum þótt að hann sé kannski hundaeigandi í staðinn fyrir lúðalegan löggumann. Mótleikari hans er Jennifer Aniston úr Friends en það mætti kannski segja að hún væri búin að ná lengst af Friends sexmenningunum hvað það varðar að losna undan Friends hlutverkinu og fá hlutverk í einhverju öðru. Aðalleikararnir í myndinni eru því útbrunnir grínleikarar. En við hverju á maður að búast þegar maður fer á mynd sem er um hund. Það mætti kannski segja að hundkvikikindið sé bara besti leikari myndarinnar, þar sem hann leikur hund á öllum æviskæðum. Bæði ungan, trilltan og graðan hund og gamlan og latan hund. Epískur leikur hjá hundinum!

Owen Wilson og Jennifer Aniston stóðu sig eins og við mátti búast...

Sýningin sem ég fór á var greinilega sérstök sýning fyrir hundaeigendur. Allir voru gríðarlega spenntir og í hléi voru sagðar ótal sögur af hundum. Ég hef hins vegar aldrei átt hund og fann því ekki til neinnar samkenndar. Það mætti því segja að þetta væri besta mynd í heimi, ef þú elskar hundinn þinn geðveikt mikið. Annars eiginlega bara ekki. Því mæli ég eindregið með Marley and Me fyrir ungar stelpur, Hundafjölskyldur og Guðrúnu Önnu sem hefur mikið dálæti á slæmum myndum.

Monday, March 30, 2009

The Sixth Sense



Það er kannski skandall að segja frá því en um helgina sá ég í fyrsta skipti the Sixth Sence en ég hef nú ágæta skýringu á því. Hún er sú að myndin kom út árið 1999. Það árið var ég aðeins 10 ára að aldri og þar sem að móðir mín var mjög hysterísk á að sýna mér bannaðar myndir fékk ég auðvitað ekki að sjá mynd um strák sem sá dautt fólk. Enginn veit hvernig ræst hefði úr sturlaða barninu Antoni ef hann hafði fengið að sjá ljótar myndir.

Fólkið var í hrollvekjustuði og þegar Bjellan heyrði að kjepps væri ekki búinn að sjá Sixth sence þá tók hann ekki annað í mál en að hún yrði fyrir valinu. Eftir blóðugar ferðir eftir skjásnúrum, hljóðsnúrum og usb-lyklum hófst því glápið og var ég nokkuð spenntur.

Ég verð að viðurkenna að ég vissi ekki boffs um myndina og því kom mér það á óvart þegar ég sá Bruce Willis bregða fyrir á skjánum, en það átti ekki eftir að hafa áhrif. En myndin fjallar jú um Dr. Malcolm Crow sem sérhæfir sig í málum barna. Hann fær í hendurnar mál ungs drengs Cole Sear að nafni en Cole Sear er haldinn ofsahræðslu og minnir hann mikið á gamlan sjúkling. Eftir nokkur dágóð spjöll og sálfræðingatrikk nær Crow því útúr stráksa að hann sjái dáið fólk. Crow sýnir fyrst þau eðlilegu viðbrögð að barnið sé haldið skynvillu og ímyndunarveiki en að lokum sannfærist hann svo með. Þeir vinna svo úr þessu með því að fá Sear til þess að tala við fólkið og þá kemur í ljós að þau vilja honum öll vel.

Ein þeirra fjölmörgu dauðu manneskja sem ástóttu Cole Sear var lítil stúlka sem var drepin af móður sinni. Eftir nokkrar pælingar fannst mér mjög gaman að fatta að hér er á ferðinni unglingastjarnan Mischa Barton sem sló eftirminnilega í gegn í þáttunum O.C. Hér er hún í nokkuð ólíku hlutverki

Eitt feitt sálfræðispjell í gangi

Myndin er byggð upp snjallan máta. Hún hefst á atriði úr fortíðinni þar sem að gamall sjúklingur Crows brýst inn til hans en fer svo inn í nútímann þar sem að hann kynnist Sear. En einkennin á honum svipa mikið til gamla sjúklingins. Myndin endar svo á mjög flotti plotti sem ég held að fæstir geti búist við.
Myndin er ekki þessi hrollvekju/bregðimynd held meira bara skerí. Byggingin upp að því að við fáum að sjá inn í hugarheim Cole Sears er mjög róleg og fáum við ekki að sjá dautt fólk (sem getur oft á tíðum verið mjög ógnvekjandi) fyrr en eftir þónokkuð áhorf en þannig á auðvitað einmitt að vinna mynd eins og þessa. Þ.e. ekki climaxa of snemma, það eyðileggur allt.

Leikur Bruce Willis er barasta fínn í myndinni. Hann bregður sér úr hlutverki Officers John McClane og yfir í hlutver barnasálfræðingsins sem verða að teljast ólík hlutverk og gerir það bara prýðisvel. Crow er doldið þessi know it all gæji en heimur hans hrynur þó algjörlega í lokinn.
Það sem vakti mikla athygli hjá mér var hins vegar leikur Haley Joel Osment sem var aðeins 11 ára gamall þegar myndin kom út en Haley á hreint út sagt stórleik að mínu mati.

Í heildina séð var ég mjög sáttur með myndina. Hún er ekki hrollvekjumynd sem fer út í ruglið heldur frekar e.k. Dulgátumynd. Hún hélt mér sem áhorfanda mjög áhugasömum allan tímann enda byggð upp á frábæran hátt og tel ég að hún hafi átt allar 6 óskarstilnefningar sínar fyllilega skilið.

Múmínálfarnir – Halastjarnan kemur



Eitt kvöld vildi svo til að ég og félagar mínir vorum að leita okkur að einhverju skemmtilegu til að horfa á á meðan við reyktum grasið okkar. Við höfðum horft á Pineapple Express síðustu fimm skipti á undan og vorum orðnir frekar þreyttir á henni. Eftir að hafa leitað óralengi og ekkert fundið ákváðum við að grafa upp gamla kassa með barnamyndum á VHS og búa til nostalgíustemmingu. Eftir nokkra leit og deilur þá stóð valið á milli Alladín og Múmínálfanna og urðu þeir síðarnefndu fyrir valinu.

Svo ég fari með rétt mál þá heitir myndin Múmínsnáðinn og vinir hans – Halastjarnan kemur. Eins og nafnið gefur til kynna þá fjallar myndin um Múmínálfana og það atvik þegar Halastjarnarn kemur. En múmínálfarnir eru stórfurðuleg fyrirbæri sem hinn finski Tove Jansson skapaði (án efa á einhverju trippi enda kom fyrsta bókin um þessar verur út árið 1968…). Múmínálfarnir eru einstaklega óhentugt vaxnir og fella í rauninni þróunarkenningu Darwins á einu bretti því að ekki er að sjá að þeir búi yfir neinum hæfileiku, ekki á sviði hugans og hvað þá líkamans. Þeir ættu því að vera löngu útdauðir en lifa þess í stað hamingjusamir í turnlaga húsinu sínu (greinilega fallísk tilvitnin þar á ferð) í Múmíndal. En álfarnir eru langt því frá að vera einu lífverurnar í dalnum. Þar býr nefnilega fjöldinn allur af stórskrííngilegum karakterum.

Söguþráðurinn í myndinni er eitthvað á þá leið að Halastjarna fer að sjást ískyggilega nálægt jörðinni. Misjafnar eru skoðanir fólks á þessu og segja sumir að hún sé meinlaus á meðan aðrir vilja meina að heimsendir sé í nánd. Eina leið Múmínsnáðans til að fá svar við þessu er að leggja upp í ferðalag í stjörnuskoðunarturn sem er staðsettur langt uppi á fjalli. En hann fer ekki í þessa ferð einn heldur tekur hann með sína bestu vini. Snabba sem er eitthvað óútskýranlegt brúnt, stórt og klunnalegt fyrirbæri og Míu Litlu en þessir tveri karakterar setja stóran svip á söguna. Nafnið Snabbi segir ýmislegt um karakterinn enda algjör lúði, hann er gæjinn sem gerir allt vitlaust, alltaf, allsstaðar. Mía Litla er pínkulítið fyrirbæri og eins og litlu fólki sæmir þá er hún hávær og frek. Hún nærist á því að níðast á Snabba bæði andlega og líkamlega. Við áhorfið áttaði ég mig á því að Mía litla á sér mikla samsvörun í Helgu Hjartardóttur nemanda í kvikmyndafræði sem hefur gaman að því að níðast á lúðum og stóru fólki.
Mía Litla og Helga eru ískyggilega líkar á allan hátt
Þekkti Tove Jansson Helgu Hjartardóttur? Er hann kannski hennar týndi faðir?

Á leiðinni kynnast þremenningarnir nýjum karakter er Snúður heitir. Snúður býr í tjaldi og er algör lífskúnstner. Mikil samsvörun er með honum og Aragorn úr Lord of The Rings myndunum og mætti segja að hann væri Meistari sögunnar. Snúður virðist vita allt og kunna allt og fimm menntaskóladrengir rifust óeðlilega mikið um það hver þeirra væri líkastur honum.

Á leiðinni í stjörnuskoðunarturninn lendir hópurinn auðvitað í hindrunum og ævintýrum og hitta ótrúlegustu verur. Sem dæmi um verur mætti nefna Hattífattana sem eru enn aðrar furðuverurnar.

Hattífattarnir, önnur augljós Fallísk tilvitnun. Þessir bunkar fallískra tilvitnanna hafa verið rótin að miklum umræðum og hafa heilu spjallsíðurnar verið stofanaðar um efnið.

Sagar er jú auðvitað bara eins og flest önnur ævintýri og allt gengur upp í lokinn. Við strákarnir skemmtum okkur dass vel yfir þessu eitursúra barnaefni þrátt fyrir mjög slæm gæði á spólunni sem ollu því að videotækið stoppaði þrisvar sinnum á meðan áhorfinu stóð.

Eftir að hafa horft á myndina núna mörgum árum eftir að ég sá hana síðast þá hef ég öðlast nýjan skilning á henni. Myndin er greinilega ekki bara saklaust barnaefni heldur hörð ádeila á firringu nútímamannsins.

(Tekið skal fram að grasreikingarnar voru uppspuni en það væri þó líklega áhugavert að horfa á þessa mynd undir áhrifum einhvers vímugjafa)

The Thing - The ultimate in alien terror!




Er flytja skyldi fyrirlestur um John Carpenter þá var pæling að horfa á einhverja mynd sem að hann hafði leikstýrt. Eftir mikla umhugsun þá tók ég þá ákvörðun að horfa á The Thing (tekið skal fram að það var nú samt ekki eina Carpender myndin sem ég horfði á) og hefur sú ákvörðun bara skilað mér góðum hlutum í lífinu. Hún hjálpaði mér jafnt með fyrirlesturinn og þegar ég þurfti að berjast við stökkbreyttann hund í fyrradag (gamli fyndni) að því ónefndu að ég gat sleppt kvikmyndafræðitímanum þegar bekkurinn horfði á myndina. Hún hefur s.s. bara skilað mér góðum hlutum og ætti það jú að vera næg ástæða fyrir hvern mann til þess að útvega sér gripinn og skella henni í tækið eitt laugardagskvöld. Eða bara eitthvað annað kvöld, skiptir svosem ekki máli.

Myndin hefst á loftskoti af sleðahundi á hlaupum um snæviþaktar sléttur suðurskautslandsins (mjög flott sena). Á eftir hundinum flýgur þó þyrla með manni innanborðs sem reynir að skjóta hundinn hvað eftir annað. Á upphafsmínútum myndarinnar áttar áhorfandinn sig því á því að alls ekki er allt með feldu. Nema auðvitað þeir áhorfendur sem stunda hundaskotfimi (gamli fyndni). Hundurinn hleypur inn á bandarískt svæði þar sem að “okkar menn” búa. Þyrlumaðurinn sem er norskur tekur ekkert tillit til þess og hættir ekki að skjóta fyrr en “okkar menn” plaffa hann barasta í drasl í sjálfsvörn. “Okkar menn” skilja hvorki upp né niður í hlutunum, blóta Norðurlandabúum í sand og ösku og taka sæta sleðahundinn að sér. En þeir vita ekki hverju þeir eiga vona á. Í ljós kemur að hundurinn er í rauninni enginn venjulegur hundur og ekki einu sinni hundur heldur háþróuð geimvera sem tekur sér bólfestu í líkömum lífvera á jörðinni og DREPUR!!!
Hundurinn alveg við það að rifna í sundur

Senan þar sem að það kemur í ljós er allsvakaleg hvað brellur og blóð varðar. Hundslíkaminn rifnar á einhvern fáránlegan hátt í sundur og geimverufálmarar stingast út í staðinn með meðfylgjandi dágóðum skammti af blóði. Slíkar senur eru í rauninni einkennandi fyrir myndina því að í gegnum hana kemst geimveran inn í líkama margra manna og það endar alltaf á sama veginn. En myndin er talin vera brautryðjendaverk hvað brellur af þessu tagi varðar og er gaman að geta þess að Rob Bottin sem sá um þær var aðeins 22 ára gamall þegar hann hóf vinnu við myndina.
Þessi geimverufaraldur kemur s.s. öllu í uppnám í rannsóknarbúðum BNA á suðurskautslandinu og eftir að flestir eru dauðir annaðhvort af völdum verunnar eða af mannavöldum þá endar myndin þar sem að aðalkarakterinn MacReady og einhverjir nokkrir aðrir eru í algjörri óvissu um framhald sitt. Að mínu mati var sú pæling að skilja áhorfandann eftir með spurningu um framhaldið mjög töff.

Kurt Russel leikur aðalhlutverkið í myndinni, R.J. MacReady sem er aðal rannsóknarstofuspaðinn á Suðurpólnum. Fyrir vinnuna við fyrirlesturinn hafði ég nú varla myndað mér skoðun á þeim manni en núna er ég alveg á því að þessi maður sé heví nett svalur og orsakast það líklega af miklum áróðri frá Pétri Grétarssyni. En það verður bara að segjast eins og er að karakterarnir sem hann hefur leikið í gegnum tíðina eru oftast aðeins of miklir töffarar. Eiginlega á því stigi að þeir eru orðnir of töff og þar með komnir í hring og orðnir semí asnalegir, en samt töff. Hann dansar allavegana á línunni. Ég væri mjög mikið til í að hitta manninn til þess eins að átta mig á því hvort hann hefur alveg húmor fyrir hlutverkum sínum eða taki þessu 100% alvarlega. Russel leikur allavega alveg eins og við má búast í myndinni og gerir það bara nokkuð vel (þ.e. að leika eftir væntingum, ekki að leika).
Aðrir leikarar í myndinni blikna svo mikið í samanburði við Kurt Russel að ég nenni ekki einu sinni að nefna þá á nafni.
Kurt Russel hefur leikið í fjöldanum öllum af Carpenter myndum og er stórmyndin Escape from L.A. ein þeirra þar sem að hann sýnir afbraðgsleik

The Thing reið engum hesti þegar hún kom út enda var það á sama og stórmyndin E.T. kom út. Það þarf hins vegar ekki að þýða neitt. Í heildina séð er the Thing fínasta afþreying. Mikil spenna er byggð upp og hún inniheldur fjöldann allann af scary atriðum. Ég myndi hiklaust mæla með henni við alla nema litlu systur mína.