Ég geri það stundum að ég fer inn á rottentomatoes.com og renni í gegnum myndir sem nýlega eru komnar út. Vel síðan nokkrar myndir sem fá góða dóma og niðurhala þeim (að sjálfsögðu af síðum þar sem að ég get greitt fyrir þær). Die Fälscher var ein af þeim. Ég hef ætlað að blogga um hana í langan tíma en það hefur alltaf dottið upp fyrir.
Myndin er þýsk og kom út árið 2007. Það árið hlaut hún óskarsverðlaunin sem besta erlenda myndin. Handitið að myndinni er unnið upp úr bókinni The Devil’s Workshop eftir Adolf Burger og vann Stefan Ruzowitzky það. Sagan er byggð á raunverulegum atburðum og að mínu mati gerir það myndir ávallt áhrifameiri.
Sagan segir frá seinni heimsyrjöldinni, helförinni og misþyrmingu gyðinga. En á nokkuð annan hátt en myndir á borð við Schindlers list. Hér fáum við að sjá hvernig Þjóðverjarnir nýttu sér mannaflið sem þeir hertóku á fleiri vegu en að láta það vinna skítavinnu. Myndin segir frá einum hluta útrýmingarbúða þar sem að alræmdir falsarar og prentarar voru látnir vinna fyrir Nasistana að því að falsa peninga og önnur gögn.
Myndin segir frá manni að nafni Salomon Sorowitsch sem var talinn einn besti falsari síns tíma. Hún hefst á því að áhorfandanum er sýndur Salomon áður en ósköpin ganga yfir. Hann lifir þá góðu lífi með nóg af (fölsuðum) peningum á milli handanna. En síðan er hann handtekinn fyrir fölsunina og uppruna sinn og færður í útrýmingabúðir. Eftir nokkra veru þar uppgötva yfirmennirnar þar þó hæfileika hans og hann fer að fá ýmis verkefni við málarlist en að lokum er hann fluttur á sérstakt svæði þar sem öll fölsunarstarfsemi Nasistanna fer fram og honum er gefið að hafa yfirumsjón með fölsun á gjaldmiðlum andstæðinganna, pundinu og dollaranaum. Þetta gerðu Nasistarnir bæði til þess að fjármagna heraðgerðir sínar og til þess að leggja hagkerfi andstæðinga sinna í rúst. Myndin segir svo frá því á átakanlegan hátt hvernig Salomon og samstarfsfélagar hans takast á við þetta erfiða verkefni. Því þeir standa í rauninni frami fyrir vali á milli þess að kosta herfarir Nasistanna eða koma í veg fyrir velgengni þeirra með því að falsa ekki gjaldmiðlana.
Salomon Sorowitsch er aðalpersóna myndarinnar og er hann leikinn af Karl Markovics sem fer með hlutverkið af stakri prýði. Sorowitsch er eins og áður segir einn fremsti smyglari síns tíma. Hann hugsar ekki mikið út í það hvað hann er að gera heldur vinnur hann bara vinnuna sína til þess að halda lífi. Það þarf aðra til þess að benda honum á hversu mikil áhrif hann getur haft á framgang stríðsins með því að stoppa fölsunina og áttar hann sig undir lokinn.
Salomon Sorowitsh að störfum, það fór nú í gegnum huga manns nokkrum sinnum í myndinni að ekki væri slæmt að hafa sömu hæfileika og hann í fölsun :)
Ekki er um neinar aðal-aukapersónur að ræða í myndinni en sá karakter sem ég tel að mikilvægast sé að nefna er maður að nafni Adolf Burger, leikinn af August Dieh sem er með Salomon í fölsunarbúðunum. Fyrst um sinn kemur hann manni fyrir sjónir sem frekar leiðinlegur gæji, hann vill koma í veg fyrir að fölsunin gangi upp á meðan allir hinir hugsa bara um að halda lífi. En eftir því sem líður á myndina fer maður að skilja að hann er sá eini af föngunum sem áttar sig á því hversu hrikalegan hlut þeir eru að gera. Hann kemur í lokinn út sem aðalhetja myndarinnar eftir að hafa hindrað framleiðslu á dollaranum í langan tíma og þannig hindrað Nasistana á marga vegu.
Hetja sögunnar: Adolf Burger
Myndin er ein af fáum þýskum myndum sem segja frá Helförinni og þeim ömurlegu hlutum sem fóru fram á þessum tímum. En Þjóðverjar virðast þó vera farnir að horfast meira í augu við þessa skuggalegu fortíð sína. Hún sýnir okkur nýja hlið á starfsemi Nasistanna og verð ég að viðurkenna að margir hlutanna sem Nasistarnir framkvæmdu vekja mikla athygli mína. Tilraunir sem þeir framkvæmdu á fólki voru mjög oft ógeðfelldar en skiluðu sér þó á ýmsan hátt til læknisfræðinnar. Þótt læknunum sem fengu það verkefni að gera Gyðingakonur ófrjóar og voru að bora í þær og ríða þeim til skiptis til að athuga niðurstöðurnar hafi ekki tekist ætlunarverk sitt komust Nasistarnir að ýmsu um heilastarfsemi og annað sem ómetanlegt var fyrir læknisfræðina. Á sama hátt finnst mér sú hugmynd að prenta seðla til þess að rústa hagkerfi andstæðinga sinna í stríði alveg eitursnjöll og sýna hversu rosalegan metnað Nasistarnir höfðu í þessu stríði.
Greinilegt er að Þjóðverjar kunna að búa til bíómyndir því að öllum tæknilegum atriðum er vel staðið. Allt frá handriti til leikara. Upphafs- og lokaatriði myndarinnar ramma hana skemmtilega inn en þar situr Salomon á ströndinni eftir allt og hugsar til baka.
En þó myndin sýni okkur þessa nýju hlið þá er hún ekki frábær og á langt í land með að komast á sama stall og Der Undergang og Schindlers lis. Hún er einfaldlega ekki að sýna áhorfandanum mikið nýtt og ferskt heldur bara sömu söguna af þessum slæmu atburðum í aðeins öðrum búningi.
Ég hef ákveðið að koma út úr skápnum. Ekki með óhefðbundna kynhneigð heldur með tryllta ástríðu mína á dans og söngvamyndum. Ekki dæma mig krakkar, þetta er bara eitthvað sem ég hef alltaf unnið. Kannski spilar stelpulegt uppeldi frá móður minni þar inn í en hana dreymdi alltaf um að eignast stelpu og gaf mér því dúkkur í staðinn fyrir Action Man og lét mig horfa á myndir eins og Sound of Music í stað Rambo seríunnara. Ég átti aldrei tölvuleiki sem barn heldur lék ég mér bara í Barbie.
Mamma að gefa mér jarðaber sem var ein af aðferðum hennar við að "stelpuvæða" mig, ég hef hins vegar verið klipptur út úr myndinni, ég sit hinum meginn við borðið
En nóg af því. Ég sem stór aðdáandi söngvamynda hoppaði hæð mína af gleði og tilhlökkun þegar ég sá myndina High School Musical 3 auglýsta í bíóhúsum um daginn. (Hoppaði kannski ekki alveg hæð mína en allavega svona hálfa og sagði þar að auki:”Tilhlökkin mín til þess að horfa á þessa söngvamynd er allrosasvakaleg”, það var sko ekkert minna en það). Það vakti þó undrun hjá mér að ég hafði aldrei heyrt um mynd eitt og tvö og ákvað ég því að skella mér út á videoleigu og leigja mér High School Musical, númer eitt. Ég sannfærði kærustuna um að þetta væri ðö sjitt og spólunni var skellt í tækið, eftir það var ekki við snúið. Við hrifumst með inn í heim drauma. Heim þar sem að fólk tjáir sig á þann hátt sem að mér er eðlislægastur (þ.e. sönginn) og beitir líkamanum sem verkfæri tjáningar í formi hugljúfra dansspora. Mér fannst eins og ég væri endurfæddur og ég man ég hugsaði: “Þarna á ég heima”.
"Þarna á ég heima"
Þar sem þetta er fyrsta myndin í þríleiknum þá hefst hún á svolítilli kynningu persóna. Aðalpersónurnar Troy Bolton og Gabriella Montez eru bæði stödd á skíðahóteli í Alaska á áramótunum. Troy er kynntur sem körfuboltastrákur en hún sem bókaormur. Í miðju áramótafjörinu er karíókígræjan tekin upp og fólk tekur lagið hægri vinstri. Þegar líða tekur á kvöldið eru þau, sem þekkjast ekkert, fengin til að singja saman. Þau bera sig bæði frekar illa en enda þó með því að singja. Öllum að óvörum þá hafa þau bæði englaraddir. Raddir sem fá mann til þess að hugsa, hugsa um alla þá ást sem umlykur mann mann í heiminum. Þau singja lag með texta sem er eitthvað á þessa leið: “ This is the beginning of something new” sem er auðvitað mjög táknrænn og á fullkomlega við þessa hugljúfu senu. Þau enda kvöldið svo á því að kyssast og kveðjast. Þegar Troy kemur aftur í skólann eftir jólafríið bíður hans óvænt ánægja. Gabriella er búin að skipta um skóla og er núna með honum í skóla. Þrátt fyrir miklar körfuboltaæfingar hans og pressu frá föður hans um að standa sig í því og námsæði hennar þá skrá þau sig í prufur fyrir söngleik skólans. Þar tekur við hörð barátta við “illa” parið í myndinni. Systkinin Sharpay Evans og Ryan Evans sem hafa farið með aðalhlutverk söngleiksins frá því að honum var komið á fótinn. Systkinin reyna að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að Troy og Gabriella taki þátt í prufunum (enda eru þau miklu betri). En allt kemur fyrir ekki og myndin endar á yndisgengnu atriði þar sem Troy og Gabriella fara á kostum í áheyrnaprufum sem allur skólinn fylgist með. Allir er sannfærðir um yfirburði þeirra, meira að segja faðir Troys, körfuboltagúrúinn. Söguþráðurinn er s.s. mjög klassískur og sumir myndu jafnvel kalla hann klisjukenndan. En því er ég algjörlega ósammála. Það er nefnilega stór munur á klassík og klisju og að mínu mati klikkar þessi formúla bara aldrei og gæti ég horft á myndir byggðar upp á þennan hátt endalaust. Því er þetta algjör klassík.
Öllum að óvörum þá hafa þau bæði englaraddir
Aðalpersóna myndarinnar er Troy Bolton. En hann er leikinn af goðinu Zac Efron. Þessi 21 árs strákur hefur sungið og dansað sig inn í hug og hjörtu allra Bandaríkjamanna og er í þann veginn að gera innrás á Íslandsmarkað þar sem að ég er handviss um að hann mun eignast bunkana af aðdáendum á öllum aldri (ég er allavega búinn að skrá mig í 4 aðdáendaklúbba hans). En hæpið í kringum hann er heldur ekki af ástæðulausu. Þessi drengur hefur hæfileika, mikla hæfileika. Þegar ég heyrði rödd hans í fyrsta skipti trúði ég ekki mínum eigin eyrum. Það var sem engill hefði gripið um axlir mínar og fært mig á hvítt ský þar sem að hann syngi fyrir mig á þann allra fallegasta hátt sem hugsast getur. En hæfileikar hans einskorðast ekki bara við sönginn, þó að flestir yrðu nú sáttir við þá hæfileika. Nei, Zac kann sko að dansa eins og atvinnudansari, spila körfubolta eins og NBA-stjarna og þar að auki þá er hann einn fallegasti ungi drengur sem guð hefur skapað og tel ég það mikinn heiður að fá að lifa á hans tíma og líta hann augum. Zac Efron er því fullkominn í hlutverk Troy Bolton. Troy er stjarna í skólanum sínum. Hann er fyrirliði og liðsstjórnandi körfuboltaliðsins og enginn hefur tærnar þar sem hann hefur sporana (as. in sporar á kúrekastígvélum sem komu aftur úr stígvélunum(til að leggja áherslu á hversu miklu framar hann stendur en hinir)) á körfuboltavellinum. Af þessum sökum og vegna ótrúlegs kynþokka hans eru allar stelpur skólans ástfangnar af honum. Troy er s.s þessi íþróttatýpa. Hann veit þess vegna ekki alveg hvernig hann á að hegða sér þegar hann fer að finna fyrir miklum áhuga á söng. En hann kemur þó út úr skápnum með áhuga sinn og á endanum sættast vinir hans á það. Að mínu mati stendur Zac Efron því frábærlega í að túlka þetta kröfumikla hlutverk Troys Bolt og mun hann án efa verða fastur í þessu hlutverki allt líf og aldrei fá hlutverk í öðrum myndum. En það er algjörlega fórnarinnar virði, svo góðar eru þessar myndir.
Sjiiiiittt hvað hann er FALLEGUR
Hin aðalpersóna myndarinnar er Gabriella Montez, leikin af Vanessu Hudgens. Hún fellur auðvitað aðeins í skuggan af Zac Efron en samt sem áður þá er hún líka frábær. Gabriella var þekkt í gamla skólanum sínum sem feimna nördastelpan en ákveður að byrja nýtt líf þegar hún skiptir um skóla. Söng-Líf. Hinn fallegi persónuleiki hennar brýst út og hún fær að blómstra á sviðinu. Hún verður svo ástfangin af Troy og hann ástfanginn á móti, eitthvað sem allar stelpurnar í skólanum öfunda hana af. Vanessa túlka Gabriellu frábærlega. Hún nær algjörlega að sýna okkur persónuþróunina sem Gabriella tekur úr því að vera bara nördagellan og út í það að verða sætasta og hæfileikaríkasta stelpan í skólanum. Gabriella stendur sig því með eindæmumum yndislega.
Oh! Nördadúllustelpan þín:):)
Vert er að fjalla um andstæðinga Troy og Gabriellu, systkininin Sharpay Evans og Ryan Evans. Þau eru söngleikjafrík skólans og klæða sig æðislega. Sharpay stjórnar í þessu systkinasambandi og er hún í rauninni hálfgerð tík við alla. Hún er ofur stelpuleg og gengur nánast alltaf í bleiku og með hárið blásið. Ryan er svolítið eins og dýrið hennar Sharpay. Hún stjórnar honum fullkomlega og gerir hann allt fyrir hana. En Ryan hefur einnig brennandi áhuga á söng dans og er ótrúlega metró týpa. Í myndinni er hann alltaf með höfuðfat og eru þau miseggjandi. Má þar nefna græna alpahúfu og bleika glimmerderhúfu. Systkinin eru nauðsynlegur partur myndarinnar því þau mynda þann ríg og mótsöðu sem hún þarf. En þau tapa auðvitað í lokinn því þannig virkar þetta klassíska konsept.
Evans systkini í sveiflu, hún bleik, hann með hatt..
Myndin er söng og dansamynd og einkennist hún því af söngi og dansi. Þetta kemur frábærlega út og er öll hljóðvinnsla fullkomin. Dansarnir í myndinni eru líka frábærir og þar eru greinilega þaulvanir danshöfundar á ferð enda dansarnir í myndinni kenndir í öllum bestu dansskólum landssins nú þegar. Ekki vantar svo upp á hæfileika leikaranna til að framkvæma sönginn og dansinn. Það sem vakti hvað mesta kátínu hjá mér við áhorf á þessari mynd voru rosalegar þversagnir. Strákarnir í körfuboltaliðinu voru ekki á eitt sáttir við það að fyrirliðinn þeirra væri orðinn einhver söngvarapussi en á meðan þeir voru að messa yfir honum að hætta þessu þá voru þeir kannski dansandi í kringum hann og syngjandi boðskapinn. Þetta þótti mér æðislega mótsagnakennt og hló ég oft dátt.
Þessi mynd hefur allt. Frábæra persónusköpun, geggjaða leikara, gott handrit, frábæra eftirvinnslu og þann kost að þegar maður byrjar að horfa á hana þá veit maður fullkomlega hvað mun gerast og hvernig hún mun enda. En það eru einmitt myndirnar sem mér og fólki eins og mér (svona einfeldingum) líkar best við. Ég er annar maður eftir að hafa horft á þessa epík á sviði söngvamynda og iða í öllum líkamanum af tilhlökkin við að horfa á High School Musical 2 og 3. Ég vona að framleiðslu þessara mynda verði aldrei hætt og mín æðsta ósk er að Zac Efron muni vera að leika í Nursing Home Musical 4 þegar ég verð kominn á elliheimilið.
Enda þetta á myndbandi af lokaatriði myndarinnar. Þarna felldi ég tár.
Horfði á American History X í fyrsta sinn í kvöld, skandall það. En myndin kom út árið 1999 og var tilnefnd til óskarsverðlauna. Henni er leikstýrt af Tony Kaye en handritshöfundur er David McKenna.
Myndin gerist í nútímanum og segir frá Nýnasistum í Bandaríkjunum. Eftir að faðir bræðranna Derek og Danny Vinyard er drepinn af innflytjendum missir eldri bróðirinn, Derek, stjórn á lífi sínu. Hann stofnar samtök um að losa landið við þessa “plágu” innflytjenda sem hann og hreyfingin trúa að séu uppspretta alls ills innan Bandaríkjanna. Þeir brjótast inn í búðir sem innflytjendur reka og berjast um yfirráð svæða við blökkumenn. Harkan nær svo hámarki þegar að Derek kemur að þremur svergingjum fyrir utan húsið sitt um miðja nótt við að að stela bílnum sínum. Hann skýtur þá einn þeirra til bana en þann þriðja drepur hann á mun hrottalegri hátt. Hann dregur hann út á götu og skipar honum að setja tennurnar á gangstéttarkantinn. Síðan sparkar hann af öllu afli aftan á hnakkann á honum. Þetta atriði fannst mér ógeðslega ógeðslegt og er án efa eftirminnilegasta atriði myndarinnar í mínum huga. Eftir þessi morð er hann færður í fangelsi. Myndin segir svo frá því hvernig Derek, sem er klár strákur, áttar sig á því hvað hlutirnir sem hann trúði voru rangir og hvernig hann tekst á við lífið þegar honum er sleppt úr fangelsinu. En þá þarf hann meðal annars að sannfæra litla bróður sinn um að snúa baki við Nýnasistahreyfinguna.
Þetta atriði er vont
Myndin er þó ekki sögð í réttri tímaröð heldur er flakkað fram og aftur í tíma. Ysti tími myndarinnar er tíminn þegar Derek er kominn úr fangelsinu en þess á milli er farið aftur til tímans áður en hann fór inn og á meðan hann sat inni. Þetta er sýnt annað hvort í búningi hugsana Dereks eða sem samtöl á milli Dereks og Danny.
Aðalleikari myndarinnar er Edward Norton sem leikur eldri bróðurinn, Derek. Þegar litið er á útlit hans í öðrum myndum hans þá hefur hann nú kannski ekki þetta týbíska nýnasista útlit, frekar geðveiki glæpamaðurinn útlitið. En fyrir myndina hefur hann greinilega eytt miklum tíma í gimminu, enda helmassaður og þegar hann er búinn að krúnuraka sig, safna skeggi í þennan fína doughnut og tattooera hakakross á brjóstvöðvann þá passar hann fullkomlega inn í hlutverkið. En Derek er eins og fyrr sagði ungur maður sem missti glóruna við það að missa föður sinn. Þegar að hann fer í fangelsi fyrir gjörðir sínar áttar hann sig þó á því að ekki ert hægt að dæma fólk eftir litarhættinum einum og eignast hann besta vin í svörtum manni. Þegar honum er svo sleppt úr fangelsinu breytir hann lífi sínu algjörlega og fer að kenna litla bróður sínum, sem hefur tekið upp nasista siði hans, að allt það sé vitleysa. Edwart Norton er mjög samfærandi í myndinni eins og flestu sem hann hefur tekið sér fyrir hendur að einu atriði undanskyldu. En það er atriðið þegar Danny bróðir hans, hefur verið drepinn og Derek grætur með lík hans í fanginu. Þar þótti mér grátur hans ekki mjög samfærandi. Til gamans má geta að ég las á spjallborði á imdb að Derek væri byggður á alvöru manneskju. Manni sem hefði farið í gegnum sömu hluti og héldi í dag árlega fyrirlestra í gamla skólanum sínum gegn fordómum.
Derek að störfum í fangelsinu, með svarta félaga sínum sem kom vitinu fyrir hann
Bróðir Dereks, Danny, er leikinn af Edward Furlong og fer hann vel með það hlutverk. Danny er yngri bróðir Dereks og lítur því mikið upp til hans. Eftir að Derek hefur stofnað Nasistasamtökin fer Danny að hugsa á sama hátt. Eftir að Derek kemur svo úr fangelsinu er Danny spenntur að fara að lemja útlendinga með honum en verður fyrir vonbrygðum þegar hann áttar sig á því að Derek hefur breyst. Hann sannfærist þó um hinn nýja lífstíl eftir ræðu frá bróður sínum. Myndin er byggð í gruninn í kringum líf Dannys sem er hörkunasisti og hvernig bróðir hans tekst á við það verkefni að forða honum frá svipuðum örlögum og sínum eigin.
Öll vinnsla myndarinnar er til fyrirmyndar enda um fyrsta klassa Hollywoodmynd að ræða. Einn skemmtilegur fítus við hana er að þegar farið er aftur í tímann til tímans áður en Derek fór í fangelsi er myndin svart-hvít, en annars er hún í lit. Þetta hjálpar manni bæði að aðgreina tímana en leggur aðallega áherslu á þau drungalegu atriði sem einkenna fyrra líf Dereks og veldur því að þau verða áhrifameiri.
Í heildina séð er myndin góð að mínu mati. Öll vinnsla er góð, leikarar og stjórnendur standa sig með miklum prýðum en það sem skiptir mestu máli að mínu mati er að sagan er áhugaverð og mjög áhrifamikil og það gerir þessa mynd að einni bestu mynd sem ég hef séð.
Eftir að ég skellti mér á Quantum of Solace síðasta Laugardag ákvað ég í iðjuleysi mínu að horfa á eina gamla bond mynd. Myndin Moonraker varð fyrir valinu og skemmti ég mér stórvel yfir henni. Þó það hafi nú kannski ekki verið vegna mikilla gæða myndarinnar.
Myndin kom út árið 1979, henni er leikstýrt af Lewis Gilbert og leikur “Íslandsvinurinn” Roger Moore James Bond. Moore er að mínu mati einn af betri Bondum en hann er ótrúlega ólíkur Daniel Craig sem hefur farið með hlutverk hans í síðustu tveimur myndum. Moore er róleg týpa enda orðinn 52 ára þegar Moonraker kemur út. Hann er því ekki mikið hlaupandi á eftir gæjum heldur er hann meira í því að læðast aftur að þeim og taka kung-fu högg á þá. Sem er algjör andstæða við Daniel Craig sem gerir ekki annað en að hlaupa um og skjóta allt sem hreyfist. Ólíkar týpur en kemur bæði vel út.
Söguþráður myndarinnar er mega-súr-fáránlegur. Þegar verið er að flytja geimferju sem Nasa var að kaupa af milljónamæringnum Hugo Drax er geimferjunni á ótrúlegan hátt stolið. Bond fer að rannsaka málið og kemst að ýmsu misjöfnu um Drax. Hann kemst að því að Drax stal geimferjunni í rauninni sjálfur og hefur mikil áform á prjónunum. Drax stefnir að því að útrýma manneskjum á jörðinni en rækta í staðinn sinn eigin kynstofn í geimstöð úti í geymi. Þegar myndin er farinn að færast út í geim og maður er farinn að sjá í hvað stefnir þá fer maður að glotta að fáránleikanum, en ég skemmti mér þó bara vel yfir þessu enda tók ég þessu á léttu nótunum. Bond text þó í lokinn að koma í veg fyrir þessi illu áform Drax eins og við mátti búast. Myndin er s.s. ótrúlega klassísk Bondmynd.
Úti í geim var nauðsynlegt að klæðast gulum asnalegum göllum..
Þetta er án efa ein formúlukenndasta Bond mynd sem gerð hefur verið og mætti halda að stundum væri leikstjórinn í rauninni að gera grín að Bond-conceptinu. Þar má nefna atriði þar sem að Bond fer í gegnum hluti bondstúlkunnar (sem einnig er njósnari), finnur út að þeir eru allir vopn og kemur svo með one-linera um það. Eins og: Daily Diary, svo skítur hann pílu úr dagbókinni og segir: rather a Deadly Diary. Aðal andstæðingur Bonds er Drax en undir honum vinna auðvitað menn sem gera skítverkin. Þar á meðal er Jaws sem var karakter í mörgum myndanna. Jaws er risastór maður sem bítur fólk og kemur hann fram í öllum myndunum sem heilalaust og tilfinningalaust drápsvélmenni. Í Moonraker fáum við þó að sjá nýja hlið á honum. Eftir að hafa bitið vír sem heldur kláfi uppi í sundur og rústað nokkrum húsum sér Jaws draumastúlkuna. Það atriði er eitt það fáránlegasta sem ég hef séð. Harðasti maður í heimi sýnir allt í einu á sér nýja hlið og hugljúf tónlist er spiluð undir þegar hann verður ástfanginn við fyrstu sín, vægast sagt mjög áhugavert atriði. Annað sem skemmtilegt er að geta er að flestir vondu kalla myndarinnar eru af erlendu bergi brotnir. T.d. er aðallífvörður Drax lítill, brjálaður kínverji.
Jaws sáttur
Svo ef þú ert í Bondstuði og ert tilbúinn að fá one-linerana í stríðum straumi á móti þér þangað til þú færð mega-kjánahroll þá mæli ég hiklaust með Moonraker. Fólk verður samt að vera í nokkuð góðu stuði til þess að þola hana alveg í gegn ☺
Horfðum á heimildamyndina Triumph des Willens í tíma í dag. Þetta er mynd frá 1935 sem var gefin út í Þýskalandi í þeim tilgangi að auglýsa Hitler og stefnu þýska þjóðernisflokksins. Í rauninni e.k. áróðursmynd. Hún er byggð upp á þann hátt að sýnd eru raunveruleg myndbrot af æðstu stjórnendum stjórnmálahreyfingarinnar. Myndir frá fundum þar sem Hitler, Goebbels og fleiri spaðar halda þrumandi ræður yfir ungmennum landsins og hvetja alla til samstöðu og baráttu þjóðarinnar til mikilla afreka. Ekkert er talað inn á myndina heldur er eina talið í henni ræður mannanna. Þó kemur alltaf texti inn á myndina sem segir áhorfandanum hverjir séu á mynd og hvar þeir séu.
Mjög er áhugavert að sjá þessa mynd á okkar tímum þegar við vitum hvernig þetta allt fór og sérstaklega er gaman að sjá hversu mikið Hitler var hylltur af almenningi hvar sem hann fór.
Annars er myndin engin skemmtimynd. Hún er 110 mínútur sem er að mínu mati allt, allt of langt en kannski var það bara gert til þess að þjappa þessu meira inn í hausinn á fólki. Enda var hálfur bekkurinn farinn að hylla Hitler í lok myndarinnar með viðeigandi handahreyfingum.
Tónlistin í myndinni er rosaleg. Á agalega slæman hátt. Alla myndina er spiluð undir einhvers konar þýsk tónlist sem einkennist af lúðraleik og trommuslætti. Eftir myndina finnst manni maður hafa hlustað á sama lagið allan tímann og langar ekki neitt að hlusta á það aftur. En kannski hefur það verið enn ein heilaþvottaraðferðin enda segja sumir að ef eitthvað er spilað aftur og aftur þá festist það í hugum fólks. Einhvern veginn hefur tónlistin þá átt að hjálpa við að troða boðskapnum inn í hausa fólksins.
Eins og ég segi þá skemmti ég mér ekki við áhorf myndarinnar en þó er ég ánægður að hafa séð hana. Senur þar sem Hitler þrumaði yfir herliðum sínum sitja eftir í huga mínum, enda Hitler enginn vitleysingur þegar áróðurs og ræðulistin á í hlut. Einnig sitja eftir í hug mínum myndir af ótrúlegum fjölda fólks sem hillir þessa menn. Menn sem í dag er litið á sem mestu óþokka nútímasögunnar.
Ég horfði á myndina Lars and the real girl um daginn. Myndinni er leikstýrt af Craig Gillespie en skrifuð af Nancy Oliver en hvorugt þeirra hefur skrifað eða leikstýrt svo stórri mynd áður.
Myndin fjallar um umgan mann að nafni Lars sem býr í bílskúrnum hjá bróður sínum, Gus, og konunni hans í litlu þorpi í Bandaríkjunum þar sem að allir þekkja alla. Hann vinnur á ótrúlega óspennandi skrifstofuvinnustað við eitthvað sem aldrei kemur fram. Samstarfsfélagar hans eru allir megalúðar eins og hann sjálfur og vinna þeir mest lítið. Lars er almennt frekar ófélagslindur og hefur aldrei átt kærustu en einn daginn tilkynnir hann bróður sínum og konu hans að hann hafi kynnst stúlku. Hún sé Brasilískur trúboði og tali því ekki ensku. Einnig sé hún fötluð og geti því ekki gengið. Bróðir hans býður þeim í mat og hann þyggur boðið. En þegar Lars mætir með kynlífsdúkku sem hann nefnir Biöncu með sér í matarboðið og hegðar sér eins og hún sé manneskja þá er þeim öllum lokið. Þau ákveða að leita til heimilislæknisins Dagmar sem einnig er sálfræðingur. Hún greinir Biöncu með of lágan blóðþrýsting og biður Lars því að koma með hana í vikulegar rannsóknir. Í þessum rannsóknum spjallar hún svo við hann til þess að reyna að komast til botns í þessu furðulega máli. Dagmar segir Gus og konu hans Karin að það sé best að þau leiki með og meðhöndli Biöncu sem lifandi manneskju. Myndin fjallar svo á ótrúlega skemmtilegan hátt um hvernig samfélagið tekur þessu öllu. Það kemur þó á daginn að flestir taka þessu vel og í lokinn er Bianca orðin besta vinkona allra bæjarbúanna og farin að taka þátt í öllum þeim félagsstörfum sem eru í boði.
Margar senur á borð við þessa vekja upp mikla kátínu hjá áhorfandanum,
Lars er leikinn af “hjartaknúsaranum” Ryan Gosling sem fór meðal annars með hlutverk Noah Calhoun í ástartryllinum Notebook þar sem hann lék yfir sig ástfanginn mann. Hér leikur hann einnig ástfanginn mann, en þó á annan og undarlegri hátt. Lars er greinilega ekki eins og við flest heldur mikill einfari. Í upphafi myndarinnar vill hann helst vera einn í bílskúrnum sem hann býr í, í stað þess að vera inni í húsinu með bróður sínum Gus og konunni hans Karin. Það verða hins vegar miklar breytingar á líferni hans þegar hann kynnist ástinni, kynlífsdúkkunni Biöncu. Hann er stoltur af kvonfangi sínu og viðvera hennar hjálpar honum að opna sig fyrir öðrum og verða félagslegri. Hann á þó greinilega við einhverja geðveilu að stríða þar sem að það er ekki nú ekki alveg eðlilegt að eiga í ástarsambandi við kynlífsdúkku. Gosling fer mjög vel með þetta hlutverk. Það að leika geðveikan mann vel er erfitt verk en honum tekst svo sannarlega að sannfæra áhorfandann. Einnig langar mig að henda því hér inn að ég var ótrúlega hrifinn að klæðnaði Lars. Hann er alltaf í nýrri prjónapeysu með mögnuðum munstrum á eða einhverjum öðrum megaRetro fötum sem mig langaði að eiga allt!
Gus og Karin eru leikin af Paul Schneider og Emily Mortimer. Þau eru ótrúlega týpískt ungt, amerískt par. Hún er ófríst og snýst líf þeirra því mikið um ófrískuna. En henni þykir sérstaklega vænt um Lars og reynir hvað sem hún getur til þess að fá hann til að spjalla og koma í mat til þeirra í stað þess að hanga einn úti í bílskúr. Þau eru auðvitað sjokkeruð þegar Lars kynnir þeim fyrir Biöncu en vinna vel úr vandanum. Leikararnir standa sig bara nokkuð vel þótt að þetta sé ekki frammistaða sem maður myndi segja “Dúndurtúttur!” við.
Hugmyndin á bakvið myndin er að mínu mati algjör snilld. Þetta er einföld hugmynd en alveg ótrúlega fyndin. Hugmynd sem að öllum hefði getað dottið í hug og filmað því að framleiðsla myndarinnar hefur ekki verið dýr. Myndin er mest megnis tekin upp á heimili Lars og á hinum ýmsu stöðum í bænum og engin áhættu- eða stór atriði eru í henni. Þetta er því allt í senn einföld, sniðug og ódýr hugmynd.
Myndin er fyndin en einnig er hún dramatísk. Handritið er skrifað af kostgæfni og í heildina séð er þetta mjög skondin og hugljúf mynd sem ég mæli með að allir sjái.
Skellti mér á mynd vikunnar, Reykjavík-Rotterdam með Magga á sunnudaginn þar sem að við vorum helmingur mættra nemenda ásamt Sigga Palla.
Þessu bloggi byrjaði ég á um daginn en komst þó ekki lengra en þetta. Ég ætla því að taka upp þráðinn núna og fjalla um myndina og heimsókn leikstjórans í tíma til okkar. Myndinni er leikstýrt af Óskari Jónassyni sem hefur gert stórmyndir eins og Sódóma Reykjavík en einnig mikið af sjónvarpsþáttum á borð við Fóstbræður. Hann skrifaði handritið að myndinni í samstarfi við metsöluhöfundinn Arnald Indriðason sem hefur slegið í gegn með spennusögur sínar á Íslandi sem og erlendis. Samstarf þeirra lítur því ótrúlega vel út á blaði þegar gerð spennumyndar liggur fyrir. Ekki skemmir leikarahópurinn heldur fyrir en í myndinni fara Baltasar Kormákur og Ingvar E. Sigurðsson með aðalhlutverkin og Þröstur Leó, Ólafur Darri og Jörundur Ragnarsson með minni hlutverk ásamt fleirrum. Þarna er s.s. á ferðinni hópur sem kalla mætti landslið Íslenskra leikara dagsins í dag.
Myndin segir frá gamalreyndum íslenskum smyglara að nafni Kristófer sem er hættur allri glæpastarfsemi og reynir að vinna fyrir sér og fjölskkyldu sinni með ýmsum óspennandi vinnum. Honum býðst svo að taka að sér nýtt smyglverkefni og þar sem það gengur illa að láta enda ná saman þá ákveður hann að slá til. Vinur hans Steingrímur sem stóð í smyglinu með honum forðum leggur út fyrir góssinu og Kristófer ræður sig sem aðstoðamann á flutningaskipið Gullfoss. Þegar komið er um borða hittir hann svo gömlu félaga sína og segir þeim frá áformum sínum. Þeim líst ekki vel á málið en fallast þó á að hylma yfir með honum. Kristófer stefnir að því að smygla inn spýra og ætlar að kaupa hann í Rotterdam, þar hefur hann keypt lítinn flutningabíl til þess að geyma varninginn í. Þegar þeir koma til Rotterdam verða þeir að hafa hraðar hendur því skipstjórinn má ekki vita að Kristófer sé farinn frá borði. Myndin segir svo frá því hvernig smyglið fer fram með öllum eðlilegum vandræðum.
Sprengjuatriði í Rotterdam, greinilegt að ekkert var sparað hvað áhættuatrðin varðar
Kristófer er leikinn af Baltasar Kormáki og gerir það með stakri prýði. Karakterinn er fátækur fyrrverandi smyglari sem tók á sig alla sökina í stóru smyglmáli nokkrum árum áður og sat inni í nokkur ár.
Það mætti kannski segja að myndin væri óvenjuleg fyrir íslenska mynd að vera þar sem hér er um að ræða klassíska spennumynd. En ekki einhverja ótrúlega listræna mynd sem fjallar um drykkju og ömurleika lífsins í sveit á Íslandi. Handritið er mjög vel skrifað og heldur söguþráðurinn manni áhugasömum allan tímann. Ekki skemmir svo fyrir að hún endar á óvæntan og fyndinn hátt svo áhorfandinn gengur glottandi út úr bíósalnum.
Að öllum tæknilegum atriðum er vel staðið og kemur hljóð og mynd nánast alltaf vel út. Þó voru sum skot nokkuð skrítin og sem dæmi um það má nefna að krani er notaður við myndatöku í mjög ómerkilegu atriði þegar Kristófer er að keyra inn í innkeyrsluna heima hjá sér. En þar mætti nú bara gefa myndatökumönnum og leikstjóra stig fyrir mikinn metnað í myndatökunni. Eftirminnilegasta atriði myndarinnar er í mínum huga atriðið þegar Gullfoss er að koma til hafnar í Rotterdam og er það sérstaklega skemmtilegt eftir að hafa heyrt Óskar tala um það. Hann sagði okkur að þeir höfðu bara eina tilraun til þess að taka þetta atriði því ekki gátu þeir fengið skipið til að sigla oft til hafnar í Rotterdam. Í atriðinu hafa starfsmenn skipsins skemmt vélina á einhvern hátt til þess að kaupa tíma fyrir Kristófer að fara í land í Rotterdam og kaupa spírann. Skipið lætur því ekki undan stjórn og siglir á ofsahraða til hafnar. Er öll myndataka til fyrirmyndar þar og maður trúir því fullkomlega að þetta sé að gerast þó að Óskar hafi útskýrt að í raun hafi þeir bara hraðað upptökunni mikið til þess að láta þetta líta svona vel út.
Myndin segir á áhugaverðan hátt frá smyglstarfsemi Íslendinga. Öllu stressinu og veseninu sem því fylgir og hversu mikil áhrif það hefur á aðstandendur smyglaranna. Að mínu mati er myndin mjög vel heppnuð og besta íslenska spennumynd sem ég hef séð.
Frá heimsókn Óskars má segja að hann var ótrúlega afslappaður gæji. Sagði okkur frá gerð myndarinnar og var það mjög gaman að fá að sjá hlið leikstjórans á mynd sem maður hafði nýlega séð.
Pétur fór í NEXUS um daginn og sá mynd á einum rekkanum sem hét "REC". Pétur ákvað að taka hana upp þar sem gagnrýnendur voru búnir að lofsyngja hana dável á "coverinu". Orð eins og "The scariest movie you'll ever see" , "A short, terrifying ride" og "HOLY FUUUCKKK!!!!" voru látin fljúga. Aftan á myndinni var lýsing á trailer sem Pétur hafði séð í bíó einni viku áður. Trailer fyrir mynd sem heitir einmitt Quarantine. Pétur varð smá undrandi þar sem sú mynd er á leiðinni í bíó eftir nokkra daga. Pétur spurði einn Úber-1337 NEXUS-nölla hvort hann vissi eitthvað um þessa mynd. Hann sagðist ekki vita neitt nema að þessi mynd væri ársgömul og spænsk.
Einhvern veginn á þennan hátt hófst ævintýri mitt, Péturs og kvikmyndarinnar Rec. Pétur ákvað þó að fjárfesta í myndinni og við horfðum svo á hana í góðum hópi nokkrum dögum síðar. (Vinsamleg athugasemd: það er nauðsynlegt að horfa á þessa mynd í góðum hópi ef þú vilt ekki kúka í þig).
Þessi horfði á REC og kúkaði í sig
Rec er spænsk mynd sem kom út í fyrir sirka ári síðan. Einhverjir frumlegir menn í Bandaríkjunum hafa nú tekið upp á því að endurgera hana alveg eins nema með bandarískum leikurum. Töff þessir kanar, en það segir þó svolítið um gæði hugmyndarinnar á bak við myndina.
Myndin er öll tekin upp í sérstökum stíl. Myndavélin er þáttakandi í atburðarásinni á þann hátt að það er látið líta út fyrir það að að ein persóna myndarinnar taki allt upp. Fólk ætti að kannast við þetta úr The Blair Witch Project og myndinni Cloverfield sem kom nýlega út í Bandaríkjunum. Í þessu tilviki er þetta sett upp þannig að aðalpersóna myndarinnar er ung kona að nafni Ángela Vidal sem sér um þáttarstjórnun spænsks sjónvarpsþáttar. Hún fer að fylgjast með störfum slökkviliðsmanna og fylgir tökumaðurinn henni hvert fótmál. Myndin byrjar rólega þar sem að Ángela tekur viðtöl við nokkra slökkviliðsmenn á næturvakt þar sem þeir bíða eftir að verða kallaðir út. Spennan færist svo í leikinn þegar liðið er kallað út vegna óhljóða sem heyrst hafa frá íbúð í nágrenninu. Ángela og tökumaður hennar stökkva með slökkviliðsmönnunum upp í bílana og keyra af stað. Þegar á staðinn er komið ganga þau upp í íbúðina og þurfa að brjóta upp hurðina því enginn kemur til dyra. Þau ganga inn í myrkvaða íbúðina og mæta að lokum gamalli konu sem lítur mjög illa út. Hún gengur á móti þeim haltrandi en tekur svo kipp, hleypur að fremsta slökkviliðsmanninum og bítur hann í hálsinn. Hún sleppir ekki bitinu og tekur það nokkurn tíma að losa hana af honum. Nú sér fólkið að það er alls ekki allt með feldu í þessari íbúð. Þegar þau koma svo niður úr íbúðinni og ætla að flytja manninum út komast þau að því sér til skelfingar að það er búið að læsa öllum útgönguleiðum hússins og einangra það af lögreglunni. Þau fá engar skýringar og þurfa bara að hanga þarna inni. Brátt fara þó fleirri ógeðfeldir hlutir að gerast og þegar læknir er sendur inn til þeirra kemst fólkið að því að um er að ræða einhverja óþekkta veiru sem gerir það að verkum að fólkið hegðar sér líkt og það sé andsetið og ræðst á allt og alla.
Verið að hakka eina gamla tryllta tussu
Aðalleikkonan Manuela Velasco sem leikur Ángelu stendur sig vel. Karakterinn er ung sjónvarpsgerðarkona sem sér um einhvern ómerkilegan þátt í spænsku sjónvarpi. Hún hagar sér eins og hinn týpíski fjölmiðlamaður og gerir allt til að ná myndum af efninu. Það gerir hana óneitanlega frekar pirrandi karakter en án þess þá yrði myndin jú ekki söm því allt sem við sjáum er það sem myndatökumaðurinn hennar tekur upp.
Ángela ekki alveg að fýla stöðuna sem hún hefur komið sér í
Myndin er stutt eða aðeins um 80 mínútur en það er á engan hátt galli á henni heldur gerir það aðeins að verkum að spennan helst út allan tíman. Myndin er öll mjög dimm og drungaleg og nær tilgangi sínum ótrúlega vel á þann hátt. Ekki skemmir heldur myndatökustíllinn fyrir því hann lætur manni líða mun meira eins og maður sé þáttakandi í atburðarásinni heldur en ef hún væri tekin upp á hefbundinn hátt. Manni bregður ótrúlega oft og hryllir sig þeim mun oftar. Til gamans má geta að Arnór Einarsson neitaði að sitja einn í stól við áhorf hennar því hann var svo hræddur um að einhver myndi koma aftan að honum ☺
Myndin er í heildina algjör háklassa hrollvekju-splatter. Hún byrjar á dularfullan og hrollvekjandi hátt en í lokinn þá hafa karakterarnir misst alla siðferðiskennd og mann langar helst að stökkva sjálfur inn í myndina, taka upp vélsögina og byrja að hakka þetta ógeðslega lið. Þetta er toppmynd sem fær blóðið til þess að frjósa í æðum þínum….
Jæja í dag er 29. október og því kominn tími til að henda inn fyrsta októberblogginu. Þótt fyrr hefði verið :D
Ég horfði á spænsku myndina Tesis um daginn. Það kom skyndilega upp á að ég horfði á myndina með vinum mínum svo ég vissi ekkert hvað ég var að fara út í. En myndin var ágætis afþreying og alltaf skemmtilegt þegar eitthvað sem maður hefur engar væntingar til er svo bara nokkuð gott.
Spænski leikstjórinn Alejandro Amenábar leikstýrði myndinni en hanns skrifaði handritið einnig í samvinnu við Mateo Gil. Hún kom út árið 1996 og er að því sem ég best veit fyrsta mynd Amenábars sem vakti heimsathygli. Í seinni tíð hefur Amenábar svo leikstýrt fleirri frægum myndum eins og Abre los ojos sem Hollywood leikstjórinn Cameron Crowe endurgerði svo undir nafninu Vanilla Sky, The Others og Mar Adentro svo nokkur dæmi séu tekin.
Myndin fjallar um Ángelu sem er ung spænsk stúlka. Hún er í kvikmyndaskóla og er að vinna að verkefni um ofbeldismyndir og hvaða áhrif þær hafa á nútímamanninn. Í rannsóknarferlinu biður hún kennara sinn að taka mynd út af bíómyndasafni skólans. Kennarinn gerir þetta og ákveður að horfa á myndina í bíósal skólans. Ekki vill þó betur til en að daginn eftir finnur Ángela kennarann látinn í bíósalnum. Hún tekur tape-ið og fer með það til skólabróður síns Chema sem hún hefur frétt að hafi mikinn áhuga á grófum myndum. Það kemur í ljós að tapeið inniheldur myndband af hettuklæddum mönnum að pinta unga stúlku til dauða, eða svokallað snuff myndband. Chema áttar sig á því að hann þekkir stúlkuna og að hún sé fyrrverandi nemandi skólans sem hvarf á undarlegan hátt árum áður. Þau hefjast handa í rannsókn málsins sjálf í stað þess að leita til lögreglunnar og beinist rannsókn þeirra í upphafi aðallega að skólabróður þeirra að nafni Bosco. Myndin fjallar svo um það hvernig rannsóknin á málinu leiðir Chema og Ángelu lengra og lengra inn í ógeðslegan heim snuffmyndagerðar þar sem að líf þeirra liggur við á tímabili.
Aðalpersóna myndarinnar er Ángela. Ángela er leikin af Önu Torrent sem ég man ekki eftir að hafa séð leika í neinu öðru. Hún er ósköp venjulega stúlka sem flækist inn í þennan ótrúlega heim snuff mynda og verður næstum því fórnarlamb einnar slíkrar myndar í lokinn. Hún hefur engan áhuga á ofbeldismyndum heldur vinnur hún verkefni sitt í þeim tilgangi að benda fólki á þau skaðlegu áhrif sem þær hafa á umheiminn.
Leikarinn Fele Martínez fer með annað stærsta hlutverk myndarinnar sem félagi Ángelu, Chema. Chema er epískt asnalegur náungi með sítt hár og nördagleraug sem virðist ekki eiga vini innan skólans. Hann á risastórt safn af hryllings-, horbjóðs og dúndurklámmyndum og gæti það spilað inn í það af hverju hann á enga vini… Ángela leitar til hans með mynbandið sem olli dauða kennara hennar og flækist hann þannig inn í rannsókn hennar á málinu. Martínez skilar sínu hlutverki vel en þó er ekki um sérstaklega eftirminnilegan leik að ræða..
Eduardo Noriega leikur Bosco í myndinni en hann lék einnig í mynd Amenábars, Abre los ojos. En þar lék hann aðallhlutverk. Hlutverk Boscos í myndinni er kannski ekki það stærsta en persónan er nauðsynleg fyrir alla framvindu hennar. Hann leikur dularfullan karakter sem Ángelu og Chema grunar að standi á bakvið gerð Snuff myndanna.
Sjúklega heitur gaur
Myndina mætti flokka sem drama eða hryllingsmynd. Í heildina séð er hún ágætis afþreying og myndu einhverjir segja að hún væri vel yfir meðallagi. Allavega alveg ágæt. Myndin byrjar sterkt og pælingin er spennandi en þegar myndin fer að líða undir lokinn og twistið er búið að fara í 5 hringi þá er maður orðinn svolítið þreyttur. Ég hugsaði allavega nokkrum sinnum að nú væri nú ágætt að enda þessa mynd og það væri bara komið gott.
Ætla að skrifa um myndina The French Connection sem kom út árið 1971 og hlaut þá 5 óskarsverðlaun, þ.á.m. sem besta mynd þess árs.
Myndin fjallar um rannsóknarlögreglumennina Jimmy Doyle sem leikinn er af Gene Hackman og Buddy Russo sem leikinn er af Roy Scheider. Þeir eru samstarfsmenn í löggunni og starfa í fíkniefnadeildinni. Eitt kvöld þegar þeir hanga á aðal krimmabarnum í bænum taka þeir eftir óvenjulega mikilli uppivöðslusemi fransks manns sem þeir kannast þó ekki við. Þeir fara að rannsaka mannin nánar og komast að þvi að hann heitir Alain Charnier og er franskur innflytjandi. Yfirmenn lögreglunnar hafa ekki mikla trúa á því að eyða tíma í að eltast við þennan mann enda hefur hann hreina sakaskrá. Á endanum afhjúpa Doyle og Russo þó að Alain Charnier stendur í stóru heróínsmygli í samstarfi við Frakka.
Myndin fjallar svo um það hvernig löggurnar reyna að “busta” frakkana við smyglstörfin. Um miðja mynd hefst ótrúlegur eltingaleikur þar sem að Jimmy Doyle eltir einn frakkanna. Frakkinn hoppar inn í lest en Jimmy keyrir bíl. Þetta atriði tekur hátt í 10 mínútúr og var talið alveg ótrúlegt hérna um árið. Jimmy keyrir á móti umferð og á allt sem á vegi hans verður, með miklum tilþrifum.
Það sem stendur uppúr í myndinni er leikur Gene Hackmans sem lítur út eins og unglamb miðað við það sem við flest þekkjum af honum. Hann var þó 41 árs þegar hann lék í myndinni. Hackman leikur sjálfsöruggan og hrokafullan rannsóknarlögreglumann sem dettur í það á virkum dögum og reynir við allt sem hreyfist. En þegar hann kemst í verkefni sem hann hefur metnað fyrir og trú á setur hann allt í botn og sinnir starfi sínu sem löggi mjög vel. Einkennismerki hans er hattur sem hann gengur með hvert sem hann fer.
Aðalandstæðingur hans, frakkinn Alain Charnier er skemmtilega mikil Andstæða Jimmy Doyles (persónu Hackmans). Hann er virðulegur maður sem kemur vel fyrir og er temmilega jarðbundinn. En hann rekur lítinn veitingastað sem yfirbreiðustarfsemi yfir mikla glæpastarfsemi sína og í rauninni er hann einn stærsti heróíninnflytjandi Norður-Ameríku.
Frakkinn sem selur Charnier heróínið er einnig mjög skemmtileg týpa. Eldri maður sem greinilega býr yfir mikilli reynslu á sviði smigls og annarar ólöglegrar starfsemi. Eftirminnilegt atriði er þegar Jimmy Doyle er að elta hann og hann hefur greinlega áttað sig á því. Frakkinn fer inn á lestarstöð og inn í lest og Jimmy á eftir honum. En áður en lestin fer af stað hoppar frakkinn út og Jimmy á eftir honum. Hann endurtekur þetta nokkrum sinnum en á endanum tekur Jimmy ekki eftir því að hann hafi farið aftur inn í lestina og Frakkinn skilur hann því eftir brjálaðan á brautarpallinum og vinkar honum kaldhæðnislega.
Tónlistin og tæknibrellurnar í myndinni er það sem einna helst kemur upp um aldur hennar. Tónlistin er í skemmtilega gömlum stíl sem svipar nokkuð til hins fræga Jaws stefs og svo með nokkrum háum tónum inn á milli. En tæknibrellurnar einkennast af gerfilegu gerfiblóði og hálflúðalegum barsmíðum.
Sú staðreynd að myndin er byggð á sönnum atburðum gerir hana skemmtilegri að mínu mati og þá sérstaklega sú staðreynd að aðalkrimmi myndarinnar, Frakkinn sem flutti inn dópið, slapp af vetvangi og hefur aldrei fundist síðan.
Persónulega olli myndin mér þó nokkrum vonbrigðum. En ég hafði líka nokkrar væntingar þar sem hún var valin besta mynd ársins þetta árið. Mér fannst sagan ekki vera nógu heilsteipt til þess að halda manni á tánnum allan tímann og margir daufir kaflar koma inn á milli aksjón atriða. Ég tek það þó fram að ég horfði á myndina ótextaða og verður að segjast að Gene Hackman er ekkert að sækjast eftir skýrmælskuverðlaunum fyrir leik sinn í myndinni og gæti það hafa haft áhrif á skoðun mína á myndinni.
Ég horfði á myndina Superbad um daginn. Ég sá hana þegar hún kom út og fannst hún fyndin. Nú gerðist það eiginlega óvart að ég horfði á hana, fjölskyldan var að horfa á hana og ég byrjaði og en gat svo ekki hætt.
Í grunninn er þetta alls ekki nýtt concept. Aðalpersónur myndarinnar eru menntaskólastrákar á sínu síðasta ári í menntaskóla. Strákar sem ekki tilheyra svala genginu í skólanum en reyna allt til þess að fá að ríða áður en þeir komast í Háskóla, því eins og þeir halda fram þá er nauðsynlegt að vera búinn að öðlast reynslu í rúmfræðunum áður en þú kemur í háskóla þar sem tekið verður á því.
Söguþráðurinn er ótrúlega brenglaður. Þetta hefst allt á því að aðalkarakterunum Seth, Evan og Fogell er boðið í party, eitthvað sem gerist alls ekki á hverjum degi. En þar sem Fogell hyggst fá sér fölsuð skylríki seinna um daginn þá tekur Seth að sér að redda áfengi fyrir allt partyið. Myndin fjallar svo á stórkostlegan hátt um alla þá fáránlegu hluti sem henta þá áður en þeir komast að lokum í partyið.
Seth í góðu djelli
Seth, Evan, og Fogell spila mjög jafnstór hlutverk í myndinni og því ekki hægt að kalla einhvern einn aðalpersónu en ég ætla þó að byrja á að fjalla um Seth sem leikinn er af Jonah Hill. Jonah er ungur leikari sem greinilega er á uppleið og hefur hann sést í misstórum hlutverkum í myndum eins og Click, Knocked up og Forgetting Sarah Marshall. Seth er sá heimski í þríeikinu, hann er sá eini sem ekki komst inn í Dartmouth og eyðir stórum hluta síns frítíma í að finna út hvaða klámsíðu hann ætlar að vera áskrifandi að næsta árið. Hann er einnig feiti gæjinn í hópnum og á því erfitt með að næla sér í stúlku en er þó með stærstu yfirlýsingarnar um þau efni.
Evan er án efa skynsami gæjinn í hópnum. Leikinn af góðvini mínum Michael Cera sem einnig lék í Juno eins og kemur fram í bloggi mínu um hana og Arrested Development. Skemmtilegt er að geta þess að karakterinn sem hann leikur hér er mjög líkur bæði karakternum hans í Juno og Arrested og mér finnst hann í rauninni alltaf vera að leika sama strákinn. Hann heldur Seth og Fogell niðri á jörðinni og er límið í þessum vinskap þeirra.
Meistari McLovin í trylltum dansi
Fogell er þriðji maðurinn í þríeykinu. Leikinn af Christopher Mintz-Plasse (haha fáránlegt nafn ☺) sem ég man ekki eftir að hafa séð í öðru kvikmyndaverkefni. Karakter Fogels er þessi vitlausi en samt klári gaur. Gaurinn sem er klár á bókina en ótrúlega mistækur á allt utan hennar og þar að auki Mega-Lúði. Sem dæmi um þetta þá má nefna að þegar hann ákveður að fá sér fölsuð skilríki þá velur hann sér ekki eitthvað eðlilegt nafn eins og John heldur nafnið McLovin og ekkert eftirnafn! Atriðið þegar hann sýnir vinum sínum nýju skilríkin sín, ótrúlega stoltur, er mjög eftirminnilegt og er þetta McLovin grín strax orðin alger klassík. Fogell er gæjinn sem tekst að klúðra öllu en er þó heppinn í myndinni.
Skemmtilegustu karakterar myndarinn eru þó lögregluþjónarnir Officer Slater-Bill Hader og Officer Michaels leiknir af Bill Haden og Seth Rogen. Leikurunum sem hafa leikið í knocked up, sarah marshall, Tropic Thunder, Pineapple Express og mörgum öðrum stærstu grínmyndum síðustu ára. Í Superbad leika þeir þetta löggupar sem er orðið frekar þreytt á vinnunni sinni. Þegar þeir rekast svo á Fogell í dulargervi McLovins að gera tilraun til að kaupa áfengi ákveða þeir að taka hann undir sinn verndarvæng. Saman gera þeir fáránlegustu hluti þar sem að þeir sýna enga ábyrgð á neinn hátt sem löggæslumenn. Ómissandi par sem þeir félagar leika á ógleymanlegan hátt.
Í mínum huga eru höfundar Superbad komnir í sérflokk í grínheimi dagsins í dag. Þeir hafa skrifað eða komið á annan hátt að öllum bestu grínmyndum síðustu ára og virðast ekkert ætla að hætta að dæla út efni. Að mínu mati er Superbad þó besta mynd þeirra síðustu árin. Því þó svo hún byggi á ótrúlega klassískri hugmynd þá er einhver auka neysti sem þeir ná að glæða myndinni sem gerir hana að frábærri grínmynd.
Ég ætla að skrifa um myndina Juno sem var tilnefnd til Óskarsverðlaunanna sem besta mynd. Ég sá myndina fyrst síðasta vor en ákvað að horfa á hana aftur. Í fyrra skiptið sem ég horfði á hana þótt mér hún skemmtileg en ég skemmti mér jafnvel betur núna. Ég horfði á hana einn og heyrði því örugglega allt sem að allir sögðu og það bætti myndina þónokkuð því mikið er um brandara í myndinni sem maður fattar eða heyrir ekki nema maður hlusti vel.
Myndin fjallar um hina 16 ára gömlu Juno MacGuff sem verður ólétt eftir að hafa sofið hjá í fyrsta sinn með besta vini sínum, Paulie Bleeker. Juno stendur því frami fyrir þeirri stóru ákvörðun um hvað skuli gera í þessu máli. Hún ákveður að eiga barnið og gefa það til ættleiðingar og finnur par sem virðist vera áhugasamt um ættleiðingu í smáauglýsingum dagblaðsins. Myndin fylgir meðgöngunni eftir og sýnir frá þeim vandamálum sem myndast við að tvinna líf 16 ára gamallrar stúlku og meðgöngu saman.
Aðalpersóna myndarinnar er Juno, leikin af Ellen Page. Hún er ótrúlega afslöppuð og áhyggjulaus 16 ára stelpa. Gengur í strákalegum fötum, reykir pípu (eða gengur allavega um með hana í munninum, kannski bara uppá lúkkið) og spilar á gítar í hljómsveit með besta vini sínum, Paulie. Þegar hún kemst að því að hún sé barnshafandi vakna þó upp hjá henni ýmsar áhyggjur eins og hvort hún eigi að fara í fóstureyðingu og hvernig hún eigi að segja pabba sínum og stjúpmömmu sinni frá þessu. Hún er mjög skemmtileg týpa og á mörg gullkorn í myndinni. Sem dæmi um þetta ávarpar hún alla sem Dude og er það einkar skemmtilegt þegar hún spjallar við bestu vinkonu sína sem er algjör gelgja. Juno tekst ótrúlega vel á við meðgönguna og er hæfilega afslöppuð með þetta allt saman.
Paulie Bleeker er pabbi barnsins og besti vinur Juno. Leikinn af Michael Cera sem að einhverjir þekkja úr þáttunum Arrested Development og myndinni Superbad. Michael leikur mjög svipaðan karakter í Juno og hann gerir í Arrested og Superbad, frekar feiminn og kláran strák. Svona semí nörda. Paulie er skotinn í Juno en hans grunnhyggnu móður líkar ekki vel við hana “She’s just different” eins og hún segir. Paulie er þó það sjálfstæður að hann lætur sér fátt um finnast um þetta þvaður í móður sinni.
Parið sem vill ætleiða barnið heita Vanessa (Jennifer Garner) og Mark (Jason Bateman) Bateman. Á yfirborðinu eru þau aðeins vel stætt ungt par sem býr í snyrtilegu bandarísku hverfi en eftir því sem á líður á myndina komumst við þó að því að þau eru ólík. Vanessa er algjör snyrtipinni sem þráir að verða móðir. Mark þráir aftur á móti ekki jafn mikið að eignast barn og er mun afslappaðri týpa. Spilaði á sínum yngri árum í hljómsveit og á sér enn þann draum að verða frægur tónlistarmaður.
Pabbi og stjúpmamma Juno heita Bren (Allison Janney) og Mac MacGuff (J.K. Simmons). Mac MacGuff er skemmtilega leikinn af Simmons sem miðaldra karl sem hefur algjörlega fundið sig við sölu á loftræstingarkerfum. Á skemmtilega línu í myndinni þegar Vanessa spyr: “Have you ever felt like you’re just borne to do something” og hann svarar mjög ákveðinn: “Yes, heating and air conditioning and”. Þrátt fyrir einfaldleika hans og sterk viðbrögð þegar Juno opinberar fyrir honum að hún sé ólétt þá tekur hann sig saman í andlitinu og styður ótrúlega vel við bakið á henni.
Það sem gerir myndina einkar skemmtilega eru ýmsar pælingar og línur sem aðalpersónan kemur með. Sem dæmi um pælingu má nefna það af hverju fullorðið fólk tali svona mikið um að vera “sexually active” og hvað það þýði eiginlega. En svo eru það litlu brandararnir sem maður verður að hlusta eftir eins og þegar Juno er að verja Paulie sinn Bleeker fyrir pabba sínum og stjúpmömmu sem telja hann vera frekar mikinn aumingja og segir: “He actually is really good in uumm Chair”. Því þau gerðu það í stól. Erfitt að útskýra en mjög fyndið við áhorf.
Tónlistin í myndinni er frábær og á ótrúlega vel við hana á allan hátt. Hún einkennist af hráum gítarslætti og söng og er aðallag myndarinnar ótrúlega gott dæmi um þetta. (http://radioblogclub.com/open/114779/anyone_else_but_you/Moldy_Peaches_-_Anyone_Else_But_You) Einnig prýða myndina lög eins og Piazza, New York Catcher með Belle & Sebastian. Mæli eindregið með því að allir eignist diskinn með tónlist myndarinnar á einn eða annan hátt enda mikil feelgood tónlist eins og myndin. (http://thepiratebay.org/torrent/4296996/Juno_Soundtrack_2008_DrApeXi)
Myndin fjallar á ótrúlega skemmtilegan hátt um það hvernig svo ung stelpa tekst á við svona stóran hlut sem að eiga barn er. Þetta er ein mesta feelgood mynd sem ég hef séð. Svo ef þú hefur ekki séð hana og langar í ótrúlega afslappað og hugljúft kvöld yfir mynd þá mæli ég eindregið með Juno. Þetta er pottþétt mynd sem ég mun horfa á í þriðja og fjórða sinn.
Föstudaginn fyrir frekar löngu heimsótti ég Shorts and docs kvikmyndahátíðina aftur. Þótt það sé mjög langt síðan þá ákvað ég nú samt að setja þetta blog inn. Á dagskrá voru 3 heimildamyndir. Sýning myndanna hófst hálftíma of seint svo að áður en myndirnar byrjuðu hafði ég hlaupið inn í salinn og haldið að ég væri of seinn. Ég skildi auðvitað ekki upp né niður í myndinni sem var til sýningar enda passaði hún engan veginn við lýsingarnar á þeim myndum sem ég hafði ætlað að sjá. Komst þó fljótlega að því að ég var að horfa á endinn á 2 tíma langri mynd og flýtti mér því út. Skemmtileg byrjun á kvöldi.
Fyrst á dagskrá var myndin Hið hreina sigrar allt eða Purity beats everything. Dönsk heimildamynd leikstýrð af Jon Ban Carlsen. Myndin fjallaði um tvo Dani sem lifðu af útrýmingarbúðirnar í Auschwitz. Var myndin byggð upp sem nokkuð klassísk heimildarmynd með viðtölum við fólkið og þess á milli voru spiluð myndbrot frá útrýmingarbúðunum. Myndin skilaði sínum tilgangi á ágætan hátt, sem var að sýna fólki stemminguna sem ríkti í búðunum, leifa fólki að kynnast eftirlifendum þessara hörmunga og sjá hversu mikið þessi lífsreynsla breytti lífi þeirra. Myndin hafði kannski önnur áhrif á mig en aðra því ég kom í Auschwitz í fyrra og hef því séð hlutina sem fólkið talaði um. Í heild er myndin ágæt en óskiljanleg myndskot af þvottasnúru kvikmyndargerðarmannsins og af honum að drekka kaffið sitt inn á milli atriða þóttu mér nú frekar asnaleg og tilgangslaus.
Næst á dagskrá var mynd um mann, mjög feitan mann. Hún bar þó nafnið Fuglarnir eru hljóðir í skóginum eða Die Vögelein schweigen im Walde eða The Birds Are Silent in the Forest. Myndin byrjaði á skoti af manninum sofandi í rúmi sínu. Myndavélin fylgdi manninum svo fram úr rúminu og inn í eldhús þar sem að hann snæddi morgunmat með móður sinni. Hvorugt segir neitt og virðast þau bæði vera ískyggilega þunglind. Maðurinn fer svo til vinnu á lager þar sem að hann sér um næturvaktina, ekki til að ýta undir lífsgleði hans. Að lokum er hann sýndur við iðkun aðaláhugamáls síns, skotveiða. Hann gengur um skóginn með byssuna sína og skýtur dádýr. Eftirminnilegasta atriði myndarinnar er að mínum mati þegar maðurinn skoðar myndaalbúm sem hann geymir í veiðikofanum. Myndaalbúmið er fullt af myndum af dauðum dádýrum og virðist þetta vera það eina sem gleður manninn í gegnum myndina. Ekki er um hefðbundna heimildamynd að ræða þar sem að enginn sögumaður segir söguna og engin viðtöl eru tekin. Þema myndarinnar var greinilega firring nútímamannsins enda um einstaklega firrtan einstakling að ræða og markmið kvikmyndagerðarmannsins að vekja nútímafólk upp frá værum blundi firringar… En án gríns þá skil ég engan veginn hvað vakti fyrir belgíska leikstjóranum Tim De Keersmaecker með gerð myndarinnar enda er um ótrúlega óvenjulega og óáhugaverða mynd að ræða.
Aðalpersónu myndarinnar svipaði mjög til þessa manns
Síðasta myndin fjallaði um heyrnarlaus börn og bar nafnið Þögn í háværum heimi eða Silence in a Noisy World. Áhorfandanum var sýnt inn í líf barna sem lifa og læra saman á heimili fyrir heyrnarlaus börn í Egyptalandi. Kannski var það einungis vegna áhugaleysis míns en mér fannst myndin aldrei komast á neitt flug. Þetta voru aðeins random skot af börnunum á heimilinu við hinar ýmsu iðjur. Þau borðuðu matinn sinn, þau fóru í talkennslu, þau fóru að sofa. Myndin var þó hugljúf en einfaldlega of hæg og leiðinleg.
Í heildina séð var þessi sýning frekar óspennandi. Fyrsta myndin stóð þó upp úr sem skásta myndin og uppákoman í upphafi ferðarinnar þegar ég settist inn á vitlausa bíómynd ☺
Eftir fyrsta kvikmyndafræðitímann skelltum við okkur nokkrir strákar á fjórar íslenskar stuttmyndir. Þetta voru myndirnar: Magapína, Ketill, Heimildamynd um Svein Kristján Bjarnason eða Holger Cahill og Kjötborg. Myndirnar voru mjög ólíkar og höfðu ótrúlega mismikið skemmtanagildi.
Myndin magapína fjallaði um kúnna Bröndu sem hafði ánetjast plasti. Í lýsingunni í bæklingnum hafði skipuleggjendum hátíðarinnar tekist að gera myndina áhugaverða en annað kom þó á daginn. Hún byrjaði á því að rödd manns heyrðist tala í nokkurn tíma um mengun í heiminum og hvaða áhrif það hefði á hann. Síðan tók myndin sjálf við og verð ég að segja að hún olli mér miklu vonbrigðum. Myndin hefði í rauninni getað verið kennslumyndband í dýralækningum því að aðeins var sýnd léleg upptaka af því þegar dýralæknir skar gat í beljuna, tróð hendi sinni inn í hana og togaði út endalaust plastdrasl sem beljan hafði étið. Svo var saumað fyrir og ahh bú. Frekar aum mynd að mínu mati. Ekki mikið virtist vera lagt í neinn hluta hennar og söguþráður var enginn.
Næsta mynd á dagskrá var myndin Ketill. Myndin fjallaði um þennan áhugaverða mann Ketil sem er eins og hann orðaði það sjálfur “bara grallari úr Reykjavíkinni”. Fylgst var með honum við hinar ýmsu iðjur, s.s. að tala við fugla og að sýna krökkum misheppnuð töfrabrögð. Maðurinn er þó ótrúlega hlýr og góður í gegnum öll skringilegheitin. Myndina mætti flokka sem heimildamynd þar sem að skiptast á viðtöl við Ketil sjálfan og myndbrot af honum. Að mínu mati var myndin of löng og hélt mér ekki spenntum allan tímann en ef á heildina er litið er hún skemmtileg hugmynd sem ágætlega var unnið úr.
Þriðja myndin á dagskrá var heimildamynd um Svein Kristján Bjarnarson eða Holger Cahill, Vesturíslending sem fluttist til Ameríku aðeins tveggja ára gamall. Skiljanlega er ekki til myndefni í heila kvikmynd um Svein svo að myndin er byggð upp á þann hátt að sögumaður segir sögu hans, viðtölum við fjölskyldu hans og vini er skotið inn í og ljósmyndir látnar rúlla ásamt nokkrum kvikmyndabrotum. Þetta form getur hentað ágætlega í svona myndum og kom í raun ágætlega út. Myndin var þó að mínu mati allt of löng og lá við að ég sofnaði á köflum. En henni til varnar þá er myndin ennþá í vinnslu og vona ég að framleiðendurnir klippi hana allrækilega til áður en að þeir sýna hana á öðrum vettvangi.
Síðasta mynd kvöldsins bar nafnið Kjötborg eftir samnefndri verslun í Reykjavík. Myndin fjallar um daglegt líf í versluninni en Kjötborg er ein af fáum hverfisverslunum sem lifa enn þann dag í dag. Kjörorð verslunarinnar eru: “Kjötborg, hér fæst allt” og á það ágætlega við. Þarna fást ótrúlegustu hlutir en einnig eru kúnnarnir á alla vegu og fáum við að kynnast nokkrum þeirra betur. Sérstök stemming ríkir á svæðinu þar sem að persónuleg tengsl myndast á milli búðareigendanna og viðskiptavinanna. Myndinni tekst mjög vel að fanga þá stemmingu sem ríkir í kringum þessa litlu búð og er sérstaklega skemmtilegt að sjá frá sambandi verslunareigendanna við nokkra af fastakúnnum sínum sem þeir afhenda mat inn um gluggann og þekkja í raun ótrúlega vel. Þetta er eina af þessum feelgoodmyndum og hún fékk mig, Garðbæinginn, til þess að hugsa hvort það væri nú ekki gott að búa í Reykjavíkinni. Finnst að kvikmyndagerðamennirnir (eða konurnar) eigi hrós skilið fyrir skemmtilega hugmynd sem þær framfylgdu vel og á skemmtilegan hátt.