Saturday, January 31, 2009

Topplisti

Ég hef verið að vandræðast með þennan topplista í marga daga núna. Í fyrstu duttu mér harla fáar myndir í hug en eftir mikið legg höfuðs míns í bleyti þá hef ég valið nokkrar hér út, ekki endilega allar þær bestu en líka myndir sem voru áberandi. Á þennan lista vantar þó án efa einhverjar góðar myndir.

James Bond:
Mikil eftirvænting var eftir Quantum of Solace eftir að Daniel Craig sló rækilega í gegn sem Bondarinn í Casino Royale. Í þessari mynd sló Bond ekkert af og var alveg jafn harður gæji og í Casino Royale en myndin var þó langt frá því að vera jafn góð og hún. Þetta er fyrsta myndin sem er beint framhald af annarri mynd og að mínu mati er það ekki alveg að virka, það eru svo margir sem átta sig ekki á því að þeir séu að fara að sjá framhald, labba svo út af myndinni og hafa ekki skilið boffs. En myndin var þó hörkuaksjón mynd.

Daniel Craig var töff en ekki jafn töff og síðast

Dark Knight:
Önnur mynd sem margir hlökkuðu til að sjá var framhaldið af Batman Begins, Dark Knight. Með Christian Bale í aðalhlutverki og leikstýrð af Christopher Nolan. Einnig ítti það mikið undir áhuga og umtal myndarinnar að Heath Ledger sem leikur Jokerinn í Dark Knight hafði nýlega framið sjálfsmorð. Annað en James Bond þá hitti Svarti Riddarinn algjörlega beint í mark. Frábær leikur Christian Bale, Heath Ledger og Aaron Eckhart sem leikur Harvey Dent / Two-Face í myndinni hélt henni uppi og urði nokkrar setningar úr myndinni ódauðlegar, má þar helst nefna setningu Jókersins: “Why so serious???” sem ég held að flestir sem sáu myndina hafi leikið eftir nokkrum sinnum. Dark Knight er s.s. topp spennu- og töffaramynd sem ég hef núna eignast á DVD.

Why so serious?

Iron Man:
Iron Man er kannski óvenjuleg mynd inn á þennan lista og getur ekki talist sem eitthvað undraverk kvikmyndasögunnar, en hún er bara svo fokking skemmtileg!!! Ég downloadaði þessari mynd í hálfkæringi og var að búast við frekar kjánalegri vélmennamynd en þessi kom mér á óvart. Það var eitthvað við hana sem greip mann með. Robert Downey Jr. lék mesta töffara sögunnar Tony Stark sem átti ekki bara stórt fyrirtæki og var mega ríkur heldur var hann líka geggjað klár. Tony, sem á vopnaframleiðslufyrirtæki, áttar sig á því hvað vopnin hans drepa marga saklausa aðila á ári og þá ákveður hann að breyta áherslunum hjá sér. Hann hannar einhverskonar búning sem hann klæðir sig í og byrjar að berjast gegn illum öflu. Týpísk concept en ótrúlega vel frammkvæmt og TÖFF!

Lúkkaði svo asnalega en var svooo töff

Wall-E:
Ég verð nú að segja að ég hef alltaf verið með svolitla fordóma gegn teiknimyndum en ég ákvað nú samt að kíkja á þessa mynd. Myndin segir frá framtíðinni. Mennirnir hafa yfirgefið jörðina eftir að þeir hafa drepið þar allt líf og fyllt allt af rusli og drasli. Þeir búa núna í risageimstöð úti í geimi en hafa skilið vélmenni sem heita Wall-E eftir á jörðinni til þess að taka til fyrir þá svo þeir geti snúið aftur að lokum. En eitthvað hefur þetta björgunartilræði klikkað og nú er bara eitt Wall-e vélmenni eftir á jörðinni. Mennirnir senda svo vélmenni til jarðarinnar til að leita að lífrænum efnum og það og Wall-E fella huga saman. Úr þessu fléttast krúttlegt vélmennaástarævintýri og spennandi för Wall-E út í geim og til baka aftur.

Dúllukaggl

Reykjavík Rotterdam:
R-R var jú myndi sem við áttum að sjá í Kvikmyndafræðinni. Ég setti hana hérna á listann því að ég og aðrir sem sáu hana voru sammála því að þetta væri fyrsta velheppnaða og raunverulega spennumyndin. Óskar Jónsson og Arnaldur skrifuðu þetta flotta handrit og svo var unnið fagmannlega að flestum atriðum. Útkoman: Þessi líka fína spennumynd sem hélt áhuga manns allan tímann.
jájájájá

Juno:
Hef bloggað áður um hana svo að ég ætla ekki að segja mikið. En bæði hugljúf og skemmtileg mynd.

Curious case of Benjamin Button:
Veit nú ekki hversu lögleg þessi mynd er hérna inn þar sem að hún var nú ekki sýnd fyrr en á árinu 2009 en ég ákvað bara að líta á þennan lista sem bestu myndir sem ég sá á síðasta ári og þangað til daginn í dag. Þessi mynd er tilnefnd til 13 óskarsverðlaunna í ár og á hún það 100% skilið held ég bara. Ég hyggst hins vegar blogga um hana og ætla því ekki að hafa mörg orð um hana.

Pittarinn var að standa sig!

Slumdog Millionaire:
Stórskemmtileg mynd, gerð eftir stórskemmtilegri bók sem allir ættu að lesa. Ég ætla þó líka að blogga um hana svo að þau orð verða ekki fleirri.

En eins og ég segi þá er ég örugglega að gleyma einhverjum toppmyndum en það verður þá bara að hafa það!

Thursday, January 22, 2009

Sólskinsdrengur



Eftir að ég ófór á Sólskinsdrenginn með kvikmyndafræðinni þá ákvað ég að að það væri mál að skella sér á gamla daginn eftir. Ég og Magnús Örn smöluðum því með okkur fríðu föruneyti og marseruðum í Smáralindina úr Garðabænum. Í rauninni vissi ég ekkert hvað ég var að fara út í og innan með mér ríkti því blanda af hvíða og óöryggi. En ég harkaði af mér og settist inn í salinn.

Brátt kom í ljós að myndin fjallaði um íslenskan einhverfan strák, Kela að nafni. Það sem meira var og gerði myndina einlægari og áhrifameiri fyrir mig var að ég kannaðist við fjölskyldu Kela.

Myndin sesgir frá Margréti, móður Kela og baráttu hennar fyrir einhverfan son sinn. Margrét gafst ekki upp ráðalaus þegar drengurinn hennar var greindur með hæsta stig einhverfu og henni sagt að hann myndi líklegast aldrei geta haft samskipti við fólk. Hún fór að rannsaka málin og þegar hún hafði aflað sér nokkurra jákvæðra upplýsinga fékk hún kvikmyndagerðarmanninn Friðrik Þór Friðriksson til liðs við sig. Hún hafði fyrst í hyggju að gera almenna fræðslumynd um einhverfu og ætlaði ekki að vera viðriðin hana beint. En þessi hugmynd þótti Friðriki ekki nógu áhugaverð. Hann vildi gera mynd um Kela og Margréti þar sem að þau væru miðpunkturinn.

Keli kepps hress

Myndin fylgir Margréti svo á milli landa þar sem að hún talar við fræga lækna, fólk sem hefur tileinkað lífi sínu einhverfum börnum sínum og einhverfu fólki sem náð hefur ótrúlegum árangri. Hún finnur að lokum indverska konu sem hefur náð ótrúlegum árangri með einhverfan son sinn sem eitt sinn var mállaus en er nú farinn að tala við hana. Þetta gefur Margréti mikla von og í lok myndarinnar fer hún með Kela til indversku konunnar sem hefst handa við að vinna með honum. Hún nær sambandi við hann sem gleður fjölskylduna jafnt sem áhorfandann.


Indverska konan og sonur hennar

Heimsókn Friðriks Þórs var ágætis skemmtun. Hann gaf okkur betri hugmynd um það hvernig var að vinna svona heimildamynd en talaði þó mun meira um einhverfu en um kvikmyndagerð. Hann sagði frá því að draumur hans með Sólskinsdreng voru að gera hana að mun stærri mynd. Hann vildi fara til Afríku og tala við töfralækna þar því hann taldi að þeir vissu miklu meira um einhverfu en þeir læknar sem “kölluðu sig” menntaða í þessu á Vesturlöndunum, eins og hann orðaði það. En það var aðeins fjarlægur draumur. Einnig upplýsti hann að þau hefðu tekið upp u.þ.b. 400 tíma af efni fyrir myndina sem verður að teljast gríðarlegt magn. Það hafi því verið erfitt að klippa myndina og mörg atriði sem hann taldi nánast nauðsynleg þurftu að víkja.

Að mínu mati er Sólskinsdrengur frábær mynd. Hún kenndi mér margt um einhverfu sem ég hafði alls ekki áttað mig á. Ég hafði búið mér til ímynd einhverfs fólks í huganum en myndin gjörbreytti þeirri ímynd. Þess vegna er þessi mynd frábært framlag til upplýsingar samfélagssins. Hún kennir manni að gefast ekki upp þótt á móti blási og allar líkur séu á móti manni.