Saturday, February 28, 2009

The Curious Case of Benjamin Button



Eftir mikið umtal og 13 óskarsverðlaunatilnefningar þá gat ég auðvitað ekki beðið eftir því að þessi mynd kæmi í bíó. Ég niðurhalaði henni því og horfði barasta á hana í heimahúsi (Núna eru reyndar alveg nokkrar vikur síðan) . Ég vissi ekki mikið um myndina þegar ég byrjaði að horfa á hana fyrir utan þessa tvo punkta: Myndin hafði hlotið 13 óskarstilnefningar (fékk þó bara þrenn) og fjallaði um mann sem fæddist gamall og yngdist svo með árunum.

Í rauninni þá er þetta meginefni myndarinnar en inn í þetta fléttast mörg vandamál þess að yngjast með aldrinum í stað þess að eldast og þar að auki þessi venjulegu atburðir ævinnar. Að skapa sér starfsferil, verða ástfanginn og fjölga mannkyninu.

En myndin fjallar jú um Benjamin sem fæðist forljótur gamall karl. Móðir hans deyr við barnsburð og faðirinn ákveður að gefa barnið frá sér. Benjamin lendir á aldraðrahæli og elst þar upp hjá konu sem kemur honum í móðurstað. Spaugilegt er að sjá Benjamin á aldraðrahælinu þar sem að hann lítur út fyrir að vera eldri en flestir íbúarnir en er svo svo ótrúlega ungur í anda. Þegar hann er bara 8 ára sér hann ástina í lífi sínu í fyrsta sinn. Hún heitir Daisy og er á sama aldri og hann. Útlit hennar er auðvitð í samræmi við aldur hennar á meðan Benjamin lítur út eins og 150 ára hálfdauður kall. En á milli þeirra myndast einhver tenging sem varir alla ævi. Sambandið á milli þeirra dofnar þó aðeins á unglingsárunum en nýjar áskoranir taka við Benjamin. Hann er ný gengin uppúr hjólastólnum og ræður sig til starfa á dráttarbát. Skipstjórinn á bátnum er mikil fyllibytta og lenda þeir í miklum ævintýrum saman. Benjamin gleymdir þó aldrei Daisy og heimsækir hana oft, Daisy verður atvinnuballetdansari og mætir hann á sýningar. Það er þó ekki fyrr en þau eru bæði um 35 ára sem að þau byrja að mynda ástarsamband sín á milli. Á því tímabili eru þau jafn gömul útlitslega séð og gaman er að sjá hvernig þau mætast í miðjunni. Þau eignast barn saman en Benjamin ákveður eftir nokkurra ára samband að hann verði að yfirgefa Daisy. Því ekki getur hún alið upp tvö börn þegar hann byrar að yngjast.

Maður er ekki að hata þessa ást!

Söguþráðurinn í myndinni er í sjálfu sér ekki sá merkilegasti. Sagt er frá lífslhlaupi manns, sem þó lendir í mörgum áhugaverðum hlutum sem oft tengjast þessum sérkennilegu einkennum hans. En pælingin í myndinni er þó ótrúlega skemmtileg þótt að hún sé afar einföld.

Myndin var tilnefnd til 13 óskarsverðlauna en fékk þó bara 3. Þar á meðal fyrir besta make-up og bestu tæknibrellur enda var sá hluti myndarinnar hreynt út sagt ótrúlegur. Það var frábært að sjá Brad Pitt byrja sem 100 ára gamlan karl og enda síðan sem 18 ára strákling. Bæði var gamla manns gerfið nokkuð samfærandi en hinn ungi Pitt var bara alveg eins og hann var á sínum yngri árum. Ekkert smá sætur!

Gamli

Ungi

En Brad Pitt leikur jú í myndinni og hefur álit mitt á honum hækkað mikið undanfarið. Í myndinni Burn After Reading sýndi Pittarinn á sér algjörlega nýja hlið þar sem að hann lék algjöran lúða og gerði það á mjög skemmtilegan hátt. Í þessari mynd kom hann einnig skemmtilega á óvart. Aðrir leikarar í myndinni fóru einnig mjög vel með hlutverk sín og þar ber hæst að nefna Cate Blanchett sem fór með hlutverk Daisy í myndinni.

Það sem ég hef mest út á að setja varðandi myndina er að hún er kannski ögn langdregin. Hún er 166 mínútur og hefði auðveldlega verið hægt að stytta hana allavega um þessar 46 mínútur sem hún fer yfir tvo tímana. Annars er the Curious Case of Benjamin Button mjög skemmtileg mynd sem fær mann til að hugsa um lífið og hvað það er sem gefur því gildi.

1 comment:

Siggi Palli said...

Fín færsla. 7 stig.