Sunday, May 3, 2009

Marathon Man



Horfði á myndina Marathon Man um daginn eftir ráðleggingar frá miklum kvikmyndafrömuði.
Myndin kom út árið 1976 og var leikstýrt af John Schlesinger. Aðalleikarinn Dustin Hoffman var tilnefndur til óskarsverðlauna fyrir leik sinn í henni.

Myndin fer ótrúlega hægt af stað. Okkur eru kynntir nokkrir karakterar en ekki sagt hvernig þeir tengjast innbyrðis. Sagan spynnst svo í nokkrum hlutum þangað til að myndin er sirka hálfnuð en þá tengjast hlutirnrir saman. Á þennan hátt er byggð upp spenna á tvennan hátt. Bæði vill áhorfandinn átta sig á því hvað mun gerast í hverri sögu en einnig hvernig þessar sögur og þetta fólk tengist svo saman.

Fyrstur er kyntur til sögunnar ungur maður að nafni Thomas Levy. Hann er sagnfræðinemi við Columbia háskólann og líf hans er ótrúlega rólegt og venjulegt. Hann er sonur frægs sagnfræðings sem framdi sjálfsmorð og fléttast það inn í myndina síðar. Næst fáum við að sjá frá aðeins eldri manni sem heitir Henry Levy (fáum þó ekki að vita nafn hans og áttum okkur því ekki á tengslum hans við Thomas). Sá vinnur fyrir einhvers konar leyniþjónustu. Seinna kemur svo í ljó að Thomas og Henry eru bræður. Í þriðja lagi kynnumst við svo gömlum manni. Hann fer í banka og sækir e-n ótiltekinn hlut í boxi og lætur Henry hafa, en deyr svo í bílslysi.

bræðurnir Thomas og Henry Levy í stuði

Þegar allar sögurnar hafa tengst saman um miðja mynd þá áttar áhorfandinn sig á heildarmyndinni. Vondi kallinn í myndinni er gamall nasisti að nafni Szell. Sá var tannlæknir í Auswitch og nýtti sér það starf þar til þess að stela gulli úr tönnum gyðinganna. Þegar helförinni lauk náðu hann og bróðir hans, sem er gamli maðurinn sem sprakk, að flýja með gullið í felur. Nú þegar bróðir hans var dáinn kom hann úr felum að ná í hans hluta af auðæfunum. Henry fléttaðist inn í þetta þar sem að leyniþjónustudeilin hans sá um að að “redda” hlutum sem að enginn annar vildi sjá um en þó skil ég ekki af hverju deild innan leyniþjónustu Bandaríkjanna ætti að hjálpa gömlum Nasista að ná peningunum sínum úr banka í Bandaríkjunum. En þeir komu s.s. inn í málið til þess að hjálpa Szell. Í lokinn fer allt í háa loft. Henry er drepinn og Thomas fléttast þá inn í málið. Hann lendir á tíma í höndum Szells sem hefur tekið upp á því að nota tannlæknatólin sem pyntingartæki. Atriði þar sem að Thomas er pyntaður með tannlæknaborum og öðrum slíkum tólum var sérstaklega ógeðslegt og fékk eg hroll margoft. Söguþráðurinn er í rauninni frekar flókinn og væri ég til í að horfa á myndina aftur til að freysta þess að skilja hana betur.

Szell borar í ódeyfðan munninn á Thomas, óþægilegt atriði!

Thomas Levy er leikinn af Dustin Hoffman. Í upphafi er hann voðalega feiminn og lítið ber á honum en karakterinn breytist í gegnum söguna. Eftir að hafa sé bróðir sinn deyja og verið pyntaður með tannlæknabor þá grípur heiftin hann og hann lætur þetta ekki yfir sig ganga lengur. Hann tekur því upp byssu og tekur þátt í hasarnum. Dustin Hoffman túlkar hlutverkið stórvel og hlaut fyrir það tilnefningu til óskarsverðlauna.

Coverið á DVD disknum er svolítið blekkjandi. Þar miðar Hoffman byssu að okkur og dró ég þá ályktun að myndin væri þessi týpíska hasarspennumynd þar sem að söguþráðurinn er fyrirjsáanlegur og aðaláherslan er löggð á sem flestar sprengjur og byssubardaga. En þar hafði ég rangt fyrir mér.

Ég hafði mjög gaman af myndinni því að maður þarf að hugsa til að átta sig á söguþræðinum. Að mínu mati eru það bestu myndirnar en ekki þær þar sem sagan er ekki mötuð ofan í áhorfandann. Eins og ég sagði áðan þá væri ég samt til í að sjá myndina aftur því að ýmsir karakterar og aðgerðir vekja upp spurningar hjá mér sem ég fæ ekki svarað.