Eftir að ég skellti mér á Quantum of Solace síðasta Laugardag ákvað ég í iðjuleysi mínu að horfa á eina gamla bond mynd. Myndin Moonraker varð fyrir valinu og skemmti ég mér stórvel yfir henni. Þó það hafi nú kannski ekki verið vegna mikilla gæða myndarinnar.
Myndin kom út árið 1979, henni er leikstýrt af Lewis Gilbert og leikur “Íslandsvinurinn” Roger Moore James Bond. Moore er að mínu mati einn af betri Bondum en hann er ótrúlega ólíkur Daniel Craig sem hefur farið með hlutverk hans í síðustu tveimur myndum. Moore er róleg týpa enda orðinn 52 ára þegar Moonraker kemur út. Hann er því ekki mikið hlaupandi á eftir gæjum heldur er hann meira í því að læðast aftur að þeim og taka kung-fu högg á þá. Sem er algjör andstæða við Daniel Craig sem gerir ekki annað en að hlaupa um og skjóta allt sem hreyfist. Ólíkar týpur en kemur bæði vel út.
Söguþráður myndarinnar er mega-súr-fáránlegur. Þegar verið er að flytja geimferju sem Nasa var að kaupa af milljónamæringnum Hugo Drax er geimferjunni á ótrúlegan hátt stolið. Bond fer að rannsaka málið og kemst að ýmsu misjöfnu um Drax. Hann kemst að því að Drax stal geimferjunni í rauninni sjálfur og hefur mikil áform á prjónunum. Drax stefnir að því að útrýma manneskjum á jörðinni en rækta í staðinn sinn eigin kynstofn í geimstöð úti í geymi. Þegar myndin er farinn að færast út í geim og maður er farinn að sjá í hvað stefnir þá fer maður að glotta að fáránleikanum, en ég skemmti mér þó bara vel yfir þessu enda tók ég þessu á léttu nótunum. Bond text þó í lokinn að koma í veg fyrir þessi illu áform Drax eins og við mátti búast. Myndin er s.s. ótrúlega klassísk Bondmynd.
Úti í geim var nauðsynlegt að klæðast gulum asnalegum göllum..
Þetta er án efa ein formúlukenndasta Bond mynd sem gerð hefur verið og mætti halda að stundum væri leikstjórinn í rauninni að gera grín að Bond-conceptinu. Þar má nefna atriði þar sem að Bond fer í gegnum hluti bondstúlkunnar (sem einnig er njósnari), finnur út að þeir eru allir vopn og kemur svo með one-linera um það. Eins og: Daily Diary, svo skítur hann pílu úr dagbókinni og segir: rather a Deadly Diary. Aðal andstæðingur Bonds er Drax en undir honum vinna auðvitað menn sem gera skítverkin. Þar á meðal er Jaws sem var karakter í mörgum myndanna. Jaws er risastór maður sem bítur fólk og kemur hann fram í öllum myndunum sem heilalaust og tilfinningalaust drápsvélmenni. Í Moonraker fáum við þó að sjá nýja hlið á honum. Eftir að hafa bitið vír sem heldur kláfi uppi í sundur og rústað nokkrum húsum sér Jaws draumastúlkuna. Það atriði er eitt það fáránlegasta sem ég hef séð. Harðasti maður í heimi sýnir allt í einu á sér nýja hlið og hugljúf tónlist er spiluð undir þegar hann verður ástfanginn við fyrstu sín, vægast sagt mjög áhugavert atriði. Annað sem skemmtilegt er að geta er að flestir vondu kalla myndarinnar eru af erlendu bergi brotnir. T.d. er aðallífvörður Drax lítill, brjálaður kínverji.
Jaws sáttur
Svo ef þú ert í Bondstuði og ert tilbúinn að fá one-linerana í stríðum straumi á móti þér þangað til þú færð mega-kjánahroll þá mæli ég hiklaust með Moonraker. Fólk verður samt að vera í nokkuð góðu stuði til þess að þola hana alveg í gegn ☺
1 comment:
6 stig.
Post a Comment