Saturday, February 28, 2009

Coach Carter



Einhverra hluta æxlaðist föstudagskvöldið þannig að við strákarnir horfðum á myndina Coach Carter sem sýnd var í Ríkissjónvarpinu.

Coach Carter er engin venjuleg mynd. Coach Carter er körfubolta-negra-typpamynd í hæsta gæðaflokki. Coach Carter er týbískasta körfubolta-negra-typpamynd sem ég hef séð og þá er mikið sagt (því ég hef sko séð þær margar).

Myndin fjallar um körfuboltalið Richmond menntaskólans en hann sækja íbúar fátækrahverfisins í kringum skólann. Nemendur Richmond eru því aðallega svartir, sem er lykilatriði í myndinni (eða ekki). Í upphafi myndarinnar fáum við að sjá leik hjá Richmond körfuboltaliðinu þar sem að þeir skíttapar. En Ken Carter er mættur að horfa á leikinn. Ken Carter er er gömul stjarna úr skólakörfuboltanum og verðandi þjálfari liðssins. Carter tekur við liðinu í molum. Hann byrjar þjálfarastarfið með mikilli hörku og lætur strákana hlaupa og hlaupa og gera óteljandi armbeyjur. En Carter leggur ekki bara áherslu á íþróttina heldur heimtar hann líka árangur á skólabekknum. Þetta fer fyrir brjóstið á stjörnuleikmönnunum og aðal töffarinn Timo Cruz ríkur út af fyrstu æfingunni. Í fyrsta leik kemur það hins vegar auðvitað í ljós að Carter hefur gert kraftaverk, “strákarnir okkar” hafa tekið hamskiptum og vinna þeir leikinn.

Carter að halda ræðu yfir strákunum sem mun breita lífi þeirra

Eftir þetta tekur við sigratímabil hjá liðinu. “strákarnir okkar” vinna hvern leik á fætur öðrum og kóróna runnið með að vinna jólamót á milli nokkurra liða. Þessi partur er alveg aðeins of kjánalegur, þeir hefðu nú allavega getað tapað einum leik, en ég meina. Eftir sigurðinn á jólamótinu þá bregðast “strákarnir okkar” trausti Carters algjörlega. Þeir FARA Í PARTY! En Carter kemst að þessu og mætir í partyið. Þar eru leikmennirnir sauðdrukknir og sendir hann þá strax heim og er ekki par sáttur. Eftir að heim er komið er annað ljón mætt á veg “strákanna okkar” til frægðar og frama. Carter fær upplýsingar um afleidda frammistöðu þeirra á skólabekknum. En slíkt líður Carter alls ekki. Carter tekur uppá því að læsa íþróttahúsinu með hengilás og keðju og loka fyrir allar æfingar þangað til að leikmennirnir taka sér tak í skólanum. Hann sendir strákana á bókasafnið og heldur epíska ræðu um gildi menntunar. Þessi aðgerð hans vekur upp ótrúlegar deilur innan skólans og þá meina ég ótrúlegar. Þetta vekur upp svo mikið öngþveiti að allir miðlar bæjarins eru mættir næsta dag til að taka viðtal við Carter (kannski svolítið ýkt viðbrögð, þar sem að nemendur skólans eru á aldrinum 14-17 ára). Þessum deilum líkur þannig að Carter er kosinn burt úr skólanum á þingi skólans. Þá hefði einhver haldið að Carter gæfist upp og sneri sér að ferli sínum sem country söngvari. En það er gerist svo sannarslega ekki. “Strákarnir okkar” standa með sínum manni og neita að spila leik án gamla góða þjálfa! Þegar Carter er svo mættur í skólann að taka saman föggur sínar þá sitja strákarnir í íþróttasalnum við lærdóm. Þá stendur töffarinn, Cruz, upp og flytur ótrúlegt baráttuljóð undir epískri dramatónlist!

Roossaleg ræða hjá Cruz

Eftir þetta tekur Carter við liðinu að nýju og strákarnir brillera auðvitað í skólanum. Nú er úrslitakeppnin í körfuboltanum frammundan. “Strákarnir okkar” sem nú hafa brillerað í skólanum hefja æfingar af fullu kappi aftur og metnaðurinn er í hámarki. En í fyrsta leik eru þeir dregnir á móti besta liði ríkisins, þeir sjá því að þetta verður ekki auðveld leið. Leikurinn er eins spennindi og þeir gerast. “Strákarnir okkar” lenda undir í fyrri hálfleik en í þeim seinni koma þeir blóðþyrstir til leiks og ná að jafna metin og komast 1 stigi yfir á lokasekúndunum. Maður býst auðvitað við því að okkar menn muni því vinna leikinn því þannig hefur formúla myndarinnar verið hingað til. En mótherjarnir eiga eina sókn eftir og skora úr henni. Draumur okkar allra er því hruninn. En eftir leikinn peppar Carter stemminguna upp í hópnum með enn annarri epískri stemmingarræðu. Strákarnir eru sáttir með sjálfa sig og fá klapp frá áhorfendum eftir leikinn. Þvílíkt öskubuskuævintýri.

Þvílíkt öskubuskuævintýri

Myndin er byggð á sönnum atburðum og í lok hennar fáum við að sjá örlög nokkurra leikmannanna. En 6 af þeim fengu háskólastyrk og útskrifuðust úr háskóla sem verður að teljast mikið því aðeins örfáir úr Richmond skólanum náðu því marki að fara í háskóla.

En ég á alveg eftir að tala um leikarana sem eru jú lykilatriði í þessu íþróttadrama. Því Coach Carter er leikinn af engum öðrum en ofurtöffaranum Samuel L. Jackson. Samuel hefur sýnt það síðustu árin að hann er enginn venjulegur leikari. Samuel er leikari sem tekur hvaða hlutverki sem er ef það er einhver peningur fyrir það að hafa. Sú staðreynd að hann hefur leikið í 123 myndum síðustu 38 ár sem gera 3.2 myndir á ári ætti að sýna okkur það. En í Coach Carter fær hann aldeilis að brillera, engir aðrið leikarar eru í myndinni (nema jú aðalleikarinn úr Step Up 2 og einhverjir sápuóperuleikarar) og fær hann því að njót sviðsljóssins vel og mikið. Mónólogarnir hans eru endalausir og ekki vantar uppá epískar ræður. Ooooog djöfull er hann harður. Með setningum eins og: “I’m not a teacher. I’m the new basketball coach!” og “You can do push ups or you can shut up!” (sagt með dýpri og karlmannlegri rödd en þið getið nokkurn tíman ímyndað ykkur) byggir hann upp þennan ótrúlega harða og svala karakter Carter þjálfa. Þessi one-linerar einkenna myndina mikið og ætla ég því að deila nokkrum fleiri með ykkur. Þegar Carter heldur ræðu yfir strákunums egir hann eitt sinn: “Everything I learned in basketball, I learned from women.” Og þegar Cruz mætir aftur á æfingu eftir að hafa gengið út og spyr: “What do I have to do to get to play?” Þá svarar Carter eeeiiitursvalur: “You do not wan’t to know the answer to that question!” Og besta lína myndarinnar kemur þegar ósáttir aðilar keyra framhjá heimili Carters og brjóta rúðu með þeim skilaboðum að hann eigi að opna íþróttahúsið og leifa strákunum að æfa. Carter stendur þá upp og öskrar: “You brake my window, I brake your Mama!” Epísk lína hjá epískum karakter!

Samuel fór með eftirmynnilegt hlutverk í Snakes on a Plane

Gatorade var augljóslega sponsor í myndinni því í öðruhvoru atriði sjást menn drekka Gatorade, Baða sig í Gatorade og bursta tennur með Gatorade. Einnig ganga karakterar oft í Gatorade fötum.

En myndin er ekki aðeins körfuboltadrama heldur nær handritshöfundur að flétta nánast allar tegundir af drama inn í söguþráðinn. Einn strákurinn í liðinu á kærustu sem er ólétt, í kringum myndast nokkur dúndurdramatísk atriði sem í raun skipta söguna eeengu máli. En ég meina, því meira drama því betri verður myndin.
En dramatískasta atriði myndarinnar er þegar að frændi stráks í liðinu er drepinn. Sá strákur var dópsali og fengum við aldrei að kynnast honum. Þegar hann er drepinn er hins vegar rosalega mikið mál gert úr því sem maður skilur ekki alveg. En ég meina, því meira drama því betri verður myndin.

Tónlistin er lykilþáttur í myndinni. Í annarri hverri senu er súperdramatískri tónlist skellt inn eða upppeppandi stemmaratónlist. Og þegar ég segi annarri hverri senu þá er ég ekkert að ýkja, verður alveg semí kjánalegt eftir nokkuð áhorf.

Myndin Coach Carter er í heildina séð ágætis afþreying. Ef þú ert í góðum hópi þá geturðu auðveldlega skemmt þér ágætlega yfir þessu. En myndin er alls ekki góð á neinn hátt fyrir utan skemmtanagildi Samuels L. Jacksons.



Ég vil þakka “strákunum” fyrir stuðning við gerð þessa blogs. Takk strákar!

1 comment:

Siggi Palli said...

Ágæt færsla. 9 stig.