Horfðum á myndina Hold Up Down (Hôrudo appu daun) einhvern tímann um daginn.
Siggi Palli varaði okkur við því að fyrri hluti myndarinnar væri góður en sá seinni væri frekar slappur og það voru orð með sönnu.
Myndin byrjar á því að tveir ungir menn í jólasveinabúningum fremja mjög óskipulagt rán í banka. Allt fer í fokk þegar að bíllinn þeirra hverfur og við tekur ein tilviljanakenndasta og klikkaðast atburðarás sem ég hef séð í bíómynd. Ræningjarnir hitta hippa sem spilar á gítar fyrir peninga í metroinu og hann flækist inn í málið á hinn ótrúlegasta hátt. Síðan blandast fleirri og fleirri karakterar inn í myndina eftir því sem á líður. Spilltir lögregluþjónar sem elta þjófana, trúaður maður í sjálfsmorðshugleiðingum sem heldur að hippinn sé jesús og margir aðrir ótrúlegir karakterar.
Jesús að brillera
Myndin er unnin á ágætan hátt og hef ég ekkert út á að setja varðandi klippingu og framistöðu leikara. Allt var þetta bara í samræmi við væntingar en þó alls ekki í neinum háklassa.
Í seinni hluta mynarinnar þá dettur hún algjörlega í ruglið. Allir karaktearnir eru saman komnir í kirkjusöfnuði þar sem að hópur uppvakninga er á staðnum og allt fer í háaloft með “rosalegum” bardagasenum. Eitursúr endir á mynd sem byrjaði þó á mjög skemmtilegan hátt.
1 comment:
2 stig.
Post a Comment