Monday, March 30, 2009

The Sixth Sense



Það er kannski skandall að segja frá því en um helgina sá ég í fyrsta skipti the Sixth Sence en ég hef nú ágæta skýringu á því. Hún er sú að myndin kom út árið 1999. Það árið var ég aðeins 10 ára að aldri og þar sem að móðir mín var mjög hysterísk á að sýna mér bannaðar myndir fékk ég auðvitað ekki að sjá mynd um strák sem sá dautt fólk. Enginn veit hvernig ræst hefði úr sturlaða barninu Antoni ef hann hafði fengið að sjá ljótar myndir.

Fólkið var í hrollvekjustuði og þegar Bjellan heyrði að kjepps væri ekki búinn að sjá Sixth sence þá tók hann ekki annað í mál en að hún yrði fyrir valinu. Eftir blóðugar ferðir eftir skjásnúrum, hljóðsnúrum og usb-lyklum hófst því glápið og var ég nokkuð spenntur.

Ég verð að viðurkenna að ég vissi ekki boffs um myndina og því kom mér það á óvart þegar ég sá Bruce Willis bregða fyrir á skjánum, en það átti ekki eftir að hafa áhrif. En myndin fjallar jú um Dr. Malcolm Crow sem sérhæfir sig í málum barna. Hann fær í hendurnar mál ungs drengs Cole Sear að nafni en Cole Sear er haldinn ofsahræðslu og minnir hann mikið á gamlan sjúkling. Eftir nokkur dágóð spjöll og sálfræðingatrikk nær Crow því útúr stráksa að hann sjái dáið fólk. Crow sýnir fyrst þau eðlilegu viðbrögð að barnið sé haldið skynvillu og ímyndunarveiki en að lokum sannfærist hann svo með. Þeir vinna svo úr þessu með því að fá Sear til þess að tala við fólkið og þá kemur í ljós að þau vilja honum öll vel.

Ein þeirra fjölmörgu dauðu manneskja sem ástóttu Cole Sear var lítil stúlka sem var drepin af móður sinni. Eftir nokkrar pælingar fannst mér mjög gaman að fatta að hér er á ferðinni unglingastjarnan Mischa Barton sem sló eftirminnilega í gegn í þáttunum O.C. Hér er hún í nokkuð ólíku hlutverki

Eitt feitt sálfræðispjell í gangi

Myndin er byggð upp snjallan máta. Hún hefst á atriði úr fortíðinni þar sem að gamall sjúklingur Crows brýst inn til hans en fer svo inn í nútímann þar sem að hann kynnist Sear. En einkennin á honum svipa mikið til gamla sjúklingins. Myndin endar svo á mjög flotti plotti sem ég held að fæstir geti búist við.
Myndin er ekki þessi hrollvekju/bregðimynd held meira bara skerí. Byggingin upp að því að við fáum að sjá inn í hugarheim Cole Sears er mjög róleg og fáum við ekki að sjá dautt fólk (sem getur oft á tíðum verið mjög ógnvekjandi) fyrr en eftir þónokkuð áhorf en þannig á auðvitað einmitt að vinna mynd eins og þessa. Þ.e. ekki climaxa of snemma, það eyðileggur allt.

Leikur Bruce Willis er barasta fínn í myndinni. Hann bregður sér úr hlutverki Officers John McClane og yfir í hlutver barnasálfræðingsins sem verða að teljast ólík hlutverk og gerir það bara prýðisvel. Crow er doldið þessi know it all gæji en heimur hans hrynur þó algjörlega í lokinn.
Það sem vakti mikla athygli hjá mér var hins vegar leikur Haley Joel Osment sem var aðeins 11 ára gamall þegar myndin kom út en Haley á hreint út sagt stórleik að mínu mati.

Í heildina séð var ég mjög sáttur með myndina. Hún er ekki hrollvekjumynd sem fer út í ruglið heldur frekar e.k. Dulgátumynd. Hún hélt mér sem áhorfanda mjög áhugasömum allan tímann enda byggð upp á frábæran hátt og tel ég að hún hafi átt allar 6 óskarstilnefningar sínar fyllilega skilið.

1 comment:

Siggi Palli said...

5 stig.

Mér finnst eiginlega ótrúlegt að þú skyldir ekki hafa heyrt um tvistið... Auðvitað langskemmtilegast að sjá hana þannig.