Var búinn að lofa bloggi um þessa og þar sem að hún hlaut 8 óskarsverðlaun og þar á meðal verðlaun sem besta mynd þá varð ég bara að skrifa færslu um hana.
Myndinni er leikstýrt af Danny Boyle með handleiðslu indverska leikstjórans Loveleen Tandan. En handritið er unnuð af Simon Beaufoy upp úr skáldsögu Vikas Swarups.
Ég las skálsöguna viltu vinna milljarð fyrir nokkrum árum síðan. Sagan segir frá indverskum dreng og öllum þeim fáránlegu atburðum sem hann lendir í á lífsleiðinni. Bókinni er skipt niður í marga kafla þar sem að hver kafli segir eina sögu. Þannig skiptist bókin í raun upp í margar smásögur en þær fjalla þó allar um líf sama mannsins. Mér fannst bókin algjörlega frábær og hélt hún mér við efnið allan tímann (Ein af fáum bókum sem hefur haldið mér svona vel að lestrinum). Ég varð því mjög spenntur þegar ég heyrði að það ætti að fara að gera kvikmynd eftir bókinni og það hefur væntanlegt haft áhrif á álit mitt á myndinni.
Myndin er jú unnin uppúr bókinni og fjallar um indverska strákinn Jamal. Ysta sagan er sú að Jamal er að taka þátt í spurningakeppninni viltu vinna Milljarð og í kringum hverja spurningu fléttast svo sagan um það af hverju hann veit svarið við henni. Þetta er auðvitað mjög sniðugt settup en beint upp úr bókinni svo ekki er hægt að hrósa kvikmyndagerðarmönnunum fyrir þetta. Jamal lenti í ótrúlegustu hremmingum í gegnum ævina. Móðir hans dó þegar hann var ungur, hann lenti í fóstri hjá manni sem lét börn vinna fyrir sig sem betlara og hann vann sem ólöglegur leiðsögumaður í Taj Mahal. Allt gerðist þetta þegar hann var aðeins ungur drengur. Einnig átti hann í ástarsambandi við gleðikonu í bókinni, en því var breytt í æskuvinkonu í myndinni. Ævi hans er því mjög átakanleg og hefur handritshöfundur og leikstjóri úr miklu að vinna.
Sagan er byggð í kringum leikinn Viltu vinna milljón
En einhvern veginn þá ná þeir ekki að fanga það sem bókin gaf manni. Auðvitað er úr miklu að vinna við gerð svona myndar og erfitt að velja hverju á að sleppa og hverju ekki. En mér fannst bara eins og allt of miklu væri sleppt. Kannski eru þetta óraunhæfar kröfur hjá mér en það verður bara að hafa það. Myndin var þó fínasta afþreying og skemmti ég mér yfir henni. Þetta er svolítil feelgood mynd og falleg mynd á allan hátt. Litagleðin er mikil í eru greinileg Bollywood áhrif þar á ferðinni. Einnig er tónlistin í myndinni oft á tíðum mjög skemmtileg enda fékk myndin óskarsverðlaun fyrir tónlistina í myndinni.
Leikararnir stóðu sig allir mjög vel þótt að enginn hafi verið neitt áberandi frábær, allir stóðu sig bara alveg eins og maður vildi. Þeir voru s.s. hvorki að skemma fyrir myndinni né að bæta neinu við hana.
En í heildina séð þá er myndin góð, ég fer ekkert af því. En að mínu mati þá hefði líka verið skandall að gera ekki góða mynd upp úr þessari frábæru bók. Myndin er s.s. góð en bókin er svo miklu miklu betri!
Lokaniðurstaða: Bók > Bíómynd
1 comment:
Ágæt færsla. 5 stig.
Post a Comment