Sunday, May 3, 2009

Meet the Fockers



Þessi sprellaramynd með Ben Stiller var ágætis skemmtun í prófabombunni sem núna ríður yfir. Hún fjallar um ungan mann að nafni Gaylord Focker sem er á uppleið í lífinu, búinn að finna sér kærustu, Pam Byrnes, og starf og allt stefnir virðist stefna á hinn besta endi. En þegar systir Pam ætlar að gifta sig þurfa Gaylord (sem kallaður er Greg) og Pam að gera sér ferð heim til foreldra hennar þar sem að brúðkaupið verður haldið. Þegar þangað er komið kemur pælingin í myndinni í ljós (þó að titillinn gefi hana jú í skin). Faðir Pam, Jack Byrnes, er nefnilega stórfurðulegur. Fyrrverandi CIA njósnari sem er gríðarlega paranoid á kærasta dætra sinnar. Hann leggur því margskonar próf fyrir Greg og snýst myndin í rauninni um deilur þeirra á milli. Greg nær í raun að klúðra öllu sem hægt er að klúðra en þó endar allt nánast eins og best væri á kosið.

Gaylord búinn að klúðra öllu sem hægt var að klúðra

Myndin er þessi klassíska grínmynd og á köflum finnst manni það ganga aðeins of langt. Öll tækifæri til þess að búa til brandara eru nýtt og gat ég bent á allavega 5 brandara áður en punshlineið kom fram

Gaylord Focker er mjög seinheppinn maður eins. Byrjunaratriðið sýnir okkur það vel en þar fer útúrpælt bónorð hans til kærustunnar í vaskinn og á sama tíma kemst hún að því að systir hennar er að fara að gifta sig. Hann starfar sem hjúkrunarfræðingur og setur það einnig mikinn svip á hann. Eiginmaður systur Pam er læknir og mikið grín er gert að hjúkrunarfræðistarfinu. Nafnið er í rauninni það fyndnasta við karakterinn enda mikið nýtt í brandaragerð handritshöfundanna. Ben Stiller stendur sig bara eins og við má búast af honum. Oftast fyndinn en þó stundum doldið þreyttur eitthvað.

Robert De Niro leikur föður Pam, Jack Byrnes. Hann er, eins og áður sagði, fyrrverandi CIA fulltrúi og það hefur greinilega haft áhrif á lífsstíl hans. Núna hefur hann stofnað fyrirtæki sem sérhæfir sig í því að fylgjast með fólki og er því húsið hans fullt af eftirlitsmyndavélum. Hann á sterkt samband við feita köttinn sinn og hefur m.a. þjálfað hann til þess að pissa í klóssettið. Jack er ekki viss hvort Gaylord sé maðurinn fyrir dóttur sína og leggur hann því í ýmisleg próf. M.a. leggur hann fyrir hann lygapróf því auðvitað er hann með gamlan lygamæli í kjallaranum. Robert De Niro er sá sem glæðir þessa mynd lífi og mikið er hægt að hlæja að ótrúlegum uppátækjum Jacks Byrnes.
Samband Jacks og kattarins hans var einstakt!

Myndin er ekkert meira en venjuleg grínmynd. Ágætlega skrifuð með fínum bröndurum við og við sem halda manni við efnið. Sagan sem heldur þessu saman er líka bara fín og endar auðvitað ótrúlega vel með því að Gaylord og Jack sættast og hann fær leifi til þess að giftast Pam.