Horfðum á heimildamyndina Triumph des Willens í tíma í dag. Þetta er mynd frá 1935 sem var gefin út í Þýskalandi í þeim tilgangi að auglýsa Hitler og stefnu þýska þjóðernisflokksins. Í rauninni e.k. áróðursmynd. Hún er byggð upp á þann hátt að sýnd eru raunveruleg myndbrot af æðstu stjórnendum stjórnmálahreyfingarinnar. Myndir frá fundum þar sem Hitler, Goebbels og fleiri spaðar halda þrumandi ræður yfir ungmennum landsins og hvetja alla til samstöðu og baráttu þjóðarinnar til mikilla afreka. Ekkert er talað inn á myndina heldur er eina talið í henni ræður mannanna. Þó kemur alltaf texti inn á myndina sem segir áhorfandanum hverjir séu á mynd og hvar þeir séu.
Mjög er áhugavert að sjá þessa mynd á okkar tímum þegar við vitum hvernig þetta allt fór og sérstaklega er gaman að sjá hversu mikið Hitler var hylltur af almenningi hvar sem hann fór.
Annars er myndin engin skemmtimynd. Hún er 110 mínútur sem er að mínu mati allt, allt of langt en kannski var það bara gert til þess að þjappa þessu meira inn í hausinn á fólki. Enda var hálfur bekkurinn farinn að hylla Hitler í lok myndarinnar með viðeigandi handahreyfingum.
Tónlistin í myndinni er rosaleg. Á agalega slæman hátt. Alla myndina er spiluð undir einhvers konar þýsk tónlist sem einkennist af lúðraleik og trommuslætti. Eftir myndina finnst manni maður hafa hlustað á sama lagið allan tímann og langar ekki neitt að hlusta á það aftur. En kannski hefur það verið enn ein heilaþvottaraðferðin enda segja sumir að ef eitthvað er spilað aftur og aftur þá festist það í hugum fólks. Einhvern veginn hefur tónlistin þá átt að hjálpa við að troða boðskapnum inn í hausa fólksins.
Eins og ég segi þá skemmti ég mér ekki við áhorf myndarinnar en þó er ég ánægður að hafa séð hana. Senur þar sem Hitler þrumaði yfir herliðum sínum sitja eftir í huga mínum, enda Hitler enginn vitleysingur þegar áróðurs og ræðulistin á í hlut. Einnig sitja eftir í hug mínum myndir af ótrúlegum fjölda fólks sem hillir þessa menn. Menn sem í dag er litið á sem mestu óþokka nútímasögunnar.
Sammála því, ég skemmti mér ekkert sérstaklega. Það voru samt augnablik sem voru næstum því þess virði: mögnuð myndataka á köflum og Hitler að segja aðdáendum sínum það að þegar aðeins voru 7 meðlimir í nasistaflokknum voru þeir þegar ákveðnir í að taka öll völd í Þýskalandi. Ef við í kvikmyndagerðinni myndum taka okkur saman og stofna "stjórnmálahreyfingu" ættum við álíka séns og Hitler og félagar. Pæliði í því! Ekki það að ég myndi sækjast eftir því að gerast næsta illmenni mannkynssögunnar...
Varðandi kaldhæðni örlaganna og hvernig hlutirnir æxluðust, þá fannst mér fyndið hvernig Hitler gerði lítið úr ágreiningi milli sín og stormsveitanna (SA) aðeins nokkrum mánuðum eftir "nótt hinna löngu hnífa", þegar hann lét taka af lífi alla yfirmenn í SA... Það hefði samt verið fyndnara ef þetta hefði verið sagt fyrir "nótt hinna löngu hnífa", eins og ég hélt í fyrstu...
1 comment:
Ágæt færsla. 5 stig.
Sammála því, ég skemmti mér ekkert sérstaklega. Það voru samt augnablik sem voru næstum því þess virði: mögnuð myndataka á köflum og Hitler að segja aðdáendum sínum það að þegar aðeins voru 7 meðlimir í nasistaflokknum voru þeir þegar ákveðnir í að taka öll völd í Þýskalandi. Ef við í kvikmyndagerðinni myndum taka okkur saman og stofna "stjórnmálahreyfingu" ættum við álíka séns og Hitler og félagar. Pæliði í því! Ekki það að ég myndi sækjast eftir því að gerast næsta illmenni mannkynssögunnar...
Varðandi kaldhæðni örlaganna og hvernig hlutirnir æxluðust, þá fannst mér fyndið hvernig Hitler gerði lítið úr ágreiningi milli sín og stormsveitanna (SA) aðeins nokkrum mánuðum eftir "nótt hinna löngu hnífa", þegar hann lét taka af lífi alla yfirmenn í SA...
Það hefði samt verið fyndnara ef þetta hefði verið sagt fyrir "nótt hinna löngu hnífa", eins og ég hélt í fyrstu...
Post a Comment