Eitt kvöld vildi svo til að ég og félagar mínir vorum að leita okkur að einhverju skemmtilegu til að horfa á á meðan við reyktum grasið okkar. Við höfðum horft á Pineapple Express síðustu fimm skipti á undan og vorum orðnir frekar þreyttir á henni. Eftir að hafa leitað óralengi og ekkert fundið ákváðum við að grafa upp gamla kassa með barnamyndum á VHS og búa til nostalgíustemmingu. Eftir nokkra leit og deilur þá stóð valið á milli Alladín og Múmínálfanna og urðu þeir síðarnefndu fyrir valinu.
Svo ég fari með rétt mál þá heitir myndin Múmínsnáðinn og vinir hans – Halastjarnan kemur. Eins og nafnið gefur til kynna þá fjallar myndin um Múmínálfana og það atvik þegar Halastjarnarn kemur. En múmínálfarnir eru stórfurðuleg fyrirbæri sem hinn finski Tove Jansson skapaði (án efa á einhverju trippi enda kom fyrsta bókin um þessar verur út árið 1968…). Múmínálfarnir eru einstaklega óhentugt vaxnir og fella í rauninni þróunarkenningu Darwins á einu bretti því að ekki er að sjá að þeir búi yfir neinum hæfileiku, ekki á sviði hugans og hvað þá líkamans. Þeir ættu því að vera löngu útdauðir en lifa þess í stað hamingjusamir í turnlaga húsinu sínu (greinilega fallísk tilvitnin þar á ferð) í Múmíndal. En álfarnir eru langt því frá að vera einu lífverurnar í dalnum. Þar býr nefnilega fjöldinn allur af stórskrííngilegum karakterum.
Söguþráðurinn í myndinni er eitthvað á þá leið að Halastjarna fer að sjást ískyggilega nálægt jörðinni. Misjafnar eru skoðanir fólks á þessu og segja sumir að hún sé meinlaus á meðan aðrir vilja meina að heimsendir sé í nánd. Eina leið Múmínsnáðans til að fá svar við þessu er að leggja upp í ferðalag í stjörnuskoðunarturn sem er staðsettur langt uppi á fjalli. En hann fer ekki í þessa ferð einn heldur tekur hann með sína bestu vini. Snabba sem er eitthvað óútskýranlegt brúnt, stórt og klunnalegt fyrirbæri og Míu Litlu en þessir tveri karakterar setja stóran svip á söguna. Nafnið Snabbi segir ýmislegt um karakterinn enda algjör lúði, hann er gæjinn sem gerir allt vitlaust, alltaf, allsstaðar. Mía Litla er pínkulítið fyrirbæri og eins og litlu fólki sæmir þá er hún hávær og frek. Hún nærist á því að níðast á Snabba bæði andlega og líkamlega. Við áhorfið áttaði ég mig á því að Mía litla á sér mikla samsvörun í Helgu Hjartardóttur nemanda í kvikmyndafræði sem hefur gaman að því að níðast á lúðum og stóru fólki.
Mía Litla og Helga eru ískyggilega líkar á allan hátt
Þekkti Tove Jansson Helgu Hjartardóttur? Er hann kannski hennar týndi faðir?
Á leiðinni kynnast þremenningarnir nýjum karakter er Snúður heitir. Snúður býr í tjaldi og er algör lífskúnstner. Mikil samsvörun er með honum og Aragorn úr Lord of The Rings myndunum og mætti segja að hann væri Meistari sögunnar. Snúður virðist vita allt og kunna allt og fimm menntaskóladrengir rifust óeðlilega mikið um það hver þeirra væri líkastur honum.
Á leiðinni í stjörnuskoðunarturninn lendir hópurinn auðvitað í hindrunum og ævintýrum og hitta ótrúlegustu verur. Sem dæmi um verur mætti nefna Hattífattana sem eru enn aðrar furðuverurnar.
Hattífattarnir, önnur augljós Fallísk tilvitnun. Þessir bunkar fallískra tilvitnanna hafa verið rótin að miklum umræðum og hafa heilu spjallsíðurnar verið stofanaðar um efnið.
Sagar er jú auðvitað bara eins og flest önnur ævintýri og allt gengur upp í lokinn. Við strákarnir skemmtum okkur dass vel yfir þessu eitursúra barnaefni þrátt fyrir mjög slæm gæði á spólunni sem ollu því að videotækið stoppaði þrisvar sinnum á meðan áhorfinu stóð.
Eftir að hafa horft á myndina núna mörgum árum eftir að ég sá hana síðast þá hef ég öðlast nýjan skilning á henni. Myndin er greinilega ekki bara saklaust barnaefni heldur hörð ádeila á firringu nútímamannsins.
(Tekið skal fram að grasreikingarnar voru uppspuni en það væri þó líklega áhugavert að horfa á þessa mynd undir áhrifum einhvers vímugjafa)
2 comments:
heyrðu mig nú!
6 stig.
Post a Comment