Horfðum á Rússnesku myndina Come and see í síðasta kvikmyndafræðitíma.
Siggi lýsti myndinni sem einni bestu stríðsmynd sem hann hafði séð en það að myndin var 2 tímar og korter sem vakti óhug margra þreyttra Menntaskólanema.
Myndin segir frá seinni heimsstyrjöldinni frá sjónarhorni Rússa, nánar tiltekið rússneskra smáþorpa sem fengu mörg hver slæma útreið frá Nasistum.
Sagan er byggð í kringum ungan strák sem heitir Florya. Hann vill ólmur fá að berjast fyrir þorpið sitt en til þess þarf hann að eiga byssu. Hann útvegar sér byssu og heldur af stað með herliðinu sem í raun er bara samansafn kotbænda sem eru vopnaðir eldgömlum rifflum og öðrum úreltum vopnum. Það sýnir manni vel hversu litla von þeir áttu gegn Nasistum sem voru búnir allri nýjustu tækni.
Þegar herliðið ætlar hins vegar að leggja til atlögu þá er honum sagt að verða eftir. Hann er mjög óánægður með það en það kemur þó í ljós að herliðið óð út í opinn dauðann og því var þetta nokkuð lán fyrir hann.
Nasistarnir drepa nánast alla hermenn rússanna og byrja svo að sprengja upp þorpin. Florya sleppur við sprengingarnar en missir heyrnina vegna sprengja sem springa í kringum hann. Til þess að túlka þetta heyrnarleysi ákvað leikstjórinn að láta allt hljóðið vera frekar bjagað í um hálftíma af myndinni. Þetta er nú kannski ágætis pæling en fyrir mitt leiti þá fannst mér þetta ekki gefa myndinni neitt. Þvert á móti þá færði þetta mér aðeins sársauka og hélt ég fyrir eyrun í nokkrar mínútur þegar ískrið var sem mest.
Í fyrri hluta myndarinnar er Florya mikið að ráfa um sveitirnar í leit að einhverjum á lífi, því Nasistarnir hafa rústað svo mörgu þorpum. Sá hluti myndarinnar einkennist af lööngum senum þar sem að hann er kannski bara eitthvað ráfandi um skóglendið á ótrúlega dramatískan hátt. Ég veit ekki hvort að ég var bara í svona ótrúlega ódramatísku stuði eða hvað en ég var allavega ekki að fýla þetta. Fannst þetta bara vera langdregið og frekar súrt.
Eftir fyrri hlutann ákváðum við að taka hlé sem var ótrúlega sterkur leikur að mínu mati. Fólk gat þá farið gat þá skellt sér út og reykt frá sér allt vit og komið svo “ferskt” inn til baka.
Seinni hluti myndarinnar er nefnilega mun betri að mínu mati. Þá verðum við vitni að árásum Nasista á smáþorp þar sem þeir sýna enga miskunn gagnvart einum né neinum. Brenna börnin og nauðga konunum. Sá partur er ótrúlega átakanlegur og greip mig sem áhorfanda algjörlega með.
Nasistarnir söfnuðu börnunum saman í eitt hús og brenndu þau þar öll!
Lokaatriði myndarinnar var geggjað! Florya stendur einn í blautu mýrlendinu. Hann hefur misst alla fjölskyldu sína og vini og nú stendur hann yfir innrammaðri mynd af nasistaforingjanum Adolf Hitler. Hann tekur upp riffil sinn og í geðshræringu sinni byrjar hann að hleypa af skotum á myndina. Inn á milli þess eru sýndar svipmyndir af Adolf Hitler úr myndinni Triumph des Willens þar sem hann heldur ræður og hvetur unga Þjóðverja áfram. Klippt er á milli þess og Florya sem hefur hatursvip á andlitinu og hættir ekki að skjóta. Undir þessu atriði er spilaður hinn magnþrungni kafli Lacrimosa úr sálumessu Mozarts. Úr verður allsvakalegt og áhrifamikið atriði.
Helvítis Hitler
Eftir á að hyggja er ég nokkuð sáttur með þessa mynd, þótt hún hafi verið langdregin og óþægileg (hljóðhlutinn) á köflum þá sýndi hún á áhrifamikinn hátt gríðarlega grimmd þýsku herflokkanna sem fóru í gegnum Rússland, brenndu þar 625 þorp og drápu alla íbúana.
1 comment:
Ágæt færsla. 6 stig.
Gott að heyra að myndin fór ekki algjörlega fyrir ofan garð og neðan, þrátt fyrir "erfiðan" fyrri helming.
Post a Comment