Um daginn var ég staddur uppi í sveit. Það var myrkur úti. Þá ákvað ég að horfa á The Shining.
Myndin kom út árið 1980. Hún er gerð eftir samnefndri bók Stephens King og henni er leikstýrt af Stanley Kubrick. Eftir að hafa fengið þessar upplýsingar ætti maður nánast að geta fullyrt að myndin sé góð, sem hún jú er.
Sagan segir frá ungum rithöfundi, Jack Torrance að nafni sem tekur að sér það starf að sjá um sumarhótel lengst uppi í óbyggðum yfir vetrartímann á meðan enginn dvelur þar vegna slæmra veðurskilyrða. Jack flyst á hótelið ásamt konu sinni, Wendy Torrance, og syni þeirra, Danny. Jack telur að dvölin muni henta honum gríðarlega vel vegna starfa hans sem rithöfundur en þegar líða tekur á veturinn reynist hún vera erfiðari en hann hélt. Jack sturlast algjörlega og reynir á endanum að drepa fjölskyldu sína.
Overlook hótelið, ekki staður til að vera einn á yfir vetur...
Jack Nickolsson leikur Jack Torrance. Jack er eins og fyrr sagði rithöfundur í leit að friðsælum stað. Hótelstjórinn varar hann þó við því að nokkrir fyrrum vetrarverðir hafi sturlast og einn hafi m.a. drekið tvíburadætur sínar og konum með exi. Jack telur að ekkert slíkt geti komið fyrir hann en það kemur fyrir ekki. Einangrunin hefur greinilega sín áhrif á hann eins og aðra með þeim afleiðingum sem ég hef sagt frá. Jack Nickolson stendur sig meistaralega vel í hlutverki Jacks og túlkar breytinguna á heilbrigðum manni yfir í að verða geðsjúkur einkar vel, enda kannski reynslunni ríkari eftir að hafa leikið í One Flew Over the Cuckoo's Nest.
Shelly Duvall leikur Wendy Torrance. Wendy er ótrúlega saklaus karakter og er greinilega minni manneskjan í sambandi sínu við Jack Torrance þar sem að hann ræður öllu. Annars er Wendy leiðinlegasti karakter myndarinnar að mínu mati, það er eitthvað við hana. Alltaf vælandi.
Danny Lloyd leikur Danny Torrance sem er frekar merkilegur karakter. Danny er nefnilega skyggn og fáum við að sjá mörg óhugnalegustu atriðin í gegnum hann. Danny hefur alltaf slæma tilfinningu fyrir hótelinu og vill helst ekki fara þangað.
Scatman Crothers leikur kokk hótelsins, Dick Hallorann. Hann er líka skyggn og áttar sig á því að Danny sé það. Hann segir Danny að hann kalli fyrirbærið “to shine” og þaðan hlýtur sagan nafn sitt. Hallorann er þessi sívinsæll pottþétti niggari sem er reddar málunum. Crothers hlaut verðlaun fyrir frammistöðu sína í myndinni.
Blámaðurinn sem reddar hlutunum í bláum jakka
Shining er ein af frægustu myndum sem gerðar hafa verið og ekki er það skrítið. Hún er stútfull af flottum atriðum og ógleymanlegum kvótum. Má þar nefna atriðin þegar Danny endurtekur orðið REDRUM aftur og aftur á mjög krípí hátt, atriðið þegar Jack brýst í gegnum hurð þegar hann reynir að ná til eiginkonu sinnar, gæjist í gegn og segir: “Here’s Johnny!” og svo öll atriðin þar sem að við fáum að sjá sýnir Dannys. Frægust þeirra eru atriðin þegar blóðfoss kemur út úr lyftunni og þegar Danny mætir tvíburasystrunum á göngum hótelsins sem biðja hann um að koma að leika við sig. Algjörlega ógleymanleg atriði sem eru löngu orðin ódauðleg í kvikmyndasögunni.
The Shining er mjög áhugaverð mynd. Skemmtileg saga og óþægileg en þó ógleymanleg atriði mynda mynd sem verður alltaf klassíker í hrollvekjubransanum.
No comments:
Post a Comment