Jæja í dag er 29. október og því kominn tími til að henda inn fyrsta októberblogginu. Þótt fyrr hefði verið :D
Ég horfði á spænsku myndina Tesis um daginn. Það kom skyndilega upp á að ég horfði á myndina með vinum mínum svo ég vissi ekkert hvað ég var að fara út í. En myndin var ágætis afþreying og alltaf skemmtilegt þegar eitthvað sem maður hefur engar væntingar til er svo bara nokkuð gott.
Spænski leikstjórinn Alejandro Amenábar leikstýrði myndinni en hanns skrifaði handritið einnig í samvinnu við Mateo Gil. Hún kom út árið 1996 og er að því sem ég best veit fyrsta mynd Amenábars sem vakti heimsathygli. Í seinni tíð hefur Amenábar svo leikstýrt fleirri frægum myndum eins og Abre los ojos sem Hollywood leikstjórinn Cameron Crowe endurgerði svo undir nafninu Vanilla Sky, The Others og Mar Adentro svo nokkur dæmi séu tekin.
Myndin fjallar um Ángelu sem er ung spænsk stúlka. Hún er í kvikmyndaskóla og er að vinna að verkefni um ofbeldismyndir og hvaða áhrif þær hafa á nútímamanninn. Í rannsóknarferlinu biður hún kennara sinn að taka mynd út af bíómyndasafni skólans. Kennarinn gerir þetta og ákveður að horfa á myndina í bíósal skólans. Ekki vill þó betur til en að daginn eftir finnur Ángela kennarann látinn í bíósalnum. Hún tekur tape-ið og fer með það til skólabróður síns Chema sem hún hefur frétt að hafi mikinn áhuga á grófum myndum. Það kemur í ljós að tapeið inniheldur myndband af hettuklæddum mönnum að pinta unga stúlku til dauða, eða svokallað snuff myndband. Chema áttar sig á því að hann þekkir stúlkuna og að hún sé fyrrverandi nemandi skólans sem hvarf á undarlegan hátt árum áður. Þau hefjast handa í rannsókn málsins sjálf í stað þess að leita til lögreglunnar og beinist rannsókn þeirra í upphafi aðallega að skólabróður þeirra að nafni Bosco. Myndin fjallar svo um það hvernig rannsóknin á málinu leiðir Chema og Ángelu lengra og lengra inn í ógeðslegan heim snuffmyndagerðar þar sem að líf þeirra liggur við á tímabili.
Aðalpersóna myndarinnar er Ángela. Ángela er leikin af Önu Torrent sem ég man ekki eftir að hafa séð leika í neinu öðru. Hún er ósköp venjulega stúlka sem flækist inn í þennan ótrúlega heim snuff mynda og verður næstum því fórnarlamb einnar slíkrar myndar í lokinn. Hún hefur engan áhuga á ofbeldismyndum heldur vinnur hún verkefni sitt í þeim tilgangi að benda fólki á þau skaðlegu áhrif sem þær hafa á umheiminn.
Leikarinn Fele Martínez fer með annað stærsta hlutverk myndarinnar sem félagi Ángelu, Chema. Chema er epískt asnalegur náungi með sítt hár og nördagleraug sem virðist ekki eiga vini innan skólans. Hann á risastórt safn af hryllings-, horbjóðs og dúndurklámmyndum og gæti það spilað inn í það af hverju hann á enga vini… Ángela leitar til hans með mynbandið sem olli dauða kennara hennar og flækist hann þannig inn í rannsókn hennar á málinu. Martínez skilar sínu hlutverki vel en þó er ekki um sérstaklega eftirminnilegan leik að ræða..
Eduardo Noriega leikur Bosco í myndinni en hann lék einnig í mynd Amenábars, Abre los ojos. En þar lék hann aðallhlutverk. Hlutverk Boscos í myndinni er kannski ekki það stærsta en persónan er nauðsynleg fyrir alla framvindu hennar. Hann leikur dularfullan karakter sem Ángelu og Chema grunar að standi á bakvið gerð Snuff myndanna.
Sjúklega heitur gaur
Myndina mætti flokka sem drama eða hryllingsmynd. Í heildina séð er hún ágætis afþreying og myndu einhverjir segja að hún væri vel yfir meðallagi. Allavega alveg ágæt. Myndin byrjar sterkt og pælingin er spennandi en þegar myndin fer að líða undir lokinn og twistið er búið að fara í 5 hringi þá er maður orðinn svolítið þreyttur. Ég hugsaði allavega nokkrum sinnum að nú væri nú ágætt að enda þessa mynd og það væri bara komið gott.
Færslupöntun: Leggið dóm ykkar á fagið!
13 years ago
1 comment:
Ég gæti trúað því að manni þætti hún góð ef maður kæmi að henni með engar væntingar, en ég var með þvílíkar væntingar þegar ég horfði á hana, nýlega búinn að sjá Abre los ojos og The Others sem mér fannst báðar mjög góðar, og búinn að hafa talsvert fyrir því að leita þessa uppi. Hún stóðst ekki alveg þær væntingar, en það var samt margt ágætt í henni.
Fín færsla samt. 7 stig.
Post a Comment