Horfði á American History X í fyrsta sinn í kvöld, skandall það. En myndin kom út árið 1999 og var tilnefnd til óskarsverðlauna. Henni er leikstýrt af Tony Kaye en handritshöfundur er David McKenna.
Myndin gerist í nútímanum og segir frá Nýnasistum í Bandaríkjunum. Eftir að faðir bræðranna Derek og Danny Vinyard er drepinn af innflytjendum missir eldri bróðirinn, Derek, stjórn á lífi sínu. Hann stofnar samtök um að losa landið við þessa “plágu” innflytjenda sem hann og hreyfingin trúa að séu uppspretta alls ills innan Bandaríkjanna. Þeir brjótast inn í búðir sem innflytjendur reka og berjast um yfirráð svæða við blökkumenn. Harkan nær svo hámarki þegar að Derek kemur að þremur svergingjum fyrir utan húsið sitt um miðja nótt við að að stela bílnum sínum. Hann skýtur þá einn þeirra til bana en þann þriðja drepur hann á mun hrottalegri hátt. Hann dregur hann út á götu og skipar honum að setja tennurnar á gangstéttarkantinn. Síðan sparkar hann af öllu afli aftan á hnakkann á honum. Þetta atriði fannst mér ógeðslega ógeðslegt og er án efa eftirminnilegasta atriði myndarinnar í mínum huga. Eftir þessi morð er hann færður í fangelsi. Myndin segir svo frá því hvernig Derek, sem er klár strákur, áttar sig á því hvað hlutirnir sem hann trúði voru rangir og hvernig hann tekst á við lífið þegar honum er sleppt úr fangelsinu. En þá þarf hann meðal annars að sannfæra litla bróður sinn um að snúa baki við Nýnasistahreyfinguna.
Þetta atriði er vont
Myndin er þó ekki sögð í réttri tímaröð heldur er flakkað fram og aftur í tíma. Ysti tími myndarinnar er tíminn þegar Derek er kominn úr fangelsinu en þess á milli er farið aftur til tímans áður en hann fór inn og á meðan hann sat inni. Þetta er sýnt annað hvort í búningi hugsana Dereks eða sem samtöl á milli Dereks og Danny.
Aðalleikari myndarinnar er Edward Norton sem leikur eldri bróðurinn, Derek. Þegar litið er á útlit hans í öðrum myndum hans þá hefur hann nú kannski ekki þetta týbíska nýnasista útlit, frekar geðveiki glæpamaðurinn útlitið. En fyrir myndina hefur hann greinilega eytt miklum tíma í gimminu, enda helmassaður og þegar hann er búinn að krúnuraka sig, safna skeggi í þennan fína doughnut og tattooera hakakross á brjóstvöðvann þá passar hann fullkomlega inn í hlutverkið. En Derek er eins og fyrr sagði ungur maður sem missti glóruna við það að missa föður sinn. Þegar að hann fer í fangelsi fyrir gjörðir sínar áttar hann sig þó á því að ekki ert hægt að dæma fólk eftir litarhættinum einum og eignast hann besta vin í svörtum manni. Þegar honum er svo sleppt úr fangelsinu breytir hann lífi sínu algjörlega og fer að kenna litla bróður sínum, sem hefur tekið upp nasista siði hans, að allt það sé vitleysa. Edwart Norton er mjög samfærandi í myndinni eins og flestu sem hann hefur tekið sér fyrir hendur að einu atriði undanskyldu. En það er atriðið þegar Danny bróðir hans, hefur verið drepinn og Derek grætur með lík hans í fanginu. Þar þótti mér grátur hans ekki mjög samfærandi. Til gamans má geta að ég las á spjallborði á imdb að Derek væri byggður á alvöru manneskju. Manni sem hefði farið í gegnum sömu hluti og héldi í dag árlega fyrirlestra í gamla skólanum sínum gegn fordómum.
Derek að störfum í fangelsinu, með svarta félaga sínum sem kom vitinu fyrir hann
Bróðir Dereks, Danny, er leikinn af Edward Furlong og fer hann vel með það hlutverk. Danny er yngri bróðir Dereks og lítur því mikið upp til hans. Eftir að Derek hefur stofnað Nasistasamtökin fer Danny að hugsa á sama hátt. Eftir að Derek kemur svo úr fangelsinu er Danny spenntur að fara að lemja útlendinga með honum en verður fyrir vonbrygðum þegar hann áttar sig á því að Derek hefur breyst. Hann sannfærist þó um hinn nýja lífstíl eftir ræðu frá bróður sínum. Myndin er byggð í gruninn í kringum líf Dannys sem er hörkunasisti og hvernig bróðir hans tekst á við það verkefni að forða honum frá svipuðum örlögum og sínum eigin.
Öll vinnsla myndarinnar er til fyrirmyndar enda um fyrsta klassa Hollywoodmynd að ræða. Einn skemmtilegur fítus við hana er að þegar farið er aftur í tímann til tímans áður en Derek fór í fangelsi er myndin svart-hvít, en annars er hún í lit. Þetta hjálpar manni bæði að aðgreina tímana en leggur aðallega áherslu á þau drungalegu atriði sem einkenna fyrra líf Dereks og veldur því að þau verða áhrifameiri.
Í heildina séð er myndin góð að mínu mati. Öll vinnsla er góð, leikarar og stjórnendur standa sig með miklum prýðum en það sem skiptir mestu máli að mínu mati er að sagan er áhugaverð og mjög áhrifamikil og það gerir þessa mynd að einni bestu mynd sem ég hef séð.
(500 Maggastig?)
Derek:"Svertingjar eru líka fólk sko"...
1 comment:
Flott færsla. 8 stig.
Post a Comment