Ég ætla að skrifa um myndina Juno sem var tilnefnd til Óskarsverðlaunanna sem besta mynd. Ég sá myndina fyrst síðasta vor en ákvað að horfa á hana aftur. Í fyrra skiptið sem ég horfði á hana þótt mér hún skemmtileg en ég skemmti mér jafnvel betur núna. Ég horfði á hana einn og heyrði því örugglega allt sem að allir sögðu og það bætti myndina þónokkuð því mikið er um brandara í myndinni sem maður fattar eða heyrir ekki nema maður hlusti vel.
Myndin fjallar um hina 16 ára gömlu Juno MacGuff sem verður ólétt eftir að hafa sofið hjá í fyrsta sinn með besta vini sínum, Paulie Bleeker. Juno stendur því frami fyrir þeirri stóru ákvörðun um hvað skuli gera í þessu máli. Hún ákveður að eiga barnið og gefa það til ættleiðingar og finnur par sem virðist vera áhugasamt um ættleiðingu í smáauglýsingum dagblaðsins. Myndin fylgir meðgöngunni eftir og sýnir frá þeim vandamálum sem myndast við að tvinna líf 16 ára gamallrar stúlku og meðgöngu saman.
Aðalpersóna myndarinnar er Juno, leikin af Ellen Page. Hún er ótrúlega afslöppuð og áhyggjulaus 16 ára stelpa. Gengur í strákalegum fötum, reykir pípu (eða gengur allavega um með hana í munninum, kannski bara uppá lúkkið) og spilar á gítar í hljómsveit með besta vini sínum, Paulie. Þegar hún kemst að því að hún sé barnshafandi vakna þó upp hjá henni ýmsar áhyggjur eins og hvort hún eigi að fara í fóstureyðingu og hvernig hún eigi að segja pabba sínum og stjúpmömmu sinni frá þessu. Hún er mjög skemmtileg týpa og á mörg gullkorn í myndinni. Sem dæmi um þetta ávarpar hún alla sem Dude og er það einkar skemmtilegt þegar hún spjallar við bestu vinkonu sína sem er algjör gelgja. Juno tekst ótrúlega vel á við meðgönguna og er hæfilega afslöppuð með þetta allt saman.
Paulie Bleeker er pabbi barnsins og besti vinur Juno. Leikinn af Michael Cera sem að einhverjir þekkja úr þáttunum Arrested Development og myndinni Superbad. Michael leikur mjög svipaðan karakter í Juno og hann gerir í Arrested og Superbad, frekar feiminn og kláran strák. Svona semí nörda. Paulie er skotinn í Juno en hans grunnhyggnu móður líkar ekki vel við hana “She’s just different” eins og hún segir. Paulie er þó það sjálfstæður að hann lætur sér fátt um finnast um þetta þvaður í móður sinni.
Parið sem vill ætleiða barnið heita Vanessa (Jennifer Garner) og Mark (Jason Bateman) Bateman. Á yfirborðinu eru þau aðeins vel stætt ungt par sem býr í snyrtilegu bandarísku hverfi en eftir því sem á líður á myndina komumst við þó að því að þau eru ólík. Vanessa er algjör snyrtipinni sem þráir að verða móðir. Mark þráir aftur á móti ekki jafn mikið að eignast barn og er mun afslappaðri týpa. Spilaði á sínum yngri árum í hljómsveit og á sér enn þann draum að verða frægur tónlistarmaður.
Pabbi og stjúpmamma Juno heita Bren (Allison Janney) og Mac MacGuff (J.K. Simmons). Mac MacGuff er skemmtilega leikinn af Simmons sem miðaldra karl sem hefur algjörlega fundið sig við sölu á loftræstingarkerfum. Á skemmtilega línu í myndinni þegar Vanessa spyr: “Have you ever felt like you’re just borne to do something” og hann svarar mjög ákveðinn: “Yes, heating and air conditioning and”. Þrátt fyrir einfaldleika hans og sterk viðbrögð þegar Juno opinberar fyrir honum að hún sé ólétt þá tekur hann sig saman í andlitinu og styður ótrúlega vel við bakið á henni.
Það sem gerir myndina einkar skemmtilega eru ýmsar pælingar og línur sem aðalpersónan kemur með. Sem dæmi um pælingu má nefna það af hverju fullorðið fólk tali svona mikið um að vera “sexually active” og hvað það þýði eiginlega. En svo eru það litlu brandararnir sem maður verður að hlusta eftir eins og þegar Juno er að verja Paulie sinn Bleeker fyrir pabba sínum og stjúpmömmu sem telja hann vera frekar mikinn aumingja og segir: “He actually is really good in uumm Chair”. Því þau gerðu það í stól. Erfitt að útskýra en mjög fyndið við áhorf.
Tónlistin í myndinni er frábær og á ótrúlega vel við hana á allan hátt. Hún einkennist af hráum gítarslætti og söng og er aðallag myndarinnar ótrúlega gott dæmi um þetta.
(http://radioblogclub.com/open/114779/anyone_else_but_you/Moldy_Peaches_-_Anyone_Else_But_You) Einnig prýða myndina lög eins og Piazza, New York Catcher með Belle & Sebastian. Mæli eindregið með því að allir eignist diskinn með tónlist myndarinnar á einn eða annan hátt enda mikil feelgood tónlist eins og myndin.
(http://thepiratebay.org/torrent/4296996/Juno_Soundtrack_2008_DrApeXi)
Myndin fjallar á ótrúlega skemmtilegan hátt um það hvernig svo ung stelpa tekst á við svona stóran hlut sem að eiga barn er. Þetta er ein mesta feelgood mynd sem ég hef séð. Svo ef þú hefur ekki séð hana og langar í ótrúlega afslappað og hugljúft kvöld yfir mynd þá mæli ég eindregið með Juno. Þetta er pottþétt mynd sem ég mun horfa á í þriðja og fjórða sinn.
Myndin fjallar um hina 16 ára gömlu Juno MacGuff sem verður ólétt eftir að hafa sofið hjá í fyrsta sinn með besta vini sínum, Paulie Bleeker. Juno stendur því frami fyrir þeirri stóru ákvörðun um hvað skuli gera í þessu máli. Hún ákveður að eiga barnið og gefa það til ættleiðingar og finnur par sem virðist vera áhugasamt um ættleiðingu í smáauglýsingum dagblaðsins. Myndin fylgir meðgöngunni eftir og sýnir frá þeim vandamálum sem myndast við að tvinna líf 16 ára gamallrar stúlku og meðgöngu saman.
Aðalpersóna myndarinnar er Juno, leikin af Ellen Page. Hún er ótrúlega afslöppuð og áhyggjulaus 16 ára stelpa. Gengur í strákalegum fötum, reykir pípu (eða gengur allavega um með hana í munninum, kannski bara uppá lúkkið) og spilar á gítar í hljómsveit með besta vini sínum, Paulie. Þegar hún kemst að því að hún sé barnshafandi vakna þó upp hjá henni ýmsar áhyggjur eins og hvort hún eigi að fara í fóstureyðingu og hvernig hún eigi að segja pabba sínum og stjúpmömmu sinni frá þessu. Hún er mjög skemmtileg týpa og á mörg gullkorn í myndinni. Sem dæmi um þetta ávarpar hún alla sem Dude og er það einkar skemmtilegt þegar hún spjallar við bestu vinkonu sína sem er algjör gelgja. Juno tekst ótrúlega vel á við meðgönguna og er hæfilega afslöppuð með þetta allt saman.
Paulie Bleeker er pabbi barnsins og besti vinur Juno. Leikinn af Michael Cera sem að einhverjir þekkja úr þáttunum Arrested Development og myndinni Superbad. Michael leikur mjög svipaðan karakter í Juno og hann gerir í Arrested og Superbad, frekar feiminn og kláran strák. Svona semí nörda. Paulie er skotinn í Juno en hans grunnhyggnu móður líkar ekki vel við hana “She’s just different” eins og hún segir. Paulie er þó það sjálfstæður að hann lætur sér fátt um finnast um þetta þvaður í móður sinni.
Parið sem vill ætleiða barnið heita Vanessa (Jennifer Garner) og Mark (Jason Bateman) Bateman. Á yfirborðinu eru þau aðeins vel stætt ungt par sem býr í snyrtilegu bandarísku hverfi en eftir því sem á líður á myndina komumst við þó að því að þau eru ólík. Vanessa er algjör snyrtipinni sem þráir að verða móðir. Mark þráir aftur á móti ekki jafn mikið að eignast barn og er mun afslappaðri týpa. Spilaði á sínum yngri árum í hljómsveit og á sér enn þann draum að verða frægur tónlistarmaður.
Pabbi og stjúpmamma Juno heita Bren (Allison Janney) og Mac MacGuff (J.K. Simmons). Mac MacGuff er skemmtilega leikinn af Simmons sem miðaldra karl sem hefur algjörlega fundið sig við sölu á loftræstingarkerfum. Á skemmtilega línu í myndinni þegar Vanessa spyr: “Have you ever felt like you’re just borne to do something” og hann svarar mjög ákveðinn: “Yes, heating and air conditioning and”. Þrátt fyrir einfaldleika hans og sterk viðbrögð þegar Juno opinberar fyrir honum að hún sé ólétt þá tekur hann sig saman í andlitinu og styður ótrúlega vel við bakið á henni.
Það sem gerir myndina einkar skemmtilega eru ýmsar pælingar og línur sem aðalpersónan kemur með. Sem dæmi um pælingu má nefna það af hverju fullorðið fólk tali svona mikið um að vera “sexually active” og hvað það þýði eiginlega. En svo eru það litlu brandararnir sem maður verður að hlusta eftir eins og þegar Juno er að verja Paulie sinn Bleeker fyrir pabba sínum og stjúpmömmu sem telja hann vera frekar mikinn aumingja og segir: “He actually is really good in uumm Chair”. Því þau gerðu það í stól. Erfitt að útskýra en mjög fyndið við áhorf.
Tónlistin í myndinni er frábær og á ótrúlega vel við hana á allan hátt. Hún einkennist af hráum gítarslætti og söng og er aðallag myndarinnar ótrúlega gott dæmi um þetta.
(http://radioblogclub.com/open/114779/anyone_else_but_you/Moldy_Peaches_-_Anyone_Else_But_You) Einnig prýða myndina lög eins og Piazza, New York Catcher með Belle & Sebastian. Mæli eindregið með því að allir eignist diskinn með tónlist myndarinnar á einn eða annan hátt enda mikil feelgood tónlist eins og myndin.
(http://thepiratebay.org/torrent/4296996/Juno_Soundtrack_2008_DrApeXi)
Myndin fjallar á ótrúlega skemmtilegan hátt um það hvernig svo ung stelpa tekst á við svona stóran hlut sem að eiga barn er. Þetta er ein mesta feelgood mynd sem ég hef séð. Svo ef þú hefur ekki séð hana og langar í ótrúlega afslappað og hugljúft kvöld yfir mynd þá mæli ég eindregið með Juno. Þetta er pottþétt mynd sem ég mun horfa á í þriðja og fjórða sinn.
1 comment:
Mjög fín færsla. 7 stig.
Fannst þér samt ekki pínu skrýtið að Juno segist sjálf ekki hlusta á neitt annað en 70's pönk, á sama tíma og það heyrist ekkert svoleiðis í myndinni?
Post a Comment