Sunday, May 3, 2009

Kvikmyndafræðiárið



Þegar skólaárið hófst vissi ég ekki mikið hvað ég væri að fara út í í Kvikmyndafræðinni. Ég vissi þó að ég myndi gera einhverjar myndir, horfa á einhverjar myndir og svo blogga eitthvað smá. Ég taldi þetta því vera þægilegt og skemmtilegt fag sem tæki ekki mikinn tíma frá öðru námi.

Bloggið var umfangsmeira og tók meiri tíma en ég hafði búist við. Ég hef þó ágætlega gaman af því að skrifa þannig að þegar ég dreif mig af stað í að blogga þá gekk það oftast ágætlega. Vesenið var að fá sig til að byrja í stað þess að falla í hina tímabundið skemmtilegu grifju frestunaráráttunnar. Ég tel þó að það kerfi að skipta stigunum niður á mánuði sé mun skilvirkara og þægilegra, fyrir bæði nemendur og kennara, en að hafa bara einn stóran lokafrest. Veit allavega að ég hefði setið sveittur fyrir framan tölvuna að skrifa búnkana af bloggum síðustu vikurnar og þá man maður bara ekki nógu mikið um myndirnar. S.s. umfangið kom mér á óvart en fyrirkomulagið gott.

Þessi er sáttur með bloggið sitt. Þetta er nú samt ekki ég.

Bóklegu tímarnir voru ágætir. Nokkrir fyrirlestrar voru þreytandi og þá sérstaklega tíminn þegar við fórum 5 sinnum í gegnum sama atriðið úr Notorius, það sveið. Fyrirlestrar nemenda eru nauðsynlegur hluti bóklegu tímanna og þótt að fyrirlestrar mínir hafi ekki verið upp á neinar tíur þá lærði maður mikið af gerð þeirra. Sérstaklega lærði maður þó af fyrirlestrum hinna nemendanna. Mjög gaman var að fá innsýn inn í fjölbreytta kvikmyndagerð fyrr og síðar í gegnum þessa fyrirlestra. Heimsóknir frá leikstjórum voru einnig frábær tilbreyting og gaman er að sjá hversu jákvætt fólk er til þess að mæta. Sérstaklega var heimsókin frá Valdísi Óskarsdóttur skemmtileg en það finnst mér líklega bara því hún var skemmtilegust.
Í vetur finnst mér ég hafa kynnst handritaskrifum og klippingu ágætlega en það sem aðallega hefur breyst er að ég er farinn að horfa með gagnrýnni augum á kvikmyndir. Ég pæli í skotunum, hvar myndavélinni er stillt upp og hversu mikið er klippt í stað þess að sogast bara inn í myndinna án nokkurrar gagnrýni.

mikil gleði og hamingja ríkti í tímunum í vetur eins og sjá má á þessari mynd

Það er einn hlutur sem ég vil gagnrýna og það er kostnaður. Mér finnst allt í lagi að fara í bíó við og við og ætla ekki að gagnrýna það. En að kaupa 3 bækur fyrir þetta fag fannst mér vera of mikið og held ég að flestir séu sammála því. Mér finnst að nemendur eigi að geta valið að nálgast efnið á netinu í stað þess að kaupa heila bók. Á ég þá aðallega við Film Directing Fundamentals sem mjög auðveldlega er hægt að nálgast á netinu. Annars held ég þó að glærurnar sem Siggi gerði dugi nokkurn veginn til þess að fá góða yfirsýn á efnið.

Of dýrt???

Skemmtilegasti hluti námskeiðsins er augljóslega kvikmyndagerðin sjálf. Að vinna í hópi vina að gerð einhvers sem maður hefur gaman að getur nánast ekki klikkað. Þó var það þannig með myndirnar eins og bloggið að oft var erfitt að byrja. Menn eru uppteknir á ólíkum tímum og annað slíkt. En þegar menn hittast til þess að pæla í handriti, fara svo og taka það upp og klippa það og sjá þannig hugmyndina þróast í raunveruleika, þá er gaman.

Bíómyndatímarnir eru fínir. Ég vil þó viðra þá hugmynd að breyta dagsetningu þeirra. Það er bara oftast þannig að í lok vikunnar þá langar mann bara heim til sín að hanga. Mótrökin eru þó þau að með þessu fyrirkomulagi tekur þetta ekki tíma af fólki sem þarf að læra undir próf í miðri viku. Aðalgallinn við bíótímana er þó að mínu mati að horft er á myndirnar á hátíðarsal. Þar eru stólarnir ekki þægilegir og maður nær einhvern veginn ekki að slappa af og njóta myndarinnar. Ég legg til að þessu verði breytt á næsta ári og í staðinn verði horft á myndirnar í Cösu kjallara. Þar getur myndast afslappaðri stemming. Nemendur myndu þá bara taka að sér að setja upp skjávarpann því margir eru í eyðu frá 14-15.

Besta myndin sem ég sá í tímunum í vetur myndi ég segja að væri Citizen Kane. Sú eftirmynnilegasta er þó án efa Man Bites Dog en henni tekst á undraverðan hátt að láta mann hlæja á milli atriða þar sem að manni blöskrar. Í henni eru atriði sem að ég mun ekki gleyma og voru alveg bara rosalega ógeðsleg… Sú leiðinlegasta er líklega Triumph des Willens. Þrátt fyrir það þá myndi ég ekki taka hana út af dagskránni því nauðsynlegt er að þjappa smá Nasistaáróðri inn í kollinn á menntaskólanemum. Að gríni slepptu þá þótti mér hún áhugaverð og passa ágætlega inn þar sem að 6. Bekkur lærir um Seinni Heimsstyrjöldina í Sögu.

Sú eftirminnilegasta

Í heildina séð er ég mjög sáttur með þennan áfanga og myndi hiklaust mæla með honum við alla sem hafa gaman af kvikmyndum. Vel er staðið að öllu, enda ekki við öðru að búast af Sigga Palla ;), og skil ég ekki ennþá hvernig Siggi fékk að kaupa Apple tölvu, góða myndavél og klippiforrit…

Takk fyrir gott ár, Anton Örn Elfarsson

Marathon Man



Horfði á myndina Marathon Man um daginn eftir ráðleggingar frá miklum kvikmyndafrömuði.
Myndin kom út árið 1976 og var leikstýrt af John Schlesinger. Aðalleikarinn Dustin Hoffman var tilnefndur til óskarsverðlauna fyrir leik sinn í henni.

Myndin fer ótrúlega hægt af stað. Okkur eru kynntir nokkrir karakterar en ekki sagt hvernig þeir tengjast innbyrðis. Sagan spynnst svo í nokkrum hlutum þangað til að myndin er sirka hálfnuð en þá tengjast hlutirnrir saman. Á þennan hátt er byggð upp spenna á tvennan hátt. Bæði vill áhorfandinn átta sig á því hvað mun gerast í hverri sögu en einnig hvernig þessar sögur og þetta fólk tengist svo saman.

Fyrstur er kyntur til sögunnar ungur maður að nafni Thomas Levy. Hann er sagnfræðinemi við Columbia háskólann og líf hans er ótrúlega rólegt og venjulegt. Hann er sonur frægs sagnfræðings sem framdi sjálfsmorð og fléttast það inn í myndina síðar. Næst fáum við að sjá frá aðeins eldri manni sem heitir Henry Levy (fáum þó ekki að vita nafn hans og áttum okkur því ekki á tengslum hans við Thomas). Sá vinnur fyrir einhvers konar leyniþjónustu. Seinna kemur svo í ljó að Thomas og Henry eru bræður. Í þriðja lagi kynnumst við svo gömlum manni. Hann fer í banka og sækir e-n ótiltekinn hlut í boxi og lætur Henry hafa, en deyr svo í bílslysi.

bræðurnir Thomas og Henry Levy í stuði

Þegar allar sögurnar hafa tengst saman um miðja mynd þá áttar áhorfandinn sig á heildarmyndinni. Vondi kallinn í myndinni er gamall nasisti að nafni Szell. Sá var tannlæknir í Auswitch og nýtti sér það starf þar til þess að stela gulli úr tönnum gyðinganna. Þegar helförinni lauk náðu hann og bróðir hans, sem er gamli maðurinn sem sprakk, að flýja með gullið í felur. Nú þegar bróðir hans var dáinn kom hann úr felum að ná í hans hluta af auðæfunum. Henry fléttaðist inn í þetta þar sem að leyniþjónustudeilin hans sá um að að “redda” hlutum sem að enginn annar vildi sjá um en þó skil ég ekki af hverju deild innan leyniþjónustu Bandaríkjanna ætti að hjálpa gömlum Nasista að ná peningunum sínum úr banka í Bandaríkjunum. En þeir komu s.s. inn í málið til þess að hjálpa Szell. Í lokinn fer allt í háa loft. Henry er drepinn og Thomas fléttast þá inn í málið. Hann lendir á tíma í höndum Szells sem hefur tekið upp á því að nota tannlæknatólin sem pyntingartæki. Atriði þar sem að Thomas er pyntaður með tannlæknaborum og öðrum slíkum tólum var sérstaklega ógeðslegt og fékk eg hroll margoft. Söguþráðurinn er í rauninni frekar flókinn og væri ég til í að horfa á myndina aftur til að freysta þess að skilja hana betur.

Szell borar í ódeyfðan munninn á Thomas, óþægilegt atriði!

Thomas Levy er leikinn af Dustin Hoffman. Í upphafi er hann voðalega feiminn og lítið ber á honum en karakterinn breytist í gegnum söguna. Eftir að hafa sé bróðir sinn deyja og verið pyntaður með tannlæknabor þá grípur heiftin hann og hann lætur þetta ekki yfir sig ganga lengur. Hann tekur því upp byssu og tekur þátt í hasarnum. Dustin Hoffman túlkar hlutverkið stórvel og hlaut fyrir það tilnefningu til óskarsverðlauna.

Coverið á DVD disknum er svolítið blekkjandi. Þar miðar Hoffman byssu að okkur og dró ég þá ályktun að myndin væri þessi týpíska hasarspennumynd þar sem að söguþráðurinn er fyrirjsáanlegur og aðaláherslan er löggð á sem flestar sprengjur og byssubardaga. En þar hafði ég rangt fyrir mér.

Ég hafði mjög gaman af myndinni því að maður þarf að hugsa til að átta sig á söguþræðinum. Að mínu mati eru það bestu myndirnar en ekki þær þar sem sagan er ekki mötuð ofan í áhorfandann. Eins og ég sagði áðan þá væri ég samt til í að sjá myndina aftur því að ýmsir karakterar og aðgerðir vekja upp spurningar hjá mér sem ég fæ ekki svarað.

Meet the Fockers



Þessi sprellaramynd með Ben Stiller var ágætis skemmtun í prófabombunni sem núna ríður yfir. Hún fjallar um ungan mann að nafni Gaylord Focker sem er á uppleið í lífinu, búinn að finna sér kærustu, Pam Byrnes, og starf og allt stefnir virðist stefna á hinn besta endi. En þegar systir Pam ætlar að gifta sig þurfa Gaylord (sem kallaður er Greg) og Pam að gera sér ferð heim til foreldra hennar þar sem að brúðkaupið verður haldið. Þegar þangað er komið kemur pælingin í myndinni í ljós (þó að titillinn gefi hana jú í skin). Faðir Pam, Jack Byrnes, er nefnilega stórfurðulegur. Fyrrverandi CIA njósnari sem er gríðarlega paranoid á kærasta dætra sinnar. Hann leggur því margskonar próf fyrir Greg og snýst myndin í rauninni um deilur þeirra á milli. Greg nær í raun að klúðra öllu sem hægt er að klúðra en þó endar allt nánast eins og best væri á kosið.

Gaylord búinn að klúðra öllu sem hægt var að klúðra

Myndin er þessi klassíska grínmynd og á köflum finnst manni það ganga aðeins of langt. Öll tækifæri til þess að búa til brandara eru nýtt og gat ég bent á allavega 5 brandara áður en punshlineið kom fram

Gaylord Focker er mjög seinheppinn maður eins. Byrjunaratriðið sýnir okkur það vel en þar fer útúrpælt bónorð hans til kærustunnar í vaskinn og á sama tíma kemst hún að því að systir hennar er að fara að gifta sig. Hann starfar sem hjúkrunarfræðingur og setur það einnig mikinn svip á hann. Eiginmaður systur Pam er læknir og mikið grín er gert að hjúkrunarfræðistarfinu. Nafnið er í rauninni það fyndnasta við karakterinn enda mikið nýtt í brandaragerð handritshöfundanna. Ben Stiller stendur sig bara eins og við má búast af honum. Oftast fyndinn en þó stundum doldið þreyttur eitthvað.

Robert De Niro leikur föður Pam, Jack Byrnes. Hann er, eins og áður sagði, fyrrverandi CIA fulltrúi og það hefur greinilega haft áhrif á lífsstíl hans. Núna hefur hann stofnað fyrirtæki sem sérhæfir sig í því að fylgjast með fólki og er því húsið hans fullt af eftirlitsmyndavélum. Hann á sterkt samband við feita köttinn sinn og hefur m.a. þjálfað hann til þess að pissa í klóssettið. Jack er ekki viss hvort Gaylord sé maðurinn fyrir dóttur sína og leggur hann því í ýmisleg próf. M.a. leggur hann fyrir hann lygapróf því auðvitað er hann með gamlan lygamæli í kjallaranum. Robert De Niro er sá sem glæðir þessa mynd lífi og mikið er hægt að hlæja að ótrúlegum uppátækjum Jacks Byrnes.
Samband Jacks og kattarins hans var einstakt!

Myndin er ekkert meira en venjuleg grínmynd. Ágætlega skrifuð með fínum bröndurum við og við sem halda manni við efnið. Sagan sem heldur þessu saman er líka bara fín og endar auðvitað ótrúlega vel með því að Gaylord og Jack sættast og hann fær leifi til þess að giftast Pam.

Tuesday, March 31, 2009

As Good As it Gets

http://en.wikipedia.org/wiki/Penis

The Shining



Um daginn var ég staddur uppi í sveit. Það var myrkur úti. Þá ákvað ég að horfa á The Shining.

Myndin kom út árið 1980. Hún er gerð eftir samnefndri bók Stephens King og henni er leikstýrt af Stanley Kubrick. Eftir að hafa fengið þessar upplýsingar ætti maður nánast að geta fullyrt að myndin sé góð, sem hún jú er.
Sagan segir frá ungum rithöfundi, Jack Torrance að nafni sem tekur að sér það starf að sjá um sumarhótel lengst uppi í óbyggðum yfir vetrartímann á meðan enginn dvelur þar vegna slæmra veðurskilyrða. Jack flyst á hótelið ásamt konu sinni, Wendy Torrance, og syni þeirra, Danny. Jack telur að dvölin muni henta honum gríðarlega vel vegna starfa hans sem rithöfundur en þegar líða tekur á veturinn reynist hún vera erfiðari en hann hélt. Jack sturlast algjörlega og reynir á endanum að drepa fjölskyldu sína.
Overlook hótelið, ekki staður til að vera einn á yfir vetur...

Jack Nickolsson leikur Jack Torrance. Jack er eins og fyrr sagði rithöfundur í leit að friðsælum stað. Hótelstjórinn varar hann þó við því að nokkrir fyrrum vetrarverðir hafi sturlast og einn hafi m.a. drekið tvíburadætur sínar og konum með exi. Jack telur að ekkert slíkt geti komið fyrir hann en það kemur fyrir ekki. Einangrunin hefur greinilega sín áhrif á hann eins og aðra með þeim afleiðingum sem ég hef sagt frá. Jack Nickolson stendur sig meistaralega vel í hlutverki Jacks og túlkar breytinguna á heilbrigðum manni yfir í að verða geðsjúkur einkar vel, enda kannski reynslunni ríkari eftir að hafa leikið í One Flew Over the Cuckoo's Nest.

Shelly Duvall leikur Wendy Torrance. Wendy er ótrúlega saklaus karakter og er greinilega minni manneskjan í sambandi sínu við Jack Torrance þar sem að hann ræður öllu. Annars er Wendy leiðinlegasti karakter myndarinnar að mínu mati, það er eitthvað við hana. Alltaf vælandi.

Danny Lloyd leikur Danny Torrance sem er frekar merkilegur karakter. Danny er nefnilega skyggn og fáum við að sjá mörg óhugnalegustu atriðin í gegnum hann. Danny hefur alltaf slæma tilfinningu fyrir hótelinu og vill helst ekki fara þangað.

Scatman Crothers leikur kokk hótelsins, Dick Hallorann. Hann er líka skyggn og áttar sig á því að Danny sé það. Hann segir Danny að hann kalli fyrirbærið “to shine” og þaðan hlýtur sagan nafn sitt. Hallorann er þessi sívinsæll pottþétti niggari sem er reddar málunum. Crothers hlaut verðlaun fyrir frammistöðu sína í myndinni.

Blámaðurinn sem reddar hlutunum í bláum jakka

Shining er ein af frægustu myndum sem gerðar hafa verið og ekki er það skrítið. Hún er stútfull af flottum atriðum og ógleymanlegum kvótum. Má þar nefna atriðin þegar Danny endurtekur orðið REDRUM aftur og aftur á mjög krípí hátt, atriðið þegar Jack brýst í gegnum hurð þegar hann reynir að ná til eiginkonu sinnar, gæjist í gegn og segir: “Here’s Johnny!” og svo öll atriðin þar sem að við fáum að sjá sýnir Dannys. Frægust þeirra eru atriðin þegar blóðfoss kemur út úr lyftunni og þegar Danny mætir tvíburasystrunum á göngum hótelsins sem biðja hann um að koma að leika við sig. Algjörlega ógleymanleg atriði sem eru löngu orðin ódauðleg í kvikmyndasögunni.




The Shining er mjög áhugaverð mynd. Skemmtileg saga og óþægileg en þó ógleymanleg atriði mynda mynd sem verður alltaf klassíker í hrollvekjubransanum.

The Aviator



Um helgina horfði ég í annað sinn á myndina The Aviator með Leonardo DiCaprio í aðalhlutverki. Myndin sem er leikstýrt af Martin Scorsese kom út árið 2005 og hlaut hún þá 5 óskarsverðlaun.

The Aviator er í raun ævisaga Auðmannsinns og flugáhugamannsins Howard Hughes. Þegar Howard var ungur strákur átti hann sér stóra drauma eins og flestir litlir strákar. Hann ætlaði að gera flottustu bíómyndirnar, fljúga hraðskreiðustu flugvélunum og vera ríkastur í heimi. Ólíkt mörgum ungum drengjum með óraunhæfar væntingar þá tókst honum nánast að gera alla þessa hluti. Hughes erfði gríðarlega mikla peninga þegar foreldrar hans létust og í stað þess að nýta þá á skynsamlegan máta þá notaði hann þá bara í þá hluti sem honum þóttu skemmtilegir.

Myndin hefst við tökur á flugvélamynd Howards: Hell’s Angels. Við gerð hennar braut Howard allar fyrirfram skrifaðar reglur og var með 25 myndavélar á tökustað sem þótti fáránlegt á þessum tíma. Einnig eyddi hann gríðarlegum fjármunum í það að vera með stóran herflugvélaflota á leigu í einhver ár því að aðeins var hægt að taka upp í skýjuðu veðri (án skýjanna sást ekki hversu hratt flugvélarnar fóru). Á sama tíma og frumsýna átti myndina, sem þá var orðin dýrasta mynd sögunnar, komu kvikmyndir með hljóði til sögunnar. Howard kom því í veg fyrir frumsýninguna og réðist í það stórtæka verkefni að talsetja alla myndina sem kostaði gríðarlega peninga ofaná. Að byrja myndina á þessu sýnir vel hversu stórtækur Howard var og því tilvalið. Myndin stiklar svo á stóru í lífi Howards.

Þú þarft að vera fokking mikill spaði til að ferðast um á sjóflugvél

Ástríða hans í lífinu var flugið og því fjallar meginpartur myndarinnar um það. Hughes gerði marga merka hluti tengda því, sló meðal annars mörg flughraðamet og hannaði stærstu flugvél sem smíðuð hefur verið. Hún var hins vegar smíðuð úr timbri vegna stríðsaðstæðna og flaug aðeins einu sinni.
Howard var mjög sérstakur maður eins og oft vill vera með snillingana. Hann var haldinn hreinlætisáráttu sem ágerðist með aldrinum og varð hann að lokum hálfgeðveikur. Einnig hafði hann mikla fullkomnunaráráttu sem nýttist þó vel við hönnun flugvéla. Þrátt fyrir þetta var Howard mikið kvennagull og var á tímabili giftur kvikmyndastjörnunni Katharine Hephurn.

Aðalleikarinn Leonardo DiCaprio skilar solid frammistöðu í þessari mynd og persónulega finnst mér hann oftast standa sig vel í þeim myndum sem hann leikur í. Cate Blanchett leikur Katharine Hephurn í myndinni og hlaut hún óskarsverðlaunin fyrir leik í aukahlutverki fyrir frammistöðuna. Fleirri frægir leikarar prýða myndina og má þar nefna Kate Beckinsale sem leikur eina af kærustum Howards, John C. Reilly sem fer með hlutverk fjármálastjóra Howards sem fylgir honum í gegnum allt og Alec Baldwin sem leikur Juan Trippe, forstjóra Pan Am og aðal andstæðing Howards. Leikarahópurinn í myndinni er því gríðarlega vandlega valinn og skilar það sér einfaldlega í góðum leik. Því eins og málshátturinn segir: Ráddu góða leikara og fáðu góðan leik bara!

Howard Hughes og Katherine Hephurn á góðri stundu

Sagan gerist á tímum seinni heimsstyrjaldar og er stemmingin í takt við það. Ótrúlega vel tekst að skapa þessa stemmingu með góðum sviðsmyndum, raunverulegum búningum og öllu tilheyrandi. Alltaf gaman að komst inní slíka stemmingu að mínu mati og skemmir tónlistin eftir Howard Shore ekki fyrir því. Merkilegast finnst mér alltaf við svona myndir að sjá allan gamla búnaðinn og flugvélarnar sem virðast fljúga fullkomlega þrátt fyrir aldur. Aðrir tæknilegir hlutar eins og lýsing klipping og hljóð myndarinnar voru barasta góðir eins og við má búast af mynd af þessari stærðargráðu og tók ég sérstaklega eftir því að í nokkrum atriðum myndarinnar mátti sjá nokkuð spes litasamsetningu og lýsingu í takt við það sem skapaði skemmtilega stemmingu. Helsti galli myndarinnar fannst mér vera tölvuteiknuð atriði í miklu magni sem stundum voru ekki alveg nógu samfærandi. Það er samt kannski nokkuð hörð gagnrýni þar sem að ekki var hægt að endurbyggja stærstu flugvél sögunnar úr timbri og líklegast hefur allri bestu tækni verið beitt við vinnsluna.

Ég hef mjög gaman af myndinni The Aviator um Howard Hughes. Mér finnst ótrúlega gaman að fylgjast með þessum unga og efnilega uppfinningamanni sem fékk þetta stóra tækifæri í lífinu til að gera í rauninni hvað sem hann vildi, þótt áhugi minn á flugi og verkfræði spili kannski þar inn í. Helsti galli myndarinnar finnst mér vera lengd hennar en hún er 170 og langdregin á köflum. Allt í allt er þetta þó mjög skemmtileg mynd sem hvetur mann til að láta drauma sína rætast.

Langaði að láta þessa mynd fylgja en hér má sjá stærstu flugvél sem smíðuð hefur verið, Hercules Howards Hughes, henni var þó aðeins flogið einu sinni.

Marley and Me - Hundepísk kómedía!



Það gerðist eitt kvöld. Ég fékk leynilegt símtal frá aðila sem vildi ekki gefa upp nafn sitt. Þessi aðili sagðist geta boðið mér upp á tilboð lífs míns gegn ákveðnum skilmálum sem ekki verða nefndir hér. Hann átti s.s. tvo boðsmiða á stórmyndina Marley and Me sem verið er að sýna í bíóhúsum þessa dagana og skellti ég mér auðvitað.
Ég gekk inn í bíóhúsið með spennu í bland við hræðslu í hjarta. Og svo byrjaði myndin bara. Myndin fjallar um parið John og Jennifer Grogan sem er að reyna að fóta sig í lífinu. Þau gifta sig og flytja til Flórída. Þar fá þau bæði störf sem blaðamenn og lífið leikur við þau. Eftir nokkurn tíma fer Jennifer að langa í barn og John respondear eins og hinn venjulegi karlmaður myndi alltaf gera og kaupir hund, classic! En jæja þau fara og velja hund og þar sem að þau eru ung og fátæk þá velja þau sér ódýrasta hundinn (skil nú ekki alveg af hverju hann var ódýrastur, en kannski sá hundasölukonan það fyrir að hann myndi sökka) og nefna hann í höfuðið á Bob nokkrum Marley. Það kemur þó í ljós að Marley er algjörlega ofvirkur hundur sem að engin leið er að hemja.

Marley reynist vera koltrilltur hundur!

Myndin segir svo frá lífi fólksins með hundinum Marley. Í rauninni gerist ekkert í myndinni. Hún segir bara í stuttu máli frá lífi fjölskyldu í Bandaríkjunum. Þau eignast börn, þau flytja, þau fá nýja vinnu og alltaf er hundurinn Marley með. Þetta concept er sjúklega óferskt og hugmyndasnautt en virðist þó virka ágætlega. Það eru nefnilega endalaust margar fjöldkyldur í heiminum sem eiga hund og það eru einmitt þær sem eru að fylla allar sýningar af Marley and Me úti um allan heim.

Owen Wilson leikur aðalhlutverkið í myndinni og sýnir hann algjörlega nýja hlið á sér…NOT! Kallinn leikur sama karakter og í öllum hinum myndum sínum þótt að hann sé kannski hundaeigandi í staðinn fyrir lúðalegan löggumann. Mótleikari hans er Jennifer Aniston úr Friends en það mætti kannski segja að hún væri búin að ná lengst af Friends sexmenningunum hvað það varðar að losna undan Friends hlutverkinu og fá hlutverk í einhverju öðru. Aðalleikararnir í myndinni eru því útbrunnir grínleikarar. En við hverju á maður að búast þegar maður fer á mynd sem er um hund. Það mætti kannski segja að hundkvikikindið sé bara besti leikari myndarinnar, þar sem hann leikur hund á öllum æviskæðum. Bæði ungan, trilltan og graðan hund og gamlan og latan hund. Epískur leikur hjá hundinum!

Owen Wilson og Jennifer Aniston stóðu sig eins og við mátti búast...

Sýningin sem ég fór á var greinilega sérstök sýning fyrir hundaeigendur. Allir voru gríðarlega spenntir og í hléi voru sagðar ótal sögur af hundum. Ég hef hins vegar aldrei átt hund og fann því ekki til neinnar samkenndar. Það mætti því segja að þetta væri besta mynd í heimi, ef þú elskar hundinn þinn geðveikt mikið. Annars eiginlega bara ekki. Því mæli ég eindregið með Marley and Me fyrir ungar stelpur, Hundafjölskyldur og Guðrúnu Önnu sem hefur mikið dálæti á slæmum myndum.